Heimilistíminn - 04.07.1974, Síða 45

Heimilistíminn - 04.07.1974, Síða 45
tala viö hann, hugsaði Janet. Hann var víst feginn aö sleppa sem fyrst við þá fyrirhöfn að aka henni til bæjarins. Hún strauk sér þreytulega yfir ennið og hendin skildi eftir svarta rák. Þá sá hún að Luke horfði spyrjandi á hana og stóð upp. Hún var þegar komin í léttara skap við tilhugsunina um að læra að aka bíl. — Nei, ég er ekki svo uppekin , að ég hafi ekki tíma til þess, svaraði hún. — En þú verður að bíða, þangað til ég er búin hér. Gefðu mér kortér, ég hef verið á fótum síðan klukkan sex og hef gert heilmikið. — Kortér er f ínt, þá næ ég að drekka te. Það var svo kalt í morgun, að ég er ekki orðinn heitur ennþá. Það var meira að segja hrím á jörðinni. Janet brosti við tilhugsunina um hrímið. Að vísu var það satt, að það hafði verið svalt og dálítil dögg á grasinu, áður en sólin kom upp, en borið saman við það hrím, sem hún var vön, var þetta ekkert til að minnast á. En hún sagði það ekki, ekki einu sinni við Luke. Henni hafði þegar lærzt að fara varlega i samlíkingum sínum. Þegar Ray hafði komið inn, kvöldið áður, hafði hann sagt, að úti væri þétt þoka og Janet svaraði þegar: — Kallið þið þetta þoku? Þá ættuð þið að sjá þok- una í Englandi. Hún hafði fengið eitthvert — puff, að launum og það sagði henni betur en orð, hversu lítið hann trúði henni. — Hvar er Neil? kallaði Luke úr eldhúsinu. — Gti á túni einhvers staðar. — í girðingunum, vinkona. — Fyrirgefðu. Einhvers staðar í girðingunum þá. Hún brosti. Luke var tillitssamur og spurði ekki hvers vegna Ray hefði komið heim til hans kvöldið áður, greini- lega í vondu skapi og hafði heimtað að fá eitthvað að borða því hann væri svangur. Hann var líka mjög þolinmóður og uppörvandi, þegar hún var far- in að berjast við gíra og stýri úti í bílnum hálftíma síðar. Hann tók mistök hennar sem sjálfsagðan hlut og skemmti sér bara bið taugaóstyrk hennar og ótta um að gera einhverja vitleysu. Hún reyndi í örvænt- ingu að muna allt, sem hann sagði og þakkaði sínum sæla fyrir, að það var Luke, sem var að kenna henni. Einhvern veginn fannst henni ekkert gera til þó Luke vissi hvað hún var heimsk en hún kærði sig ekkert um að Neil héldi að hún væri það. Skömmu seinna, þegar hún kvaðst vera búin að fá næga kennslu á einum degi skipti hann um sæti við hana möglunarlaust og ók of an með ánni, þar sem naktar greinar pílviðarins sveifluðust hægt í golunni. — Þú átt eftir að elska þennan stað á sumrin, sagði hann. — Hér er alltaf dásamlega svalt. Faðir Neils stíflaði ána hér rétt fyrir neðan og þú getur synt hérna og fengið þér bað. — Það er kalt hérna núna. Hún dró jakkann betur saman í hálsinn. — Það er eins og það sé bara mikið vatn í ánni, þó ekki haf i rignt i marga mánuði. Ray var að tala um það í gærkvöldi. — Það sígur líklega niður úr hæðunum og eftir því sem ég veit bezt, hefur þessi á aldrei þornað. Hann sneri sér viðog leit vingjarnlega á hana. — Finnst þér ennþá allt vera ókunnugt hérna? — Þú heldur þó ekki, að maður verði eins og heima hjá sér í ókunnu landi á svona stuttum tíma, svaraði hún og hristi höfuðið, þegar hann bauð henni sígarettu. — Auðvitað ekki. Þetta hlýtur að vera mikið breyting f rá því, sem þú ert vön. Ég hef oft velt því fyrir mér, hvernig sé að vera settur niður í öðru landi, þar sem allt er öðruvísi en maður er vanur. Hvað finnst nýkomnum, þegar þeir koma hingað? Janet leit hugsandi á hann. Það var auðvelt að tala við hann og hann var mun skilningsríkari en bræðurnir , kannske af því að hann var eldri. Neil hafði til dæmis ekki dottið annað í hug, en henni f yndist hún strax vera heima hjá sér og væri ánægð. Hann ætlaðist til aðhún sæi allt með hans augum. Hún var að vísu ánægð, en það var svo margt, sem hún þurfti að læra aður en hún yrðiheimavön og það yrði hún varla meðan Ray sýndi henni andúð sína svo greinilega. — Það fyrsta sem ég tók eftir, svaraði hún hægt, var hvað allt var bjart og litskrúðugt og lifandi. Sól- in virtist svo sterk, sérlega þegar ég hugsaði um, að þetta er það sem þið kallið vetur. Húsin eru öðru- vísi, trén og meira að segja kettirnir, bætti hún við og hugsaði um litla kettlinginn, sem hún hafði reynt að vingast við, en svaraði umleitunum hennar með teygðum klóm og reiðilegu hvæsi. Luke brosti, þeg- ar hann horfði á hugsandi andlit hennar. — En þér líður vel hérna, Janet? — Mér finnst eins og þetta land muni smátt og smátt ná einhverju valdi yfir mér en ég mun áreiðanlega elska það. Það er bara tímaspursmál, hvenær ég venst öllu. Meðan hann reykti og sagði hanni frá ýmsum stöðum, þar sem hann hafði komið, hvíldi hún sig við hiið hans. Allur pirringurinn hvarf. — Þú hlýtur að hafa ferðazt mikið, sagði hún loks. — Hefurðu aldrei verið kvæntur. Luke? — Jú, það hef ég, svaraði hann hægt. — Konan mín dó, þegar hún fæddi andvana son fyrir þremur árum. — O! Ó, Luke.... Neil hefur ekki sagt mér neitt um það. Hún vissi ekki, hvað hún átti að segja. Hún skildi sorg Lukes, hú hafði sjálf misst sína nánustu. — Það er víst sitt af hverju, sem Neil hefur ekki ságt þér, sagði hann rólega. Hann hafði heyrt með- aumkunina í rödd hennar og breytti umræðuefn- inu með vilja. — Það var svo lítill tími, sagði hun afsakandi og varði Neil ósjálfrátt. — Þetta gerðist allt svo f Ijótt og það var svo mikið að gera áður en við f órum f rá Englandi. Á leiðinni var svo margt nýtt að sjá og síðan ég kom hingað, hef ég varla haft tíma til að anda. — Er það þá fyrst núna sem þú mátt vera að því að slaka á og hugsa um þetta allt? Hann leit á hana og velti fyrir sér hvort hann ætti að þora að spyrja hana hvers vegnahún hefði gifzt Neil. Hann var sannfærður um, að eitthvað var dularf ullt við þetta hjónaband, að minnsta kosti var alveg áreiðanlegt að þau voru ekki ástfangin hvort af öðru. En svo Framhald 45

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.