Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Qupperneq 20
Það var stórt og mannmargt
heimili, sem Sigríður Einarsdóttir
frá Varmahlíð tók við, rétt eftir
að hún kom að Hvammi. Þá voru
yngstu fósturbörnin, Einar Guð-
jónsson og Dýrfinna Ingvarsdóttir
ekki. uppkomin. Einar mun varla
hafa verið meira en 10 ára. En
hún kom frá rausnar- og myndar-
heimili, var heldur ekki neitt barn
orðin fullra 26 ára. Hún átti líka
þá lund og eiginleika, sem bezt
voru fallnir til, að veita húsfreyju
á stóru heimili brautargengi. Létta
og hlýja lund ásamt óleti og fús-
leik til að létta hvers manns byrði
og erfiðleikar. Kunnu hennar
ágætu tengdaforeldrar mjög vel að
meta mannkosti sinnar ágætu
tengdadóttur. Tókst þar strax
gagnkvæm virðing og kærleikur,
sem ekki brást meðan ævin entist.
Magnúsi Sigurðssyni í Hvammi
hafði tekizt með hiálp sinna og
annarra högu handa, sem hann
hafði á að skipa, að byggja allt
upp með þeim mesta mvndarbrag,
sem þá þekktist í Eyiafjallasveit og
þótt víðar væri leitað.
Eins held ég þó að heimasætan
frá Varmablíð hljóti að hafa sakn-
að, og það var bæjarlækurinn, sem
spratt út úr f jallinu fyrir ofan bæ-
inn í Varmahlíð og rann alltaf
samur og jafn niður með bæjar-
hlaðinu. En það var talsvert erf-
iði að afla vatns í Hvammi, þar
sem allt vatn þurfti að sækja í
lækinn neðan undir brekkunni og
bera á brattann. En fljótt 1 bú-
skap Sigurións kom dælan til sög-
unnar. En það var erfitt verk að
dæla með handafli, svo að það var
mikii blessun. þegar Sigurjón gat
grafið upp smá lind við fiallsræt-
urnar og leitt gnægð silfurtærs
vatns um bæiar- og grinahús.
Strax 1914 eignuðust þau Sigríð
ur og Sigurjón sinn frumgetinn
son. Það er Magnús, sem nú býr
í Hvammi. En annað barnið var
drengur, er lét lífið í fæðingunni.
En ég heyrði að hans var saknað,
litla drengsins, sem dó. Þuríður
amma hans og ljósa sagði, að hann
hefði verið alveg eins og Sigur-
jón hennar var nýfæddur, svo það
var engin furða, þótt hún fyndi
hvers var að sakna. Eftir það eign-
uðust þau ennþá tvo syni. Einar
fæddist um 1919. Hann lærði vél-
fræði og varð vélstjóri og síðan
fyrsti meistari hjá Eimskip. Frá-
bært prúðmenni og öðlingur.
Rúmlega fertugur týndist hann í
hafi öllum óvænt, frá konu og
þrem hálfstálpuðum börnum. Það
var sviplegt högg fyrir alla að-
standendur, líkt eins og þegar
nafni hans og föðurbróður lét líf-
ið í sprengingunni í Vestmanna-
eyjum.
Þá var 4. sonurinn Tryggvi ynd-
isleg vera, sem allir elskuðu er
kynntust honum. Hann skyldi taka
við búi í Hvammi, þegar hann
hafði aldur og þroska til. Haustið
1941 var hann sendur til Hóla að
nema þar búfræði til þess að hann
mætti vera betur búinn undir sitt
ætlunarverk, búskapinn í Hvammi.
En þótt mennirnir álykti, þá er
það guð sem ræður. Hann veikt-
ist fyrir norðan af brjósthimnu-
bólgu svo heiftugri, að strax var
örvænt um líf hans. Faðir hans
fór til hans, en kom aftur jafnvel
með veika von um bata. En svo
var það hinn 11. júní 1942, að
helfregnin barst heim að Hvammi.
Tryggvi var ekki einungis mikill
harmdauði, foreldrum sínum og
nánustu skyldmennum. heldur tók
öll sveitin sterkan þátt í sorginni.
