Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 46

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 46
Útgefandi Framsóknarflokkur- inn. Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábyrgðar- maður), Jón Helgason, Tómas Karlsson. — Auglýsingastjóri Steingrimur Gislason. — Rit- stjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu við Lindargötu, simar 18-300 til 18-306. — Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26-500, afgreiðslusimi 1-23- 23, auglýsingasimi 1-95-23. — Blaðaprent h.f. HBIMEblS Umsjón: Snjólaug Braga- dóttir. HÍ^CIÐ — Þjónn! Hvers vegna beitir þessi réttur Tyrkneskt gúllas? — Það er af því hundurinn hét Soldán. — Ef þú flýtir þér heim núna, þá kemurðu að konunni þinni með Gunna Jóns. — O, ef ég þekki hann rétt, þá er alveg nóg að ég komi I fyrramálið. — Mamma, má ég ekki fara i bað á morgnana i staðinn fyrir á kvöldin? Kennslukonan spyr okkur alltaf, hvort við höfum farið i bað i dag og ég hef ekki getað sagt já i heilt ár. Sfminn hringdi á lögreglustöðinni. — Ifalló, halló, þetta er hjá Andrési i Stórugötu. Þið verðið að koma strax, það er kotninn köttur inn I stofuna. — Hvað meinið þér eiginlega með þvi að trufla lögregluna út af ketti? Við hvern tala ég? — Þetta er páfagaukurinn hans Andrésar. \ — Já elskan, ég er að koma! — Þetta getum við boðið af kálf- skinnsjökkum viö því verði sem þér farið fram á. © Ævintýri sem kallaði á var nornin, okkur. — Við gátum ekki látið hana sitja þarna niðri, sagði Matti. — Við vissum ekki, að hún var norn. — Jæja, sagði amma. — Ég fyrirgef ykkur i þetta sinn, en næst skuluð þið muna, hverju þið hafið lofað. — Lofum þvi, sögðu börnin i kór. — Já, við sjáum til þegar þar að kemur, sagði amma, — en nú skulum við koma heim að borða. I VI I III undan Þegar hakkað kjöt er fryst er bezt að nota stóran poka og þrýsta á hann, þannig að kjötið verði flatt. Þá fer minna fyrir þvi i frystinum og það er fljótara að þiðna. Rannsókn I Sviþjóð hefur leitt i ljós, að fæturnir stækka eftir þvi sem liður á daginn og munurinn getur orðið heilt númer frá morgni til kvölds. Þetta finnst ekki svo mikið i leðurskóm, þvi þcir laga sig eftir fætinum, en vert er að hafa þetta I huga, þegar nýir skór eru keyptir, og bezt er þá að gera það um iniðjan dag. Hér er gott ráð handa þeim, sem eru þreyttir á aö fægja glugga og spegia: Hcllið nokkrum dropum af hársjampói I vatn og vindið klútinn úr þvi. Meö þessu hverfa flugublettir og allt annað af glerinu og engar rendur koma eftir. Sjampó viö flösu er bezt. Lcðurstigvél endast ekki endalaust frekar en annað. En það er óþarfi að fleygja þeim eins og þau koma fyrir. Cr leggnum er hægt að klippa bætur á hné og olnboga á barnafötunum og rennilásinn má alltaf nota i innkaupa- tösku eða jakka litla bróður. Ef vandi er að henda reiður á hlutum i skúffum, til dæmis snyrtiskúffu, er ráð að kaupa svampmottu og klippa eftir skúffubotninum. Raðiö siðan hlutun- um á svampinn og teiknið eftir botni glasanna með blýanti. Takið glösin af og klippið gat eftir strikinu. Þá stend- ur allt kyrrt, þó skúffan sé opnuð eða henni lokað hastarlega. 46

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.