Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Síða 13
menn koma, fylla skörðin, sækja
fram eða sækja ekki. Örðugleikax
dreifbýlis ýta istundum undir væru
girnl og kyrrstöðuhmeigð. t>eir sem
haldnir eru þeirri áráttu, að ala
sífellt á umbótum og breytingum,
mega löngum sæta því hlutslkipti,
að orð þeirra fjúkl út í veður og
vind. En frumkvæðin fá sinn dóm,
þegar framtíðinni þóknast að nýta
þau — en þakkarskuTdir falia.
Halldóra Gunnlaugsdóttir fædd-
ist að Hafursstöðum í Öxarfirði 11.
okt. 1893. Móðir hennar var Jakob-
ína Rakel Sigurjónsdóttir Magnús-
sonar á Ærlæk og móðuramma
Halldóra Jónsdóttir Nikulásson-
ar Bucks hins norska. Faðir Hall-
dóru, Gunnlaugur, var sonur
Flóvents Þórðarsonar, svarfdælsk-
ur að ætt. Bjó Flóvent á Hafurs-
stöðum en áður á Svínadal og víð-
ar. Kona Flóvents var Helga Guð-
mundsdóttir frá Vatnshlíð í Húna-
vatnssýslu. Gunnlaugur bjó á Haf-
ursstöðum eftir föður sinn og þang
að fluttist Jakobína til bús með
honum. Hafði Flóvent skjól hjá
þeim til æviloka. Jakobína hafði
lifað stormasama bernsku og
æsku, en yfirunnið allar raunir.
Gunnlaugur var einnig vel undir
lífið búinn og allvel efnaður. Haf-
ursstaðir voru heiðarbýli um 11
km. frá byggð. Afskekkt og ein-
angrað mundi það vera kallað nú
á dögum, enda nú komið í eyði,
eftir að upp höfðu verið byggð þar
tvö reisuleg býli og miklar fram-
kvæmdir unnair.
Á uppvaxtarárum Halldóru og
bræðra hennar var þetta býli fjöl-
skrúðugur, auðugur og unaðsríkur
staður skoðað niður í kjölinn. For-
eldrarnir voru atorkusöm. Þau
höfðu komið ár sinni þannig fyrir
borð, að ekki þekktist vöntun eða
skortur á neinu sviði. í samskipt-
um við harðbýla en gjöfula nátt-
úru, höfðu þau skapað sér alls-
nægtir á þeirra tíma mælikvarða,
stofnað lítið farsælt ríki í dáfögru
umhverfi landslags, (furður Jökuls
árgljúfra) gróðurs og dýralífs. í
þessu fjölbreytta, fagra umhverfi
uxu úr grasi Hafursstaðasystkinin
fimm, fjórir bræður og ein systir
í skjóli vökulla foreldra. Harla ó-
lík uppeldisskilyrði sefjandi vól-
gengi nútíma þéttbýlis.
Systkinin á Hafursstöðum voru
vanin á vinnusemi. Þeim voru inn-
prentuð lífssannindi um jákvæð
viðskipti við Iifandi náttúru til
gagnkvæmrar hamingj-u. En það
var vel að þeim búið og öll urðu
þau hraust og tápmikil. Með móður
mjólkinni námu þau þá lífsspeki,
að hver er sinnar gæfu smiður.
Heimilið var fast mótað, tengt um-
hverfinu órjúfandi böndum, fjöl-
skyldan atorkusöm, hrifnæm og
listelsk. Það orð komst á, að þar
væri margt að sjá, sem kóngs væri
ekki I ranni. Og fjölskyldan á Haf-
ursstöðum færði brátt út kvíarnar
á hinu verklega sviði. Eldri systkin-
in þrjú Guðmundur, Helgi og Hall-
dóra settu saman sérstakt bú, þeg-
ar unglingsskeiði lauk. Landrými
var nóg og landgæði. Búskapurinn
blómgaðist og fjárhagur efldist.
