Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 20
vatni frá Bandarikjunum, og það var 202 milur. Hann bætti það um 14 milur mánuði siðar. Þá sneri hann sér að landi, og takmark hans var að slá bæði metin, á landi og vatni sama árið. Landmetið, sem Bretinn John Cobb átti þá og setti 1947, var 392 milur. bað munaði minnstu aö illa færi, þegar Donald reyndi við það met. Hann var á 325 milna ferð, þegar billinn lét skyndilega ekki að stjorn, spann og þeyttist upp i loftið. Þegar hann kom niður aftur, voru bæði hjólin undan hægra megin og hliðin aö mestu úr. Donald sjálfur slapp með illa skemmt eyra og enn eitt höfuðkúpubrot, og var einkar heppinn að halda lifinu. En þetta gérði hann bara enn ákafari i að ná tak- markinu en áður. Og hann náöi þvi. Arið 1964 setti hann nýtt hraðamet, 403 milur, og sama árið vatnshraðamet, 276 mflur. Nú heföi hann átt að vera ánægður, en svo var þö ekki. Hann hvildi sig varla óður en hann fór að reyna að slá met sitt á vatni. Það gerði hann snemma morguns þann 4. janúar 1967 á Conistonevatni i Lancashire, þar sem hann hafði áður gert margar tilraunir. Bátur Donalds, „Bluebird”, var knúinn þotuh'reyflum, sem notuðu tvö tonn af lofti á minútu. Þá komst Donald upp i 320 milur. Hann reyndi aftur og var kominn á 328 milna ferð, þegar ijóst var, að eitthvað var ekki eins og þaö átti að vera. Framendi báts- ins reis of hátt. Einhver á bakkanum kallaði til Donalds að taka fótinn af bensininu, en auövitað heyröi hann það ekki. Andartaki siðar lyftist „Bluebird” 50 fet upp úr vatninu og snarsnerist i ótal hringi, áður en hann féll aftur niður, örskammt frá bát, sem lá við akkeri við brautarendann. Þar lézt Donald Camp- bell, aðeins sekúndubrotum frá þvi tak- marki að fá staðfest heimsmet yfir 300 milur. Sir Malcolm Campbell og sonur hans voru sannkallaðar „miluætur”. Þeir lifðu fyrir hraða og Donald dó fyrir hann. Þeir tóku báðir mikla áhættu og færðu margar fórnir. Hvers vegna? Verk þeirra leiddu af sér heilmikinn fróðleik til handa bilsmiðum og skipa- smiðum, en það var ekki ástæðan fyrir hraðaþorsta þeirra, heldur sú meðfædda hvöt, sem margt fólk hefur, að komast hærra, dýpra, lengra eða hhaðar en nokkur hefur áður gert. Bílbátur Donalds eftir slysið og að neðan er teikning af bíl, sem hann ætlaði að láta smíða, hefði hann lifað. Hann átti að hafa þotuhreyfil. 20

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.