Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 39

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 39
neitaði staðreyndunum. Hún kom i. „millimetralýðræði”, þar sem þess var krafizt, að báðir aðilar tækju á sig ná- kvæmlega jafnmikið af vinnunni. Hún segir, að eftir heilt ár hafi þetta loks geng- iö eins og þvi var ætlað: bæði bera jafn- mikla ábyrgð á hlutunum, og hann er orð- inn þaulvanur þvi, sem kallað hefur verið „kvenmannsverk”. Aö þessu verður eiginlega að dást, en það eru ekki margir, sem geta gert það sama. Margir byrja, en eftir þvi sem árin liða, minnkar hinn góði vilji. Ef litið er á hjón á aldrinum 30-40 ára, þá hefur allt umtal um jafnrétti kynjanna haft þar litla sem enga þýðingu. Slikt er eiginlega eðlilegt, þvi fyrir karlmenn á þessum aldri eru kenningar rauðsokk- anna hreint og beint persónuleg hótun, og I augum kvenna er þetta árás á lifsvenjur þeirra. Rauðsokkum hættir til að skamm- ast yfir hjónabandinu og þeim konum, sem lifa i þvi, og slikt kann ekki góðri lukku að stýra. Fólk viðurkennir ekki al- veg um leið, aö þaö hefi verið að gera vit- leysu alla sina ævi. Möguleikinn á þvi að breyta hlutunum er þarna liill, þegar sambúðin hefur gengið i mörg ár upp á gamla mátann. Að visu verða breytingar, en þær eru smáar, þegar tekið er tillit til þess, hve gamlir siðir það eru, sem á aö breyta. En það eru ekki hugmyndirnar, sem draga hlassið i jafnréttisbaráttunni, þær geta i mesta lagi stutt undir þróunina. Þaö eru framkvæmdirnar, til dæmis sú staðreynd, að æ fleiri konur vinna úti, og slikt á einna stærstan þátt i aö breyta hjónabandinu. Þegar konan er með i að vinna fyrir peningum þeim, sem heimilið þarfnast, ræður hún að sjálfsögðu einnig, hvernig þeim er variö. Og sem sjálfstæður neyt- andi fer hún að veita athygli ýmsu, sem hún velti aldrei fyrir sér áður. Það getur valdið vandamálum i hjóna- böndum, að eiginkonan verður sjálfstæð manneskja, það getur meira að segja leitt til skilnaöar, ef eiginmanninum finnst slikt árás á sig. En i flestum hjónabönd- um hafa báðir aðilar einungis gott af að svolitið losni um hina ströngu hlutverka- skiptingu kynjanna. Það á að semja, mætast á miðri leið. Þegar kona fer aö hugsa um hlutverk sitt, er hún venjulega á fertugsaldri, á mann, sem henni finnst ágætur, börn og heimili. Sliku fleygir maður ekki frá sér fyrirvaralaust. Skiljanlegt er, að margir bregðast illa við, þegar þeim er sagt, að lifsvenjur þeirra séu úreltar og nú eigi karl og kona að skipta meö sér hlutverkum eftir ein hverju kerfi. Þegar þannig hugmynda- fræði er þröngvaö upp á mann, setur með- ur sig ósjálfrátt I varnarstöðu. Viö högum tilveru okkar eftir þeim ramma, sem til staðar er, og þá tekur maður þvi ekki svo auðveldlega, aö einhver komi og vilji breyta þessu öllu saman. Við lögum okkur eftiraöstæöum. Ef við geröum þaö ekki, entist ekkert hjónaband lengur en að fyrsta rifrildinu um hvar stóllinn eða skápurinn eigi að vera. Annað lætur undan hinu, út frá þeirri skynsemis- reglu, áð annars gerist ekki neitt. Þaö erfiða er aö komast aö þvi, hvenær hver á að láta undan, þvi það má ekki vera sami aðilinn i hvert skipti. Það er samvinnan sem gildir, og það að geta séð málið frá sjónarmiöi hins. Allir, sem einhverntima hafa búið með öðru fólki, vita hvaö það getur verið erfitt. Einnig er um að ræða að þykja það vænt um aðra, að geta tekið á sig alla ábyrgð- ina, þegar hinn aðilinn er ekki fær um það. Konur eiga margt ólært i þvi sam- bandi. Viö erum aldar upp til þess að láta karlmanninn um allar ákvarðanir, og nú börmum við okkur mjög yfir þvi, en við erum heldur ekki allar færar um að axla byröarnar. Það er lika auðveldara að varpa henniyfir á annan. Þá hefur maður lika rétt til að gagnrýna eftir á. En karlmenn eru ekki alltaf sterkir og vitrir, og konur heldur ekki alltaf veikar og undanlátssamar. Það hefur komið i ljós á tiu ára timabili umræðna um hlut- verk kynjanna. Við erum sitt af hvoru til skiptis, og það á okkur að leyfast. Er ekki betra að leyfa hvort ööru að vera litil stundum, heldur en að vera si- fellt að rifast um það, hvort sé sterkari aðilinn? Það er að minnsta kosti mann- eskjulegra.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.