Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 38
Hvort d að ráða / I t A i njona- bandinu? Að sjálfsögðu bæði. En þa nnig er það ekki í flestum hjónaböndum. Annar aðilinn er yfirleitt sterkari. JAFNVEL fyrirmyndareiginmaður á það til að fleygja frá sér óhreinum sokkum, og þaö kemur lika fyrir að eiginkona i rauð- um sokkum tekur þá upp og sér ekki fyrr en eftir á, hvað hún var að gera. t>á rifast þau svolitið, en komast svo að þeirri niðurstöðu, að bæði hafi gert vitleysu, þvi liklega séu þau þroskaö fólk og vilji hafa jafnrétti i öllu lifinu. En þetta verður ekki eina skiptið. Það verða fleiri sokka-rökræður og fyrir kem- ur, aö hann slær i borðið og fer að tala um, hver sé húsbóndi á heimilinu, og hún ann- að hvort æsir sig heilmikið upp — eða nýt- ur þess þegjandi að láta ráða yfir sér. Viö erum nefnilega svolitið föst i venj- um forfeðranna, miklu íaslari en við höld um. Það er ekki auðvelt að varpa fyrir róða llfsskoðun margra kynslóða, alls ekki fyrir okkur, sem flest erum alin upp við það, að pabbi sat við enda borðsins og mammu stóð i eldhúsinu. Að visu tölum við einhver óskiip um, hvað við séum frjálslynd, en kenning er eitt, framkvæmd dálltið annað. Fólk heldur að það lifi eftir einhverri hugmyndafræði, en bregzt oft þveröfugt við hlutunum. Þá kemur til sögunnar það sem við lærðum i bernsku og æsku, til dæmis afbrýðisemi. Þá eru það tilfinn- ingarnar sem ráða, og eins og flestir vita, láta þær illa að stjórn, og ef fólk vill fyrir hvern mun lifa eftir hugmyndum sinum og hugsjónum, verður að berjast við til- finningarnar. En þar sem slikt er ekki sársaukalaust, gefast margir upp. Ein þeirra, sem ekki gafst upp, er rauð- sokkan Susanne Giese. Hún hefur skrifað bókina ,,Þess vegna þarf konan að berj- ast”, þar sem hún segir frá eigin reynslu i baráttunni við að láta sambýli samræm- ast kenningum. Kliginmaðurinn var reiðu- búinn, en samt fór það svo, eins og i flest- um hjónaböndum: það fæddist barn, og ábyrgðin valt þegjandi og hljóðalaust yfir á móðurina, Susanne Giese. 1 þessari aðstöðu horfast flestar konur i augu við staðreyndirnar og taka við barn- inu, þvl það er enn meira þreytandi að rif- ast á hverjum degi. En Susanne Giese 38

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.