Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 43

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 43
— Ekki þrasa um það, Janet! Ég held, að Luke sé betri kennari, hann er þolinmóðari. Ég skal tala við hann. Frá hans hálfu var málið útrætt, og Janet leizt ekki á svip hans, svo hún áræddi ekki að segja meira um það. Hann kinkaði kolli til hennar og fór út, en hún sat eftir og teiknaði strik á dúkinn með nöglinni. Þetta var heimskulegt, en henni fannst fallinn skuggi á tilveruna. Sumir nágrannanna gátu ekki beðið þar til þeim var boðið til Burnettia og fóru að koma með þeirri afsökun, að þeir þyrftu að tala við Neil um eitthvað og f rétta af ferðalaginu, en það var Janet, sem dró þá að. Auðvitað voru allir forvitnir og vildu athuga þessa ensku stúlku, sem Neil hafði kvænst á svo rómantískan hátt. Henni fannst hún kannast við. sum andlitin, og þá spurði hún: — Sjáumst við ekki daginn, sem ég kom? Þá var skipzt á brosum, og allir voru ánægðir. Þessar heimsóknir truf luðu bæði hana og Neil við vinnuna, og henni fannst leitt að hafa ekki tíma til að gera heimilislegra í húsinu. Það hafði verið svo mikið að gera við að strauja skyrtur og elda mat. En svo sá hún, að þesar leiðinlegu skyrtur tóku allan tíma hennar, og þá vafði hún þær sem eftir voru saman, tók sóp og tusku og fór inn í dag- stofuna. Hún burstaði rykið af veggjunum og sópaði burtu skúmi, bar út öskuna úr arninum og f jarlægði dagblöð og drasl af gólf inu og stólunum. Stórar krukkur með krókusum lífguðu upp á grámann. Þeir sem vanir voru að sjá Burnettia eins og húsið var eftir dauða frú Stonham, hugsuðu ekki um þetta, en Janet leið illa yf ir þessu og vonaði að hún gæti sýnt þessu fólki, að hún væri dugleg húsmóðir, þótt hún væri ung. Neil tók hana með sér út í skála vinnumannanna og kynnti hana fyrir þeim f jórum, sem voru fast- ráðnir hjá honum. Allt voru þetta stórvaxnir, veðurbitnir menn, sem gnæfðu yfir hana, er þeir tóku i hönd henni. Þarna var Jim, sem rannsakaði hana frá hvirfli til ilja, og henni varð þegar illa við hann. Alfred var duglegur til vinnu, en svo til- f inninganæmur, að erf itt vað að komast hjá því að særa hann í daglegu tali. Sá þriðji var Bluey, rauð- hærður og freknóttur, Hann brosti sínu breiðasta svo skein í brotna tönn. Loks var það Nick. AAeðan Janet var að heilsa þeim, kom einn til við- bótar gangandi. Hann var gamall, með sítt, hvítt alskegg, og það fyrsta sem Janet datt í hug, þegar hún sneri sér að honum var: En dásamlegur jóla- sveinn! Þegar hann tók ofan slitna derhúfuna, af- hjúpaði hún heil ósköp af hvítu hári. — Þetta er Casey. Hann vinnur hjá Luke. Neil brosti til gamla mannsins. Þú hlýtur að eiga frí í dag, Casey. — Passar, svarði Casey alvarlegur. Ég kom yfir til að sjá konuna þína. Luke talaði um hana i allt gærkvöldi og sagði, að það væri allt í lagi með hana. AAér f innst það líka, skal ég segja þér. Janet hló og roðnaði og fannst hún skelf ilega fá- fróð, þegar hún hlustaði á samræður mannanna. Hún reyndi að hugga sjálfa sig með þvi að hún gæti ekki búizt við að skilja allt um leið. Hún skoðaði allt sem henni var sýnt af áhuga, fastákveðinn i að gera þetta líf að sínu, eins f Ijótt og mögulegt væri. Landslagið féll henni þegar vel í geð. Þegar Neil ók henni til bæjarins, daginn eftir, gafst henni tæki- færi til að lita í kringum sig, og henni fannst ekki eins eyðilegt og í fyrstunni, þegar hún var á leiðinni til Burnettia. Einhvern tíma, hugsaði hún, f innst mér þessi leið til bæjarins ekki nokkur hlutur. Ég ætla að læra að aka bæði fólksbilnum og jeppun- um, svo ég geti bara skroppið, þegar mér sýnist. ö, þetta er allt svo innilega ólíkt því, sem ég er vön. Hún leit á Neil, sem sat við hlið henni með stein- cíauða pipu milli tannanna. Skyldi hún nokkurn tíma læra að skilja þennan mann? Hann kynnti hana fyrir fjölda fólks, rétti henni hennar eigið ávísnahef ti og lét henni ef tir að verzla. Hann sagðist sjálfur þurfa að tala við lögfræðing sinn. Þegar hún var búinn að útvega sér allt á langa listanum, sem hún var með, gekk hún um í stóra vöruhúsinu, leit löngunaraugum á gardínuefni, en sá að ekki þýddi að kaupa neitt af þeim, f yrr en búið væri að mála veggina og loftin. Nýjar gardínur strax yrðu bara til þess að enn meira bæri á, hvað herbergin voru illa útlitandi. Hún gekk að borði, þar sem litaprufur lágu í hrúgum, og athugaði þær vandlega. Hún reyndi að ímynda sér, hvernig Burnettia myndi líta út að utanverðu, ef húsið yrði málað. Afgreiðslumaðurinn spurði, hvort hann gæti aðstoðað og hún sagðist bara ætla að skoða þetta. — Ég heyri á hreimnum, aðþér hafiðekki verið hér lengi, sagði hann, og Janet hló. — Þrjá daga, viðurkenndi hún. — Hvað? Þér eruð þó ekki frú Stonham? Konan hans Neils? Er það? Hún kinkaði kolli og hann geislaði og greip um hönd hennar. — Við höfum heyrt svo mikið um yður. Ég er viss um, að þér kunnið vel við yður hjá okkur. 43

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.