Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 25
lúskrókur Hakkað buff með tilbreytingum Parisarbuff 1/2 kg hakkað nautakjöt, smjörllki, 1 meðalstór laukur, 4 sneiöar súrar rauðrófur, 1 msk. kapers, 4 franskbrauðssneiðar, 4 eggjarauður, steinselja grænt salat. Mótið buffin svolitið flatari en venjulega, svo gott pláss verði ofan á þeim. Steikiö þau I smjörliki og hafið þau svolitiö hrá i miðjunni. Munið að hafa góðan hita og snúið buffinu, um leið og safi fer að vætla úr þvi. Saxið lauk, kapers og rauðrófur. Steikið brauðsneiðarnar á pönnunni á eftir buffinu. Leggið buffin siðan ofan á heitt brauðið og það saxaða ofan á buffin. 1 litla holu er svo hrá eggjarauða sett ofan á allt saman rétt áður en boriö er fram. Steinselja klippt yfir og skreytt i kring með salatblöðum. e Eftirlætisbuff Það eru venjuleg steikt buff meö epla- graut eða eplamauki úr dós. Gott er að skafa piparrót yfir og skreyta meö þunnum sneiðum af eplum með rauðu hýði. Sterk sósa með kinverskri soju er borðuð með — og rúgbrauð meö smjöri er stórfint með. e e Ostgratineruð buff 150 gr bacon, 1/2 kg nautahakk, smjörlíki, salt, pipar, 8 sneiðar mildur ostur, 1 dós tómatar, grænar baunir, kjötsoð kinversk soja. Brúnið fyrst baconsneiðarnar og haldið þeim heitum. Mótið buffin flatari en venjulega og steikið þau brún og hörö, en þó hrá aö innan. Látið renna af tómöt- unum á meðan og hitið þá í smjörliki eða oliu og hitið einnig baunirnar. Rétt áður en boriö er fram, eru lagðar tvær ost- sneiðar á hvert buff og þeim stungið inn i ofninn, helzt I eldföstu fati, i nokkrar minútur við góðan hita, þangaö til osturinn er bráönaður. Siðan er þessu raöað eins og myndin sýnir. Soðið er af pönnunni með kjötsoöi, sem bragðbætt er með salti, pipar og kinverskri soju. Auk þess eru soðnar kartöflur hafðar meö. Tómatrönd með buffi 3/4 1 tómatsafi, salt, pipar, ensk sósa, 10-12 blöð matarlim, remulaðisósa 8 litil buff úr 1/2 kg nautahakki Salat og steinselja Bragðbætið tómatsafann með kryddi og ef til vill tómatsósu, ef hann er daufur og blandið uppleystu matarllminu saman við. Hellið i hringform og látið stifna. Setjið dálitiö af þeyttum rjóma saman viö remulaðisósuna og þegar röndinni hefur verið hvolft úr forminu, er sósan sett i miðjuna og buffunum raöað utan meö. Skreytið með steinselju og salatblöðum. Hakkað buff er góður matur, einkum þegar sósan er góð og ekki of þykk og laukurinn er bæði i henni og ofan á buffinu. En það er hægt að breyta svolitið til i þessu efni sem öðru. Hér eru fjórar tillögur. 25 ♦ I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.