Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 10
tak og hermaður kom eftir götunni. Hann sá konuna, sem reif og sleit i pilsið sitt og peningana, sem skoppuðu i göturæsinu. — Get ég aðstoðað? spurði hermaðurinn. — Lyftu fyrst upp grindinni, pilsið mitt er fast... — Andartak, svaraði hermaðurinn og losaði siðan pilsið og skömmu síðar varð nornin laus. — Lokaðu bara strax aftur, sagði hún i flýti. — Nei, nei, hleyptu okkur út, hrópuðu Mina og Matti niðri i brunninum. — Hvað í ósköpunum eruð þið að gera þarna niðri, vildi hermaðurinn vita. — Við áttum að sækja skrinið, nornin sagðist eiga það, svöruðu börnin. — Nornin? sagði hermaðurinn og varð eins og spurningamerki i framan. Hann leit skilningssljór á konuna, sem brosti eins fal- lega og hún gat til hans. — Og þegar við vorum búin að ná i skrinið, hélt Mina áfram, — þá lokaði hún okkur niðri. En pilsið hennar festist svo hún varð að toga i það til að Iosna. Þá opnaðist skrinið og gullpeningarnir ultu niður i brunninn. — Gullpeningar í brunn- inum? Nú varð hermaðurinn ákafur. Hann lyfti Minu og Matta upp og flýtti sér svo að klifra niður til að athuga þetta nánar. — Ég á þessa peninga, ég á þá, veinaði nornin og þaut á eftir niður i brunninn. Börnin stóðu og horfðu á eftir þeim. En þá heyrðu þau eitthvert hljóð fyrir aftan sig og litu við. Það var þá tröllkarlinn kominn. — Hver rænir gullinu minu? drundi i honum. — Nornin og hermaðurinn, svaraði Matti. Og tröllið klifraði sömu leið og hin niður i brunninn. — Ég sem hélt, að ég hefði fundið almennilegan felustað, stundi hann á leiðinni. — Ég á alveg eins mikið i þessum peningum og þú, mót- mælti nornin. — Við höfum bæði safnað þeim með göldrum, en þú ætlaðir að svíkja mig og fela þá. — Þetta eru peningarnir, sem var stolið frá kónginum, sagði hermaðurinn. — Ég þekki þá, þvi þeir eru merktir með mynd af kónginum. Ef ég fæ ekki þriðja hlutann, sæki ég lögregluna. — Uss, sagði tröllið, — Við skulum skipta. — Ég vil fá helminginn, svo getið þið skipt með ykkur hinum helmingnum, sagði nú hermaðurinn. — Uss, viltu að öll gatan heyri til okkar, þrumaði tröll- karlinn. —, Þú færð þriðja hlutann. — Ég vil fá helminginn! — Komdu, sagði Matti við Minu. — Hjálpaðu mér að setja grindina yfir, þá geta þau verið þarna niðri og skipt gullinu eins og þau vilja. Þeim tókst að koma grind- inni yfir brunninn og rétt á eftir, birtist andlit hermanns- ins neðan undir. Hann hamaðist i grindinni. — Sleppið mér út, krakka- skammir, annars verðið þið flengd! — Flengdu heldur Iög- regluna, svaraði Matti. Svo hlupu börnin að næsta simaklefa og hringdu til lög- reglunnar. Ekki leið á löngu þar til lögreglu- og brunabilar voru komin á vettvang og allt fylltist af mönnum I einkennisbúningum. Fólk dreif að úr öllum áttum til að sjá, hvað um var að vera. Meira að segja amma kom á vattvang. — Hvað hafið þið nú verið að aðhafast? spurði hún áhyggjufull. — Við gerðum ekkert, kölluðum bara á lögregluna, svaraði Matti stoltur. — En ég er búin að segja ykkur, að slikt megið þið ekki gera, sagði amma. — Já en við urðum að gera það. Við náðum nefnilega trölli, norn og hermanni, sem ætluðu að stinga af með peningana kóngsins. — Almáttugur minn! var það eina, sem amma gat sagt. Ljósmyndarar komu og vildu fá myndir af Minu og Matta i blöðin og blaðamenn skrifuðu um þau. Eftir mikið bras náði lögreglan grindinni af brunninum og ætlaði siðan að fara með nornina, tröllið og hermanninn upp i lögreglu- bilinn. En þá festist pilsið nornarinnar aftur og hún varð að vera þarna meðan lög- reglan ók burt með tröllið, hermanninn og peningana. Hún reif og sleit i pilsið, en komst ekkert. Bráðlega komu þó fleiri lög- regluþjónar og höfðu með sér skæri og klipptu sundur pilsið, svo þeir gætu tekið nornina með sér. — Þið fáið áreiðanlega fundarlaun, sögðu þeir við börnin. — Þau eiga það ekki skilið, sagði amma. — Ég bað þau að koma beint heim aftur og vera ekkert að slóra á leiðinni. — Það var ekki okkur að kenna, mótmælti Mina. — Það Framhald á bls 46 10

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.