Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 19
Sonurinn, Donald Campbell árs að aldri, og sigraði auðveldlega. Það var mótorhjólakeppni. t hernum fékk hann áhuga á flugvélum og varð flugmaður i konunglega flug- hernum. En hraði i lofti var honum ekki eins mikil ánægja og hraði á landi — og siðar á vatni og eftir striðið, þegar hann kom niður á jörðina aftur, beindist allur áhugi hans að fjórhjóla farartækjum, i stað tveggja hjóla áður. Hann vildi nú fremur keppa við klukkuna en lifandi keppinauta. Hann hafði tekið methraða- bakteriuna. Malcolm Campbell varð frægur á árunum upp úr 1920. Árið 1922 var hraða- metið á landi 135 m/klst, en árið eftir kom Campbell þvi upp i 146 m/klst. Arið 1925 jók hann það upp i 150 m/klst, og næstu sex árin gekk metið fram og aftur milli Campbells og annars Breta, Henrys Seagrave, þar til 1931, að Campbell náði 246 m/klst. Þetta var tvöfaldur áfangi i lifi hans: i fyrsta lagi nýtt met, og i öðru lagi var hann aðlaður fyrir þjónustu sina við föðurlandið. En Sir Malcolm átti eftir að fara enn hraðar. 1933 ýtti hann metinu upp i 272 m/klst, og 1935 náði hann 301 m/klst. En nú hafði hann fengið meiri áhuga á heims- AAyndin er tekin á því augnabliki, sem bátur Donalds flaug upp af vatninu. Donald lét þar lífið. metinu á vatni, og ákvað að verða fyrsti maður til að komast yfir 150 milna hraða á þeim vettvangi. Hann gat það ekki, en 142 milna met það, sem hann setti 1939, stóö óhagganlegt til 1950. Sir Malcolm lézt árið 1948, en hann var trúr ástriðu sinni til dauðadags. Aðeins mánuði fyrir andlátið var hann sektaður um eitt pund fyrir að aka of hratt i Hyde Park i London. Sir Malcolm átti son, Donald, sem fet- aði i fótspor hans. Donald, sem fæddur var 1921, hafði alltaf dáð föður sinn, og þeir áttu sameiginleg áhugamál, einkum þó hraðaástriðuna. Donald átti mótorhjól, þegar hann. var .18 ára, og ók bium föður sins hvenær sem tækifæri gafst. Hann höf- uðkúpubrotnaði tvisvar á einu ári, er hann velti mótorhjólinu. Eini verulegi munurinn á Donald og föður hans, hvað hraðann varðar, var sá, að Donald hafði frá upphafi mestan áhuga á hraða á vatni. Hann varð frægur 1955. þegar hann endurheimti heimsmetið á 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.