En það er eins og Matthías sagði
forðum, að aldrei er svo svart yfir
sorgarranni, að ekki geti birt fyr-
ir eilífa trú. — Sigríði í Hvammi
var margt vel gefið. En hennar
stærsta hamingja í gegnum allt
lífið, hygg ég, það hafi verið, að
hún fékk allt sitt líf í blíðu og
stríðu, að halda sinni björtu barna-
trú og eilífðarvissu. Hún treysti
umbúða og tilgerðarlaust þeim
orðum Frelsarans, „því að ég lifi
og þér munuð lifa“. f sannleika
getur ekki beisk sorg, eða andleg
þjáning rúmast í birtu eilífðarinn-
ar. Sigurjón var líka æðrulaus trú-
arhetja, eins og móðir hans.
Þuríður var ennþá á lífi um ní-
rætt, þegar þetta kom fyrir. Var
hún alla tíð með fullum andlegum
kröftum. Veit ég að víst hefur
hún ennþá 4ft kraft til þess að
hugga með sinni sterku trú. En
það var nú orðið stutt til hennar
endurfunda við ástvinina, sem á
undan voru farnir, því að síðsum-
ars veiktist hún skyndilega af
þungri gulusótt og lézt um haust-
ið í nóvember.
Veit ég að þennan vetur 42—43
hefur verið hljótt og dapurt yfir
Hvamminum, sem hefur þá eigin-
leika, að veita mikið og öruggt
skjól. En komi þangað heim storm
svipir, þá eru þeir þungir og harð-
ir. Þannig var það líka í lífs-
reynslu fólksins. Það fékk að þola
þung högg og óvænt. En ég veit
ékki til, að andleg ró og hugar-
friður brygðust þessu sama fólki.
Það birti líka heldur yfir vorið
1943, þegar Magnús Sigurjónsson,
að beiðni foreldra sinna, flutti aft-
ur heim að Hvammi, með sína
ágætu konu Sigríði Jóni Jónsdótt-
ur frá Björnskoti í sömu sveit.
Faðir hennar var Jónsson frá
Reynishólum í Mýrdal, en móðir
Ingigerður Sigurðardóttir frá Stór-
ólfshvoli. Ilöfðu þau byrjað bú-
skap á Efri-Rotum, sem eru í sjón-
máli frá Hvammi. Voru þau þá bú-
in að eignast 3 drengi og urðu
börnin bráðlega 7, 5 drengir og
2 stúlkur. Hér fengu þau mætu
hjón því ærið nóg að lifa fyrir og
dreifa huganum við.
Það mátti segja, að þessi Sigríð-
ur Jónsdóttir (Lóa) fetaði merki-
lega vel í fótspor tengdamóður
sinnar. Hún var ljúfleg og spor-
létt og svo veitul og ólöt að ann-
ast um gesti sína og heimilisfólk,
að jafnvel aldrei hafði verið veitt
af meiri rausn í Hvammi. Enda
var nú orðið auðveldara að nálg-
ast föng, en þegar hver varð að
búa að sínu búri heil misseri.
Sigríður Einarsdóttir þurfti því
alls ekki að lifa það, að sjá upp
á neina niðurlægingu í heimilishátt
um. Sama mátti segja um Sigurjón.
Magnús er mikill greindar og
dugnaðarmaður, sem hefur haldið
áfram starfi forfeðra sinna, að
auka við og byggja eftir tímans
kröfum, svo að ekki verður á betra
kosið þann dag í dag.
En þessi yngri hjón fóru heldur
ekki á mis við snöggan svip heim
að Hvammi, þegar Jón Ingi næst
elzti sonurinn og að minni hyggju
elskulegasti, varð skyndilega bráð
kvaddur úti á Hellu, þar sem þeir
bræður unnu á trésmíðaverkstæði
1967. En þessu áfalli var einnig
tekið með mikilli stillingu og trú-
artrausti.
Það má heita skýr sönnun um
auðnulán Sigríðar Einarsdóttur, að
móðir hennar, sem orðin var 84
ára og búin að dvelja 57 ár í
Varmahlíð, tók sig upp f kynnis-
för til dætra sinna, ríðandi upp á
hesti um hávetur. Fyrst kom hún
að Yztaskála til Önnu dóttur sinn-
ar og dvaldi þar nokkrar nætur.
Þar rakst ég á hana í síðasta sinn,
því það var nærri jólum, virtist
mér hún ennþá furðu brött. Það
kom þá að því að írá, sem er rétt
20
ÍSLENDINGAÞÆTTIR