Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 20
DAGLEGT LÍF 20 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FÁLKINN ER KOMINN AFTUR! Margar gerðir skúfhólka ásamt hálsmenum, ermahnöppum og bindisnælum. Í fyrsta skipti. Varalitur og gloss sameinað í eitt. High Shine Lip Cream Veitir vörum þínum kremkennda áferð vara- litarinns með fallegum silkimjúkum glansáhrifum glossins. Þú verður að prófa þetta. w w w .g o sh .d k - w w w .elem en tm o d els.is 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Ballettdansarará aldrinum11–25 ára söfnuðust saman í sumarskóla hjá Klass- íska listdansskólanum í Mjódd í síðasta mán- uði. Erlendir gesta- kennarar miðluðu af þekkingu sinni og víkkuðu þannig sjón- deildarhring íslensku nemendanna sem margir hverjir eiga eftir að dansa í út- löndum. „Hlustið á tónlist- ina,“ segir Luce Francois, belgískur gestakennari sem er að kenna eldri hópnum, stúlkum á aldrinum 14–25 ára, en strákarnir eru víðs fjarri. Því miður, að mati Guðbjargar A. Skúladóttur, skóla- stjóra Klassíska listdansskólans, og fleiri. Guðbjörg stofnaði skól- ann fyrir tíu árum og hefur rekið hann síðan. Sumarskólinn er orð- inn fastur liður í starfseminni og hefur vaxið fiskur um hrygg síðan í fyrra því fleiri erlendir kenn- arar komu í ár. Í ár komu kennararnir bæði að ut- an, t.d. frá Belgíu og Bretlandi, og héðan og með mismunandi sér- hæfingu bæði í klassískum ballett og nútímadansi. Nemendurnir eru úr fleiri listdansskólum og segir Guðbjörg það einnig jákvætt fyrir dansarana ungu, þannig kynnist þeir betur. Angela, María Þórdís og Ingibjörg eru sammála því. Þær eru allar í Listdansskóla Ís- lands og segjast læra mikið í sum- arskólanum. Þær hafa allar farið á sumarnámskeið hjá Konunglega danska ballettnum líka og segja að sumarnámskeið í ballett séu nauðsynleg til að halda sér við. Það þýði ekki að hætta að æfa í þrjá mánuði. Tónlist úr „Sound of Music“ hljómar og stelpurnar eru sammála um að Luce velji skemmtilega tónlist, frjálslegri en stundum tíðkast. Hugsa um heilsuna „Voðalega eruð þið rangeygðar núna,“ segir Luce góðlátlega og segir nemendunum til. Hún er einbeitt í kennslunni, fylgist vel með hverri og einni og þekkir all- ar með nafni. Hún er prófessor hjá Listaháskóla í Brussel og á að baki langan feril sem dansari, danshöf- undur og kennari. Luce lærði í Ant- werpen í Belgíu og dansaði eftir það hjá óperunni þar í borg og síðar með dans- flokknum „Ballet of the Flanders“ í Belg- íu. Hún er einnig fastur gestakennari við Ballettakadem- íuna í Tókýó í Japan og við dansskóla í Portúgal. „Ég og Guðbjörg vinnum á svipaðan máta og hugsum um heilsuna. Það er nýtt í dansheiminum og snýst um að nota líkamann á nátt- úrulegan hátt og forðast meiðsli og álag sem leiðir til verkja,“ segir Luce um starfsvett- vang sinn. „Ein vika hefur flogið áfram,“ segir Luce um dvöl sína hér á landi. „Það er margt að gerast í dans- inum hér á landi og Guðbjörg og nemendurnir vinna gott starf.“ Luce er einnig á leið til Jap- an í sumar þar sem hún miðlar einnig af þekkingu sinni m.a. hvað varðar for- varnir meðal dans- ara. „Dansarar í dag verða að hafa mjög op- inn huga og hafa bæði nútímadans og klass- ískan á valdi sínu, ann- ars er engin vinna fyrir þá. Við kennararnir þurfum að hjálpa þeim að ná fram því besta,“ segir danskennarinn brosandi.  