Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 26
á borðum Fiskur ætti að vera á matseðlinum að minnsta kostí tvisvar í viku, frosinn eða nýr. Hér eru fjórar uppskriftir með tilbreytingum fró því venjulegasta. Fiskrúllur 500 gr. fiskflök, 100 gr. sterkur ostur, 100 gr. rasp 2 egg, 1 laukur 2 msk söxuð steinselja ólifuolla salt, pipar oregano ef vill Skerið fiskinn i mátulegar sneiðar, ekki of þykkar. Saxið laukinn og látið hann krauma um stund i olíu. Ef einhverjir bitar hafa orðið afgangs af fiskinum, þá skerið þá smátt og setjið með lauknum, ásamt raspinu og steinseljunni. Látið allt malla við hægan hita og setjið ostinn, skorinn ilitla tenninga i undir það siðasta. Blandið þessu vel saman, og leggið siðan slatta af maukinu á hvert fiskstykki, rúllið það upp og festið saman með tann- stönglum. Búið til blöndu úr 80 gr olfu, 3 msk sjóðandi vatni, safa úr 1/2 sitrónu, 1 msk steinselju og svolitlu af oregano. Hellið þessu yfir fiskrúllurnar i eldföstu fati og stingið inn i 200 stiga heitan ofn, þangað til fiskurinn er tilbúinn. Berið soönar kartöflur með og gjarnan grænt salat. Þorskpottur Þessi réttur er jafn góður, hvort sem hann er gerður úr nýjum eða frosnum fiski. Að visu er fljótlegra að nota nýjan þorsk, en hitt er heldur ekkert seinlegt. Um 450 gr. þorskur, 1 stór púrra, 1 tesk. karrý, 2 meðalstór epli, 1 tlós tómatar 1 1/2 tesk salt, 1/2 tesk timian Skerið fiskinn i sneiðar, hreinsið og skolið púrruna og skerið siðan i strimla og látið krauma með karrýinu i svolitlu smjörliki. Afhýðið eplin, takið kjarnana úr og skerið þau i báta. Setjið allt i pott, látið malla undir loki i 15 min., ef fiskurinn var frosinn, en 10 min ef hann var nýr. Borið fram með soðnum kartöflum. 26 t 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.