Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 14
MINNING ! ! Magnúsdótti húsfreyja á Reykjum í Tungusveit , Kveðja frá Indriða G. Þorsíeinssyni: ) Flýgur andlátsfregn ein yfir voga og ver, sem vekur oss trega og harm, því horfin er frænka sem hlúði að mér, og hver má nú líta í sinn barm. Með sitt gleðinnar bros og glaðværð í arf hún gaf &gs sinn hugstyrk og þor. Hennar fallega ástúð. Hennar friðsæla starf léttu flestum öll daganna spor. Hér er Nónfjall og Hnjúkur og niðandi ár og nætur sem blána við tind. Hún lifði því öllu og lifir þótt nár sé lífsins jarðneska mynd. 1 Þetta umhverfi allt minnir á þennan reit, þar sem ættmennin stóðu sinn vörð. Heila mannsævi flest. Á meðan er sveit þau skulu munuð í þessari jörð. Um veg okkar reisti hún veizlunnar borð, þar var ekkert smátt eða treint. ■ IÞessi fáeinu vers, nokkur fátækleg orð eru fósturlaun goldin of seint. ) Flýgur andlátsfregn ein yfir voga og ver, yfir víkur og dali og borg. Hvert á land sem oss ber, þá er hugurinn hér og hingað skal stefnt vorri sorg. t „Þú, fagra ljós, í ljósinu býrð, nú launar þér guð í sinni dýrð, nú gleðst um eilífð þinn andi“. Þessar ljóðlínur séra Matthíasar koma mér fyrst í hug, er ég með fáeinum orðum minnist Ingigerðar á Reykjum, slík kona var hún. Ingigerður Magnúsdóttir fædd- ist í Gilhaga á Fremribyggð í Lýt- ingsstaðahreppi 20. júní 1888. Hún var af skagfirzku bergi brotin, dótt ir Magnúsar Jónssouar bónda í Gil- haga og konu hans, Helgu ljósmóð ur Indriðadóttur, og þar ólst hún upp til fullorðinsára. í Gilhaga var eitt af þessum gömlu menningarheimilum, sem voru bæði burðarásar og hornstein ar hverrar sveitar. Heimilið var fjölmennt, fjölskyldan stór og verkafólk margt, auk þess var þar jafnan eitthvað af fólki, er fárra kpsfa átti völ, en góðvild og hjálp- fýsi þeirra Gilhagahjóna var al- kunn á sinni tíð. Til dæmis um það má geta þess, að hið fátæka Dalaskáld, Símon Bjarnarson, átti þar lengi heimili og athvarf á sinni næðingssömu ævi. Svo sem að líkum lætur þurfti margt að starfa á heimili, sem stundum taldi nær 30 manns. Jörð in er erfið, ef hún er fullnýtt, sem jafnan var. Selstaða var í Gilhaga- seli, heyskapur stundaður frammi í Vatnafellsflóa og víðar á fjarlœg- um slóðum. Vinnan var sótt af kappi, en var fjölbreytt og þrosk- andi. Guðstrú var í heiðri höfð, húslestur lesinn á helgum dögum og sálmar sungnir á undan og eft- ir. Húsbóndinn var forsöngvari í Goðdalakirkju og fyrsti organisti þar, að ég hygg. Á vetrarkvöldum, þegar fólkið hafði safnazt saman í baðstofu, voru stundum kveðnar rímur, en oftar lesnar sögur, eink- um fornsögur eða annað, er til skemmtunar og fróðleiks mátti verða. Ljóðagerð var í miklum metum, vísnagerð iðkuð, hag- mælska rík í ætt, enda skyldleiki við Grím Thomsen, þótt ekki sé náinn. Ungir og aldnir undu þar vel saman, ekkert óbrúað bil milli kynslóða, og börnin námu speki- mál aldanna við kné afa eða ömmu. Þannig var æskuheimili Ingi- gerðar. Ung að árum stundaði hún nám í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi og hússtjórnarnám í Reykjavík. Holl uppeldismótun, nokkur Skóla menntun og andlegt og líkamlegt atgervi varð henni gott veganesti, senj entist til æviloka. Árið 1914 giftist Ingigerður Jó- hannesi Kristjánssyni á Brúnastöð- um í Tungusveit. Hann var fóstur- sonur Jóhanns hreppstjóra þar, Péturssonar, og konu hans, Elínar Guðmundsdóttur. Hófu þau Jó- hannes búslkap á Brúnastöðum, fyrst i sambýli við fósturforeldra hans, en tóku við búinu öllu árið 1921 og bjuggu á Brúnastöðum til 14 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.