SamhTiða þeim vexti var stofnað ti
menntunar og andlegs þroska. Frá
þessu afskekkta býTi sótti æskan
til náms og menningar innan lands
og utan. Tvö systkioanna Guð-
mundur og Halldóra öfluðu sér
kennaramenntunar, Theodór fór
gegnum Samvinnuskólann, Helgi
fórnaði listagyðjunni sínum tóm-
stundum en Sigurjón lagði metnað
slnn í búskapinn.
Á Hafursstöðum hafði jafnan
verið risna góð. Nutu menn þess
einkum haust og vor í sambandi
við fjárleitir. Fleiri erindi áttu
menn og þangað suður. Við upp-
komu nýrrar kynslóðar, óx umferð
þar að mun. Hafurstaðir urðu eins
konar óskaland Öxfirðinga og Keld
'iverfinga. Þótti sá varTa maður méð
mönnum, sem ekki hafði þangað
komið. Mikið orð fór af móttök-
um þar, rausnarlegum veitingum
og alúðlegu viðmóti. öll var fjöl-
skyldan samvalin í þessu sem öðru,
en ekki var minnstur hlutur heima
sætunnar, enda hafði hún víða far-
ið og imangt séð. Og það voru fleiri
tíbúar nágrannasveita, sem áttu ]
: um JTafiuj§taði á þessum to*
, FerðalaKgú| ýmíssa erlnaa |
þgr og dvoMu yfir sumartím-1
atin, ox umferð sá með ári hverju. j
%un fyrlrgreiðsla á Hafursstöðum [
ímfa ýtt undir þá þróun svo um
munaði,
HaTldóra var á þessum árum
heima sumar hvert. Á vetrum oft-
ast að heiman, ýmist við nám, störf
eða kennslu. Hún var fyrst einn
vetur á unglingaskóla Benedikts
Björnssonar á Húsavík. Næstu vet-
ur starfaði hún á hóteli á Afcur-
eyri. Úr því fór hún í kenuara-
skólann og lauk kennaraprófi.
Næstu vetur kenndi hún börnum
og unglingum 1 sinni sveit, ná-
grannasveitum og víðar. Varð bún
brátt eftiirsótt sem kennari og fé-
lagl nemenda. Að félagsmálum
vann hún mikið á þessum árum.
Einn vetur dvaldi hún í Kaup-
mannahöfn við hússtjórnarnám og
fleira. Þannig var Halldóra á far-
alsfæti um alllangt árabil, lét sér
ekki brátt með að hasla sér völl.
Þótti sumu ráðsettu fólki nóg um
þann drátt. En þetta varð hemni
dýrmætur tími til þroska og und-
irbúnings fyrir lífsstarfið.
Árið 1925 giftist Halldóra Gunn-
laugsdóttir Jóni Sigfússyni bónda á
Ærlæk í Öxarfirði og fluttist þang
að. Á Ærlæk bjó ekkjan Oddný
Jóhannesdóttir ágætu búi með son
um sínum tveim, Einari og Jóni vel
fulTorðnum. Ærlækur var vildis-
jörð, miðsveitis, heimilið þjóðlegt
og fastmótað í gömlum og góðum
stíl. Fljótlega skiptu þeir bræður
búi. Oddný var með Einari syni
sínum, en Halldóra og Jón fengu
sérstaka íbúð. Stórt verksvið beið
þeirra, mikið starf var hafið og
unnið. Breytimgar og umbætur
ráku hver aðra, þó með allri for-
sjá og gát. Hjónin reyndust sam-
valin.
Jón var atorkusamur bóndi og
veT viti borinn, þéttur á velli og
þéttur í lund, sjálfmenntaður og
menntur vel. Hann var áhugasam-
ur uim almenn mál, enda einn af
forystumömnum sinnar sveitar og
héraðs um lífstíð. Var á því sviði
einnig líkt á komið með þeim
hjónum. Ég hef veður af því, að
minnst verði félagsmálastarfsemi
Halldóru á öðrum vettvangi. Læt
ég þvl hjá líða að víkja að þeim
merka þætti í lífsstarfi hennar.
Það lætur að líkum, að hjón
þessi þurftu á vinnuhjálp að halda
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
13