Heimilistíminn - 04.07.1974, Side 9

Heimilistíminn - 04.07.1974, Side 9
þegar þið eruð búin að hjálp; mér upp, sagði röddin. Þau beygðu sig og tóku i öllum kröftum til að lyftí grindinni og loksins tókst það Svo hjálpuðu þau konunni upi úr brunninum. Hún var litil og horuð og afskaplega hrukkótt Fötin voru i tætlum og húr liktist mest af öllu norn. — Þökk fyrir hjálpina, kæri börn, sagði hún smeðjulega — Nei, nú gleymdi ég þvf sem ég var að sækja þarna niður. — Hvað var það? spurði Mina. — Skartgripaskrinið mitt. Ljótur tröllkarl stal þvi frá mér og faldi það niðri á botni brunnsins, svaraði nornin, þvi að hún var norn. — Ég ætlaði að flýta mér og sækja það, meðan hann var i bænum, en þegar ég var komin niður, datt grindin yfir og ég lokaðist innj. Þess vegna kallaði ég á ykkur. Ég var hrædd um að losna ekki fyrr en karlinn kæmi til baka. — Hvar er skrinið? spurði Matti. — Á ég að sækja það? Hann var alltaf til i að lenda i ævintýri og þetta fannst honum svo sannarlega vera ævintýri. — Þá verðið þið að hjálpast að, því það er þungt, sagði nornin. — Við björgum þvi, svöruðu börnin i kór. Þau voru ekkert að hugsa um, að fötin þeirra yrðu óhrein niðri i brunninum, heldur fóru niður. — Hér er skrinið, hrópaði Mina. Þau tóku hvort i sitt handfangið. — úff, það er þungt, stundi Matti. — Hún hlýtur að eiga mikið af skartgripum. Þau rennsvitnuðu við að koma skrininu upp úr brunninum og loks náði nornin i og togaði. Þegar skrinið var komið upp, ýtti hún við grindinni, svo hún datt yfir brunninn og nú voru það Mina og Matti, sem voru lokuð inni. — Þið getið setið þarna, svo tröllkarlinn springi ekki af reiði, þegar hann kemur aftur. Tröll eru hrifin af peningum, en þau eru ennþá hrifnari af börnum, sérstaklega með sinnepi og tómatsósu. Hún bjóst til að leggja af stað með skrinið, en komst ekki, vegna þess að pilsið hennar var fast i grindinni. Hun togaði og togaði, en þá missti hún skrinið, sem hrökk upp svo gullpeningarnir ultu út um allt. Nokkrir þeirra duttu niður um rifurnar i grindinni og aftur niður á brunnbotninn. Nornin varð svo reið, að hún hvæsti. En þá heyrðist taktfast fóta- 9 L

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.