Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 42

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 42
eins oft og kisumamma. Nei, þannig mætti það ekki fara. Vornóttin var hljóð og kyrr. Þegar Bastian læddist að glugga garðhússins og teygði sig, sá hann yfir runnana i áttina til borgarinnar, sem var þarna næstum þvi eins og risavaxin af- mælisterta með óteljandi litlum kertum. Borg- in var heillandi að sjá og Bastian var viss um að hann mundi finna föður sinn þar. Daginn eftir fór Bastian niður að veginum til að gá hvort hægt væri að komast yfir hann, þótt bilarnir æddu þar aftur og fram með brjálæðis- iegum hraða. Hann klifraði upp á skúrþak til að sjá betur. En hann varð undrandi, þegar hann sá, að það voru alls engir bílar á vegin- um! t»ar voru bara fjórir menn, sem höfðu strengt spotta yfir veginn og vo£u að gera við holur á honum. Bastian stökk niður af skúrnum og læddist nær, næstum alveg þangað sem mennirnir voru að vinna. — Jæja, sagði einn þeirra. — Ja, svaraði annar. — Hvað þá? spurði sá þriðji. — Jú, svaraði sá fjórði. Svo hugsuðu þeir og Bastian beið spenntur eftir, hvað nú myndi gerast. Þá sagði einn: — Við verðum vist að gera það. Svo sagði annar: — Jaaaaa.... Og sá þriðji: — Drifum okkur i það. Sá fjórði sagði: — Já, ætli það ekki. Siðan beygðu þeir sig niður og færðu hver sinn stein úr stað, svo hvildu þeir sig. — Þetta var nú það, sagði sá fyrsti. — Já, svaraði annar. — Það var það, sagði sá þriðji. — Jú, bætti sá fjórði við. Svo fóru þeir allir inn i litinn timburskúr við veginn og fóru að drekka kaffi. Bastian lagðist bak við stein og beið. Langur tími leið. Sólin kom hærra og hærra upp á himininn og Bastian var næstum sofnaður af leiðindum, þegar mennirnir fjórir komu loks aftur út úr skúrnum. Þeir gengu út á miðjan veginn og siðan endurtóku samræður þeirra sig orðrétt og aftur færðu þeir til fjóra steina. Þeg- ar það var allt búið, var kominn matartimi hjá þeim og þeir fóru aftur inn i skúrinn. En nú leið svo langur timi, að Bastian læddist að skúrnum til að vita, hvað þeir eignlega væru að gera. Þeir voru að tala saman, en þab á svo undar- legu máli.að hann skildi það ekki. — Spaði, sagði einn. — Skál, sagði annar. — Lauf, sagði sá þriðji. — Pass, sagði sá fjórði. Nú var liðið langt á daginn. Sólin var farin að lækka á himninum og skuggarnir lengdust. Loksins komu mennirnir út og gengu út á miðj- an veginn. — Jæja, sagði einn. — Jaaaaa, sagði annar. En Bastian heyrði ekki meira, þvi hann var þegar á leiðinni heim. Hann bjóst ekki við, að mennirnir yrðu búnir að gera við veginn á næstunni með þessu áframhaldi svo honum yrði óhætt að fara heim og kveðja kisumömmu áður en hann færi inn til borgarinnar. Það var orðið dimmt, þegar hann kom heim i garðhúsið. Kisumamma sat í dyrunum og beið eftir honum. — Elsku, Sebastian, sagði hún. — Hvar hef- urðu eiginlega verið? Ég var svo hrædd um, að eitthvað hefði komið fyrir þig. Manni getur dottið allt mögulegt, hræðilegt i hug. Ó, já. Bastian sagði henni, hvað hann hafði heyrt og séð. Loks sagðist hann vera ákveðinn i að fara til borgarinnar næsta morgun Kisu- mamma reyndi að fá hann ofan af því alla nótt- ina. Hún sagði: Ó, já! að minnsta kosti 137 sinnum. — Það er alls ekki vist, að pabbi þinn vilji koma heim aftur sagði hún. — Hann var svo finn. Ó, já. Það er ekki fyrir hann að búa i garð húsi. Hvað svo, þegar þú ætlar að koma aftur og búiö verður að gera við veginn og allir bilarnir komnir aftur? Ó, já, sagði kisu- mamma. Og hvað nú, ef þú finnur alls ekki Baltasar? — Þá fer ég bara eitthvað, þar sem ég kemst á sýningu, sagði Bastian. — Þá verð ég sýningarköttur eins og pabbi, þegar ég kem heim aftur. Ég er lika viss um, að þá verð ég búinn að fá nóg af þessu öllu saman. — Ó, já, sagði kisumamma. — Þú átt mikið Framhald 42

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.