Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 30
Ódysseifur og menn hans vildu ekki Idta hafmeyjarnar glepja fyrir sér með söngvaseið. Hann lét binda sig við siglutréð, meðan siglt var fram hjd klettunum. HÚN situr á kletti við höfnina i Kaup- mapnahöfn, fagurlega sköpuð kvenvera með sitt hár og sporðfætur. Allir sæfar- endur, sem koma til Danmerkur, þekkja hana og elska. Hún er „Litla hafmeyjan” úr ævintýri H.C. Andersens. Hún er minnisvarði um þennan fræga son Dan- merkur. En hvers vegna skrifaöi H.C. Andersen um hafmeyju? Trúöi hann þvi, að þær væru til? Hann hefur þá ekki verið einn um það. Allt frá dögum Korn-Grikkja hafa menn i öllum heimshornum skrifað um, séð, trúað á, elskaö og óttast þessar sjávargyðjur. Sagnir eru til um italskar hafmeyjar, sem gifzt hafa mennskum mönnum, fætt þeim börn og i fyllingu timans fariö með þessi börn út i hafið til þess að lifa þar eða deyja. Frægasta þý/.ka hafmeyjan er hin undurfagra Lorelei, sem sat á klettum við Rin og greiddi hár sitt. Ilún varö Wagner tiiefni í óperu. Landkönnuðurinn Henry Hudson, sem á 17 öld leitaði að norð-vesturleiðinni, skrifaði i lerðabækur sinar: Fyrr i kvöld sá einn af áhöfninni halmeyju... annar kom upp og sá hana lika. Ilún var komin mjög nálægt skipinu og horfði stórum augum á mennina. Hegar hun kalaði altur, sáu þeir greinilega sporð hennar, sem liktist hnisusporði að lögun, en hreistrið var eins og á makril... Annar sæfari, Sir Richard Whit- bourne, sá i höfninni i St. Johns á Nýfundnalandi „undarlega veru, sem synti hratt i átt til min og horfði rannsak- andi á andlit mitt”. „Hafmeyjan” synti að litlum báti og tók höndunum um borðstokkinn. Ahöfn bátsins brá snöggt við og greip til vopna, Ðg einn sló hana i höfuðið með ár. Þá féll hún niður og hvarf, skrifar Whitbourne. Oldsiðar, i hollensku Vestur-Indium, sá skrifstofumaður nokkur hafmeyjar hvað eftir annað og skrifaði um þær. Ein lýsingin er á þessa leið: „Kvikindið var liklega hafmeyja. Hún var löng og mjó, likust skökkum ál i vextinum. t fjóra daga lifði hún á landi i tunnu, og öðru hverju hljóðaði hún, rétt eins og mús. Þá er til sögn frá Caithness i Norður- Skotiandi árið 1805. Skólastjóri þar skrifaði Times langt og itarlegt bréf: „Ég sá kvénveru sitja á kletti, sem gengur fram i sjóinn. Hún var að greiða hárið, sem var geysimikið og flóði um axlir hennar og bak. Ennið var ávalt og andlitið stórgert og kringluleitt, húðin rauð og augun blá. Hún sat þarna i þrjár til fjórar minútur, og mér fannst eins og hún væri afar slolt af hári sinu....” I>að varð uppi fótur og fit i London um Ui.'lO, þegar i egypska safninu var til sýnis dauð hafmeyja, mjög sannfærandi. Onnur kom i ljós 1858 og var tii sýnis i Spital- fields. Sérfræðingurinn Francis Buckland fór á stúfana og rannsakaði fyrirbærið. Hann komst aö þvi, að einhver svikari hafði saumáð saman þurrkaðan efri hluta apa og afturhluta hákarls! A 19. öld sáu margar hafmeyjar dagsins ljós, og það voru einkum japanskir sjómenn, sem fengu þær i net sin. Við rannsóknir kom alltaf i ljós, að þær voru heimatilbúnar og eintómt svindl. En hvar erum við þá stödd? t aldaraðir hafa menn sagt, að maður eigi að trúa sinum eigin augum og trúa engu fyrr en þeir sjái. Margir segjast hafa séð, en enginn hefur nokkru sinni náð hafmeyju, hvorki lifandi né dauðri. ' Náttúrufræðingar segja, að sækýrin, sem algeng er i hafinu við Austur-Afriku, se áú skepna, sem næst komist þvi að likjast hafmeyju. Hún er á stærð við manneskju, og kvendýrin eru oft lóðrétt i vatninu, þegar þau gefa afkvæmum sinum brjóstamjólkina, og útlimirnir eru ekki ósvipaðir mannshandleggjum. 1 hafinu við Suður-Ameriku er ekki ósvipuð skepna, Manatee, en hún hefur engin hár á höfðinu. Sækýrin er hins vegar með mikii og hrokkin veiðihár. Hár, sem fellur um axlir og bak þessara skepna, getur þvi varla verið annað en auðugt imyndunar- afl hjátrúarfullra sjómanna. En hvað sem öllum þcssum vangaveltum liður, verður hafmeyjan áreiðanlega enn um sinn hluti af lifinu á sjónum og ævintýrunum. 30

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.