Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 32
Það er áreiðanlega enginn barnaleikur, að vera bróðir stórstjörnu og ætla sér að ná frama á sama sviði. En Chris er ekki hræddur um að þurfa að lifa lífinu í skugga Micks bróður síns. Þvl er ekki að neita, aö flest við Chris Jagger — röddin, framkoman og ekki sizt útlitið — minnir á Mick bróður hans. Til er llka heilmikið af fólki, sem er þeirrar skoöunar, að Chris muni koma sér áfram, aðeins af þvl að hann heitir Jagger. Sjálfur er Chris salla rólegur yfir þessu. Hann hefur engan áhuga á að láta bróður sinn hjálpa sér á framabrautinni eða likja eftir honum á nokkurn hátt. — Mick vill að ég bjargi mér sjálfur, segir Chris sem er 25 ára — og það hef ég líka alltaf ætlað mér. Þó get ég ekki sagt, að hann hafi ekki hjálpað mér eitthvað. Til hvers eru annars bræður? Ég hef ekkert á móti þvl aö fólk tali viö mig um Mick, ég er nefnilega likur honum. En venjulega umgengst ég hann ekki, þvi það er alltaf fullt af fólki kringum hann. Auk þess á ég mitt eigiö lif og hef frama minn að hugsa um. Vissulega getur komið fyrir, að fólk kaupi fyrstu plötuna mlna vegna nafnsins, en þá keypti það heldur ekki aðra, ef þvi fyndist hán léleg. Chris hefur ekki misst sjálfstraustið þótt bróðir hans sé stórstjarna. — Eg vil reyna sjdlfur og ef ég er nógu góður, hlýtur það að ganga. Chris er ótrúlega líkur bróður slnum. Hefur kannski ekki alveg eins stóran munn, en sama úfna hárið, sama manandi augnaráðið og brosið, sem alltaf er á andliti hans. Þegar hann var 16 ára, sigraði hann I keppni undir nafninu Laurie Yearham. Þar söng hann eitt af lögum Micks, „I’ ts all over now” og gerði það svo sann- færandi aö margir héldu, að þetta væri Mick sjálfur að leika sér. Vitanlega hefur Chris veriö undir áhrifum frá bróöur sinum á unglings- árunum. Rolling Stones urðu til, þegar hann var 14 ára, og þá var hann fyrir löngu oröinn venjulegur poppsjúkur ung- lingur. — Þegar ég var 12 ára, var ég alveg galinn I Chuck Berry, segir hann. Svo byrjuðu Stones, og það var svo sannar- lega eitthvað við þá. Maður vissi, aö þeir yrðu miklir, þót þeir væru ekkert sérlega góöir I byrjun. Svo urðu þeir frægir, og næstum allar svona hljómsveitir, sem komiö hafa fram sfðan, eiga þeim eitt- hvað aö þakka. 1 þann tlð sýndi Chris þess engin merki, að hann ætlaði að feta I fótspor bróöur - ins. Eins og svo margir bræður gera ósjálfrátt, vildi hann varöveita sjálfstæði sitt. Þrátt fyrir áhrifin frá Stones hélt hann áfram að lifa hæglátu lifi I útjaðri London. Þegar hann var búinn með mennta- skóla, fór hann i háskólann I Manchester, þar sem hann hugðist lesa leiklistarsögu. 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.