Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 3
ALvitur. , svaiarbréium Poka undir augunum Kæri Alvitur Ég vona, aö þú getir gefið mér upp- lýsingar. Svoleiöis er mál meö vexti, aö ég hef hræðilega poka undir augunum sem ágerast með hverjum degi aö mér finnst. Ég er 35 ára og þetta er svo yfir- þyrmandi fyrir mig, aö ég fer aö foröast að lita I spegil. Hvaö veldur þvi, aö maður fær poka fyrir neöan augun? Getur þaö stafað af einhverjum sjúkdómi? Er hægt aö fá þetta lagaö meö aðgerö hérlendis og þá i gegnum sjúkrasamlag? Meö beztu kveöjum og óskum. Sing. Svar: Óeölilega miklir pokar undir augunum geta stafað af innvortis sjúk- dómi til dæmis I nýrunum. Þú ættir aö byrja á þvi aö fara til læknis og ganga ítr skugga um aö þar sé allt meö felldu. Hægt er aö fá þetta lagaö meö aö- gerö hérlendis og getur heimilislæknir þinn gefiö þér allar upplýsingar þar aö lútandi. En stafi pokarnir ekki af neinu innvortis, geta þeir lika stafaö af of miklu álagi á augun, of miklum reyk- ingum, áfengisneyzlu svo eitthvaö sé nefnt. Eitt atriöi er llka vert aö taka til at- hugunar, og þaö er, aö húöin umhverfis augun er allt ööruvlsi og miklu viö- kvæmari en önnur húö á andlitinu og þvi ekki vist aö hún þoli sama andlitskremiö. Til eru sérstakar tegundir augnkrema og I þvi sambandi er best aö leita til snyrti- sérfræöings. Alvitur Að verða módel Kæri Alvitur. Mig langar tll aö spyrja þig um Módel- samtökin. Hvaö þarf maöur aö vera gamall til aö komast I þau? Þarf maöur aö vera einhver snillingur? Er einhver módelkennsla, og kostar eitthvað I hana? Ahugasamur Svar: Unnur Arngrlmsdóttir hjá Módel- samtökunum upplýsti mig um aö lág- marksaldurinn sé 15-16 ár. Þetta meö snilligáfuna er teygjanlegt, en æskilegt er aö hafa gott útlit, þyngdin samsvari hæöinni og framkoman sé góö. Alltaf vantar karlmenn I starfið. Um kennsluna er þaö að segja, að Módelsamtökin hafa haft námskeið árlega og er kostnaður fyrir þátttakendur ákveöinn I hvert sinn. Nú, ef einhver hefur sérlega mikinn áhuga og hæfileikarnir eru fyrir hendi, er hægt aö fá einkatima. Svo er simi Módel- samtakanna i simaskránni. Hvað er opið bréf? „Alvitur” Þaö eina em mig langar til aö vita núna, er hvort bréf, þar sem horniö á umslaginu er klippt af, telst til opinna bréfa. XB Svar: Hjá póstinum fékk ég þær upplýs- ingar, að slikt bréf teldist ekki til opinna bréfa. Hins vegar klippa sumir hornið af umslaginu, I staö þess að hafa það opið, en slikt má aöeins gera, þegar um prentað mál er að ræða. Prentað mál telst það, þegar ekki eru handskrifuð fleiri en fimm orö af innihaldinu. Umslagið skal vera þannig, að póstmaður geti auðveldlega séö aö prentaö mál er I umslaginu. Alvitur Til lesenda! Ég hef fengiö heilmikiö af nafnlausum bréfum, og þau fara aö sjálfsögöu belnt I körfuna. Þessi bréf eiga þaö öll sameigin- legt aö vera frá poppfólki, en ég veit ekki hvort popparar skammast sln öörum fremur fyrir aö láta vita af þvi, hvaö þeir heita. Þaö þýöir ekkert aö kalla mig „elsku bezta, kæra, góöa”, ég svara nafn- leysingjum ekkert frekar fyrir þaö. Svo vil ég taka fram, aöerfitt er aö birta texta vinsælla laga. Sllkt má ekki nema meö leyfi, og þegar þaö loksins er fengiö, eru allir búnir aö gleyma, aö viökomandi lag hafi veriö til. Alvitur .......... Meðal efnis í þessu blaði: Konungur leikaranna.....................Bls. 4 Ævintýri i göturæsinu, barnasaga...........— 8 Óheillamúmian..............................— 11 Börnin teikna og skrifa....................— 12 Forsiðumyndin af yngismær í Reykjavík, sem neitir rialldóra Traustadóttir. Ljósm. Fríða Björnsdóttir. V Brúður í þjóðbúningum....................— 13 Pop—Carole King .........................— 14 Þín vegna, smásaga.......................— 15 Með hraðann í blóðinu....................— 18 Hvernig fer fólk að þessu?...............— 21 Leynilögregluþraut.......................— 22 Varið ykkur á stigum.....................— 23 Hakkað buff með tilbreytingum ...........— 25 Fiskur á borðinu.........................— 26 Gyðjur hafsins...........................— 29 Chris Jagger............................ — 32 Heklaðir pottaleppar.....................— 36 Heklaður hattur..........................— 37 Hvort á að ráða i h jónabandinu?.........— 38 Kötturinn Bastian, frh.saga .............— 41 Ókunnur eiginmaður, frhsaga..............— 42 Ennfremur krossgáta, Alvitur svarar, skritlur, spéspeki, húsráð og sitthvað fleira. ' 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.