Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 21

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 21
Hvernig fer fólk að þessu? Ekkert er jafn eftirsóknarvert og það innra öryggi og óhyggjuleysi sem fylgir hæfileikanum til að lýsa frati ó hvað öðrum finnst. HEIMILI sumra er eins og opinn faðmur. Ég á ekki við að húsmóðirin komi þjótandi, kyssi mann á vangann, þrýsti manni að sér og þess háttar. Ég á við heimili, þar sem rikjandi er eðli- legt og afslappað andrúmsloft, sem maður verður strax hluti af. Ég skil ekki, hvernig fólk fer að þessu. En liklega er það mergurinn málsins, að það fer engan veginn að. Slíkt fólk biður ekki afsökunar á neinu. Það stendur ekki tvistigandi i dyrunum af ótta við að dagblöð, leik- föng og óhreinir kaffibollar séu út um allt. Ekkert æ eða ó. ,,í guðs bænum ekki lita fram i eldhúsið, það er alltaf allt á tjá og tundri þar, hvernig sem ég þvæ og skúra”. Slikar setningar heyr- ast ekki á þessu heimili. Nei, slikt fólk litur bara upp frá þvi sem það er að gera og býður manni inn. Nú og maður færir eitthvað til á sófanum svo pláss verði fyrir einn eða tvo bakhluta. Ef maður kemur i matartima, þá er sagt: — Fáðu þér disk uppi i skáp og smakkaðu með okkur. Það eru kartöfl- ur i pottinum. En gaman að sjá þig. Engar krúsidúliur eða óþarfa mas. Ég á alltaf bágt með að skilja, hvernig þetta fólk fer að þvi að gera heimili sin svo þægileg. En þetta er vist hlutur, sem lærist ekki með árunum, þvi að annars væru flest heimili svona. En fólk er misjafnt, það er nú það. Sumir eru alltaf hræddir um að maður haldi, að þeir séu latir eða sóðar. Skrýtið! Það er ekkert með það, gólfin verða að gljá og allt vera á sinum stað, þegar einhver kemur. Annars liggja húsráðendur andvaka hálfa nóttina og ergja sig yfir hvað allt var i miklu drasli. Nei, ég er ekki að gera grin. Það er fátt verra en þessi hræðsla og öryggis- leysistilfinning. Ekkert er jafn eftir- sóknarvert og sú þægilega tilfinning, sem fylgir þvi að ,,lýsa frati á” hvað annað fólk heldur og hugsar. Margir lifa heilt langt lif án þess að skilja nokkurn tima, að það er ekki aðalatriðið að allt sé nýpússað og bón- að. Að hið mikilvæga er að hittast og tala við og eignast vini, til að leita til, þegar maður vill segja eitthvað. Ég þekki nokkur slik heimili og ég gleðst yfir að vita, að þau eru til. Þar eru dyrnar aldrei' læstar og alltaf til kaffi eða kók og alltaf er einhver þar, sem hefur tima aflögu frá amstri dagsins. Ekkert skiptir máli, maður bara sezt niður. Börnin leika sér, útvarpið er i gangi, siminn hringir, einhver til- kynnir að hann þurfi að fara og stingur af, annar kemur og segir: — En gott að setjast i volgan stól. Engin spyr, hvers vegna maður komi, hvað maður vilji, eða hvort maður eigi eitthvert erindi. Þurfum við endilega að eiga erindi til að sjá hvert annað öðru hverju? Hugsa sér hvað það væri gott að geta gert lifið einfaldara. Við vitum að allir eru hræddir við einn hlut — að veya einmana.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.