BALLETT Luce Francois: Kennir dans í Belgíu, Japan, Portúgal og á Íslandi. steingerdur@mbl.is Áveitingastaðnum Ensemblevið Tordenskjoldsgade 11 íKaupmannahöfn, ráða ríkj- um tveir ungir kokkar, þeir Mikkel Maarbjerg og Jens Vestergaard. Þeir félagar hafa vakið verðskuld- aða athygli og getið sér gott orð fyr- ir frábæra matreiðslu meðal gagn- rýnenda og unnu meðal annars til verðlauna í samkeppninni um Sæl- kerarétt ársins árið 2002 fyrir aðal- rétt og eftirrétt og sex mánuðum eftir opnun staðarins höfðu þeir fé- lagar fengið Michelin-stjörnu fyrir eldamennsku. Það er Mikkel sem sér um að setja saman fimm rétta matseðil sem oft byggist á danskri hefð en í nýju ljósi úr besta fáanlega hráefni á hverjum tíma. Hann var áður yf- irkokkur á veitingastaðnum Komm- andanten en það er eini veitinga- staðurinn í Kaupmannahöfn sem státar af tveimur Michelin- stjörnum. Það sem í boði er hverju sinni, matseðillinn og vín með ef þess er óskað er því ákveðið fyr- irfram á Ensemble og verðið einnig, 500 krónur eða um 5.900 ísl. fyrir mat og 500 krónur eða um 5.900 ísl. fyrir eitt glas af víni með hverjum rétti, ásamt fordrykk, en þar fyrir utan er langur vínseðill húss- ins, sem velja má af sé þess óskað. Hálfsmánaðarlega er matseðillinn endurnýjaður en sem dæmi um rétti, sem nýlega var boðið upp á má nefna gæsalifur, sem velt var upp úr hunangssristaðri brauðmylsnu og borin fram með kínverskum pipar og hunangi blandað með sítrónu. Þetta var ótrúlega gott. Næsti rétt- ur var djúpsteiktur hornfiskur. Þetta er langur og mjór fiskur og auðvitað með horn eins og nafnið ber með sér. Með fiskinum var borið fram gamalt basilikum edik og úrval af mis- munandi tómötum. Þriðji rétturinn var hvítur grillaður voraspas umvafinn spænskri skinku. Þá komu kjúklingalæri með trufflum, grænum baunum og rav- íólí fyllt með innmat, borið fram í kjúklingasoði. Í aðalrétt var steikt kjúklingabringa með soðsósu og volgu salati, lauk og möndlum. Eft- irrétturinn samanstóð af rabarbara í bitum með anís, lakkrísrót, vanillu og ís og að lokum kom osturinn. „Englarnir sungu hástöfum“ yfir máltíðinni eins og Danir komast svo skemmtilega að orði. Galdurinn við Kjúklingurinn brún- aður í potti, hænsnasoði bætti útí til að fá gott soð. Látið malla þar til kjúklingurinn er gegn- steiktur eða í um eina klukkustund. Bringurnar skornar frá en lærin geymd til síðari tíma. Afhýðið salatlaukinn og skerið í þunnar sneiðar. Laukurinn soðinn í um 5 mínútur í hvítvínsediki. Léttsjóðið aspasinn í saltvatni og látið marinerast með lauknum, möndlunum og súrmæru. Steikið bringurnar á pönnu með skinnið niður. Deilið aspassalatinu á fjóra diska og leggið hálfa kjúklinga- bringu á hvern disk og hellið soðsós- unni yfir.  KAUPMANNAHÖFN|Veitingastaður sælkeranna Englarnir sungu hástöfum Morgunblaðið/B. Thors Spennandi rétt- ur: Gæsalifur velt upp úr hun- angsristaðri brauðmylsnu og borið fram með kínverskum piparstöngum og hunangi blandað með sítrónu. krgu@mbl.is Kokkarnir: Jens Vestergaard og Mikkel Maarbjerg að störfum. Að nota líkamann á náttúrulegan hátt að gestum líði vel eftir að hafa snætt fimm rétti ásamt nokkrum auka- réttum sem gaukað var að gest- unum, er hvernig réttirnir eru sam- settir og að hver réttur er hæfilega stór. Þeir félagar voru beðnir um upp- skrift að einföldum og fljótlegum rétti og varð steikt kjúklingabringa fyrir valinu sem borin er fram með volgu salati. Steikt kjúklingabringa í soðsósu fyrir 4 einn stór kjúklingur 1 dl sterkt hænsnasoð stór salatlaukur ½ dl hvítvínsedik 20 stk grænn aspas 20 stk möndlur 1 búnt súrsmæra eða túnsúra (hundasúra) salt, pipar, vínedik, smjörklípa Rétt er að taka fram að Ensemble er lítill staður og því rétt að panta borð. Hann er eingöngu opinn á kvöldin frá kl. 18 til 23, en eldhús- inu er lokað kl. 22 og það er lokað á sunnudögum og mánudögum. Ensemble Tordenskjoldsgade 11 Kaupmannahöfn Sími: 45-33-11-33-52 www.restaurantensemble.dk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.