Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 14
POI CAROLE KING sló met, þegar hún hélt konsert fyrir ári I Boston Sympony Hall. Þaö lá viö aö allt syöi i salnum, þegar hún loks yfirgaf sviöiö eftir ótal aukalög. Áheyrendur stóöu upp og klöppuöu i hvorki meira né minna en 15 mlnútur, yfir sig hrifnir. Slfkt haföi aldrei fyrr gerzt þarna. En þaö er ekki bara I Boston, sem henni er fagnaö, heldur alls staöar, þar sem hún kemur. Carole King er eiginlega ný af nálinni sem söngkona þó nafn henn ar hafi veriö þekkt f popheiminum I mörg ár. Hún hefur allt sföan 1959 haft þar mikil áhrif og átt heiöurinn aö vinsældum annarra söngvara. Hún hefur nefnilega samiö óteljandi lög, sem eru oröin næstum sfgild. Af þeim má nefna: „Will you still love me tomorrow?” „He’s á Rebel”, Go away, little girl”, Up on the roof”, „It might as well rain untii september” og mörg önnur. Hiö síöastnefnda söng hún raunar sjálf á plötu, en eftir þvf tóku fáir. Staöreyndin er sú, aö Carole kæröi sig aldrei um aö veröa söng- stjarna. Hún vildi bara semja og var hæstánægö meö að aörir geröu lög hennar vinsæl. Aretha Franklin er aö- eins ein margra listamanna, sem þar hafa gert garöinn frægan. Hverjir muna ekki lagið „You make me feel lika á natural woman”? 011 þessi ár starfaöi Carole meö Gerry Goffin, en eftir aö Bitlarnir tóku viö stjórn poppsins, varö lffiö erfiöara fyrir þau. Hljómsveitir tóku aö semja lög sfn sjálfar og þurftu ekki á slfku fólki aö halda. Þó aö Carole langaöi ekki til aö syngja, geröi hún sér ljóst, aö ættu lög hennar aö heyrast, yröi hún aö koma þeim sjálf á framfæri. Þannig var ástandiö i þá daga. Ariö 1968 stofnaöi Carole hljóm- sveitina City. Auk hennar voru þar Dan Kortchmar og eiginmaöur hennar Charles Larkey. City feröaöist mikiö um Bandarfkin, en liföi þó ekki lengi. Þau geröu eina LP-plötu, sem var mjög góö og vönduð, en seldist þó litið City leystist upp og samstarfiö viö Goffin tók einnig enda. Þá fannst Carole timi til kominn að fara að gera hlutina ein og sjálf og nú þegar Goffin var farinn, samdi hún textana lfka og tókst vel upp. Vfst er að Carole King hefur ekki tapaö á þeirri ákvöröun aö spreyta sig. Hún er framúrskarandi tónlistar- maöur — leikur sjálf undir á píanó — og setur lög sfn fram meö innlifun og krafti, sem kemur henni f röö fremstu pophljómlistarmanna i dag. Hún er sem sé tónskáld, textahöfundur, söngvari og pianóleikari og þaö er allnokkuð. Vinsælasta verk hennar til þessa er lagiö „It’s too late” og af stór- um plötum má nefna „Writer” og „Tapestry”. 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.