Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 23
Oft liggja skynsamlegar ástæður að baki ýmsu, sem við köllum hjátrú, en þær eru oft löngu gleymdar HVERS VEGNA forðumst við að ganga undir stiga, sem ris upp við vegg? Að sjálfsögðu höfum við stundum fullkom- lega skynsamlega ástæðu til þess, einkum ef efst i stiganum er maður að mála. Hins vegar er önnur skýring til á þessu, frá þeim timur, er „réttvisin” var fljótari á sér en nú er. bá áttu borgararnir það til að taka lögin i sinar hendur og biðu oft ekki eftir þvi, að afbrotamaðurinn væri handtekinn og leiddur fyrir rétt. Kaðal- spotti, hentugt tré og verkinu var lokið. begar þessir æstu forfeður okkar tóku að búa i tjorgum, varð þeim óhægara um vik. Tré uxu ekki á hverju götuhorni, svo þeir tóku að nota stiga i staðinn. Hann var reistur i snatri upp við næsta vegg, reip- inu brugðið um eitthvert efstu þrepanna, og aftakan fór fram. Fljótlegt var að fjar- lægja öll sönnunargögn, áður en verðir laganna komu á vettvang. Vegfarendur, sem leið áttu framhjá og áttu á hættu að verða ásakaðir um að reyna að bjarga þeim „dæmda” og fá hengingu eftir þvi, lærðu fljótlega að forðast alla stiga, sem risu upp að vegg, ef eitthvað skyldi vera i undirbúningi. bessi ástæða til að forðast stiga er að sjálfsögðu löngu gleymd, en trúin um ógæfu i sambandi við stiga er enn við lýði. Sumir kæra sig kollótta og þykjast ekki hjátrúarfullir, en gera þó sinar varúðar- ráðstafanir, ef þeir ganga undir stiga, til dæmis með þvi að krossleggja fingurna. Sums staðar er betra að hitta einhverjar skepnur fyrir, eftir að gengið er undir stiga. 1 Devon á maður að vera þögull sem gröfin, þangað til maður sér fjórfætt dýr. I Bath krosslegur fólk fingurnar þangað til það hefur séð fimm hunda! t sumum hlutum Wales er þetta enn flóknara. bar þarf til dæmis að halda fingrunum kross- lögðum, þar til maður hefur séð þrjá hunda og þrjá hesta, og þá verður lika að óska sér. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.