Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 44

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 44
— Þaö geri ég áreiðanlega, og þetta indæla sólskin... — Já, það er það. Hann leit á litaprufurnar, sem hún hélt á. Þér ætlið kannski að f ara að mála? — Já, en mér finnst þessir litir dálítið skrýtnir. Ég er að reyna að ímynda mér húsið bleikt, sægrænt eða lillablátt. — Allir nota þessa liti núna. Þér virðist ekki trúa því, en komið hérna út fyrir sog sjáið. Pósthúsið er svona Ijósgrátt með skærbláum gluggakörmum.... Hann greip vingjarnlega um handlegg henni og leiddi hana út á gangstéttina. Hann benti yfir götuna. — Sjáið, þarna er nýi bankinn, hann er íjós- grænn. Þarna er Ijósgult hús. Er þetta ekki bara fallegt? Janet starði. Hún hafði ekki tekið eftir því áður, en húsin voru máluð í fallegum pastellitum, sem hreinlega lýstu í sólskininu. Hún leit á lita- prufurnar, sem hún hélt ennþá á. Einn liturinn vakti athygli hennar öðrum fremur, og hún reyndi aðsjá Burnettia fyrir sér með bláar hæðir i f jarska og græn tré umhverfis. Hún var ánægð með það, sem hún sá. A leiðinni heim sagði hún Neil f rá hugmynd sinni. — Lillablátt? Hann var steinhlessa. — Ég veit nú ekki... — AAilli grænna trjánna og með hæðirnar í bak-. grunn held ég að það verði mjög fallegt. Janet var f astákveðin í að halda sig við þennan lit. Hann haf ði gefið henni frjálsar hendur hvað húsinu viðvék, og þá varð að gera eitthvað f yrir það að utan líka. — Ekki dökklilla eða fjólublátt, heldur dauf-ljós- lilla.... Það er eitt hús í bænum þannig á litinn. Hann stöðvaði bilinn, snéri við og ók aftur til bæjarins. — Við getum þá séð það strax. Tíminn skipti engu máli, en fyrst hann sýndi hug- myndinni áhuga, sleppti hún því að minnast á, að kveikja þurfti upp í ofninum, f járans ofninum, sem ekki vildi ennþá sættast við hana, og hreinsa græn meti og elda mat. Þau óku fram og aftur um bæinn, og skoðuðu falleg, nýmáluð hús. Þarna voru hvít, hús, græn, gul, Ijósblá og bleik. Neil gagnrýndi sum, hrósaði öðrum, en skyndilega hemlaði hann snögglega. — Já, svaraði hún rólega. Neil satlengi og starði þöguil á húsið. Hann reyndi að muna, hvenær Burnettia hafði síðast fengið málningu að utan, og hvernig hún hefði verið á lit- inn. Það hlaut að hafa verið léleg málning, eða þá að það var svo langt siðan, að sólin hafði upplitað hana alveg. — Lillablátt skal það vera, sagði hann loks ákveðinnn. — Með grænum gluggakörmum, og hurðum. Jæja, við skulum koma, konan í glugganum heldur áreiðanlega, að við höfum illt í hyggju. Kvöldmatnum seinkaði og Ray lét óánægju sína greinilega i Ijós. — Vertu ekki svona skapillur, sagði Neil pirraður. Ég viðurkenni, að það er min sök, en við vorum að skoða málningu í bænum og höfum ákveði að mála húsið hérna littlablátt að utan. Hvernig lízt þér á það? Dónaskapur, hugsaði Janet mædd. Hann er móðgaður yfir að vera ekki hafður með í ráðum. Hann segir áreiðanlega, að sér líki ekki hugmyndin, bara af því hann er svangur. Það reyndist svo. — Lillablátt! Láttu ekki eins og fífl, sagði hann stuttaralega. — Hvers vegna er það fíflalegt? Rödd Neils var hvöss. Við sáum svoleiðis hús í bænum, og það var fallegt. — Þetta verður það ekki, sagði Ray ákveðinn. — Hvernig veizt þú það? Það þarf að mála það, og það verður málað lillablátt, hvort sem þér líkar bet- ur eða verr. Það varð óþægileg þögn, og Janet beit á vörina. Hún vonaði, að bræðurnir færu ekki að rífast um þetta. Ray opnaði munninn til að segja eitthvað, gaut augunum á Janet, hann var viss um að hug- myndin var hennar, en yppti svo öxlum. Hún var ekki þess virði, að hann færi að rífast við bróður sinn hennar vegna. — Ég held að ég skreppi til Luke, tautaði hann, rauk á dyr og skellti á eftir sér. — Hvers vegna gat hann ekki borðað fyrst, matur- inn er tilbúinn, sagði Janet rólega, og snéri sér að Neil. Nú var það Neil, sem yppti öxlum. — Kærðu þig kollótta, sagði hann stuttlega. — Ray er dálítið bráðlyndur. Hann jafnar sig. Þetta var bara skap- vonzkukast eins og hann fær stundum. Janet settist í sæti sitt. Henni leið illa. Það var helzt að sjá, að svona köst væru í f jölskyldunni, og vonandi vendist hún þeim. Hvenær skyldi Neil fá kast og missa stjórn á sér næst? Hvað myndi hann þá gera? Hún roðnaði, er hún minntist þess, hvað hann hafði gert i síðasta reiðikasti. Hann virtist pirraður, og hún þorði ekki að tala meira um málninguna, en einbeitti sér að matnum og vonaði, að hann tæki ekki eftir því, að baunirnar voru ekki alveg soðnar.... Ef hann minntist á það, yrði hún lika reið og segði honum, að hún hefði ekki haft tíma til að sjóða þær lengur, af því hann var alltaf aðtala um, hvað hann væri svangur. Hún fann tárin svíða bak við augnalokin og átti í erfiðleikum með að kyngja matnum. Hún vissi það ekki, en þetta voru eftirköst, eftir langa ferðalagið frá Englandi og allt þetta nýja. Síðar um kvöldið, þegar hún sat ein framan við arineldinn, meðan Neil var inni á skrifstofunni, hallaði hún sér niðurdregin á einn sófapúðann og velti f yrir sér, hvort hún ætti ekki að fara leiðar sinnar. 6. kafli Hún var enn hálf niðurdregin morguninn eftir, þegar hún var að hreinsa öskuna úr arninum. Luke birtist og fann hana liggjandi á hnjánum, svarta af ösku upp fyrir olnboga. — Aha! Svona líta þá iðnar húsmæður út, sagði hann glettnislega. — Ég kom snemma því mér hef- ur verið sagt að kenna þér að aka bíl og mér datt í hug að þú hefðir kannske tíma núna, það er svo indælt úti í sólinni. En ég sé að þú ert upptekin. Neil hafði sannarlega ekki látið það bíða lengi, að 44

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.