Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 15
gan ÞIN VEGNA... Skrípaleikurinn varð að taka enda núna....það skynjaði hún með hverri taug líkamans... HELLE STRÖM og ung dóttir hennar, Martine, voru að ljúka við morgunverð- inn, þgar dyrabjallan kvað við. Martine fór fram og opnaði fyrir þreklega vöxn- um, miðaldra manni, sem hneigði sig kurteislega fyrir henni og sagði brosandi: — Nafn mitt er Olav Strange. Haldið þér, að móðir yðar muni vilja taka á móti mér? Martine brosti við honum og svaraði: — Það vill hún áreiðanlega, hún hefur oft talað um yður. Gjörið svo vel að koma inn. Þegar Olav Strange kom inn i stofuna, starði Helle Ström fyrst á hann, en siðan lifnaði yfir svip hennar. — Olav! hrópaði hún upp yfir sig. — Þú sérð það liklega. — Svo sannarlega — þú hefur þó ekkert breytzt. Ef lil vill eitthvað farinn að grána i vöngum, en ekkert að öðru leyti. Mar- tine, þetta er sem sagt Olav Strange, sem ég hef vist stundum minnzt á við þig. — Já, það hefur þú gert. — Æskuvinur, sjáðu til. Bæði minn og föður þins. — Þetta er stór og myndarleg dóttir, sem þú átt þarna, Helle, sagði hann. — Svona, setztu nú niður, við ætluðum að fara að fá okkur kaffibolla. Náðu i bolla i viðbót, Martine. Það gerði Martine fljótt og fúslega, hellti i bollana og sótti heimabakaðar smákökur. — Það var svo sannarlega fallegt af þér að lita inn, sagði Helle Ström. Það er orðið talsvert iangt siðan við höfum sézt, en... jæja, þegar viö sitjum svona saman, þá er eins og árin hverfi. Hann kinkaði kolli og leit á hana. Það var biiða og hlýja i augnaráði hans. Hon- um fannst i raun og veru hann verða nokkrum árum yngri, þar sem hann sat og horfði á hana. Ilm fjarlægra, ungra sumardaga lagði fyrir vit hans, en... það var honum ekkert undrunarefni. að hon- um skyldi vera svona innanbrjósts. Hann hafði aldrei getað gleymt henni, en engu að siður var honum talsvert brugðið yfir þvi, að hún skyldi enn búa yfir sinum óviðjafnanlega töframætti. — Já, Helle, sagði hann lágri röddu, og varð niðurlútur — mér datt það sem sagt allt i einu i hug að heimsækja þig aftur. — Það var fyrirtaks hugmynd, sagði hún bliðlega. Ég hef svo oft hugsað um þig- — Hefur þú gert það? — Já...hvernig hefur þér gengið? — Heilsan er fyrsta flokks, og viðskiptin ganga vei, svo að ekki þarf að kvarta. — Það þykir mér vænt um að heyra, Olav. Og eftir stutta þögn hélt hún áfram: — Ert þú kvæntur? Hann leit hvasst á hana. — Nei, ég kvæntist aldrei. Hún fann. að eitthvað lá á bak við þessi orð, og henni hlýnaöi um hjartaræturnar. Hún var farin að gera sér ljóst. hvers vegna hann var kominn. — Já, Olav, timinn hefur liðið, og margt hefur gerzt. Þú veizt liklega, að ég er orð- in ekkja? — Ég vissi þaö. Ég las i blöðunum um andlát Eyvind Ström, yfirlæknis. Hann fékk mikil og góð eftirmæli. Það eru vist bráðum tvö ár siðan, ekki satt? — Jú, svaraði hún stuttaralega. Afsakaðu. þú kærir þig liklega ekkert um að tala um þetta? — Mamma hefur ekki það minnsta á móti þvi. sagði Martine — við tölum svo oft um hann pabba. Helle Ström sendi dóttur sinni ástúðlegt augnaráð. — Nei, alls ekki Olav. Mér finnst ekki, að maður eigi aö svikja þá látnu með þvi að þegja um þá. Já, hann var mikilmenni. Dáður og elskaður, bæði i sjúkrahúsinu og á heimili sinu. Við erum ennþá að fá bréf frá þakklátum sjúklingum. Hann var lika yndislegur faðir, ekki satt, Martine. — Jú, mamma. —- Og sv.o skemmtilegur. Það var dá- samlegt að heyra hann halda ræður i samkvæmum. Manstu eftir fermingunni þinni, Martine? — Já, mamma. — Það hlaut að verða tómlegt, þegar siikur maður var farinn — sérstaklega i tómu villunni, svo að við fluttum inn i þessa litlu ibúð, en það er ennþá svo ótal margt. sem minnir á þá tið, stundum finnst okkur,eins og hann sé mitt á meðal okkar, ekki satt Martine? — Jú, mamma. Unga stúlkan leit á armbandsúrið sitt og reis siðan á fætur. — Ég ætla að hlaupa núna, mamma, ég á nefnilega stefnumót. — Gerðu það bara, góða min. Þegar útidyrnar lokuðust að baki Martine, leit Olav þungbúinn fram fyrir sig. — Það er vist bezt, að ég fari lika að koma mér, Helle. Þakka þér fyrir kaffið. — Hvað.liggur á? Sittu stundarkorn hjá mér. Kveiktu þér i vindlingi, gjörðu svo ,vel'. Þú ætlar þó ekki að fara aö segja mér. að þú sért hræddur við að vera ein- samall með mér hérna? Þaðkom fjörglampi i augu hennar. Hún var blátt áfram ungleg aftur. — Nei, en.... — Þér lá kannski ekkert sérstakt á hjarta? — Jú...nei....ég veit ekki. — Segðu það bara. Nú erum við þó alein. Hann leit á hana. Hann sá breytinguna. Það hafði verið einhver spenna i fram- komu hennar, meðan dóttir hennar hafði verið viðstödd. Hún leit miklu frjálslegar og ánægðari út. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.