Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 04.07.1974, Qupperneq 6

Heimilistíminn - 04.07.1974, Qupperneq 6
slæmt. Höfundar vildu heldur semja skáldsögur og ljóð en leikrit. Það var aðeins Shakespeare, sem hélt lifinu i alvarlegri leiklist, kannski ásamt fáeinum öðrum. Vinsælustu leikrit þeirra tima hétu nöfnum eins og:Morðinginn i rauðu hlöðunni og Brjálaði rakarinn i Fleet Street. Fólk sem sótti leikhús var einkum lágstéttar, og leikarar voru talið litið skárri manntegund en flakkarar og rónar. Bezti leikarinn um þessar mundir, William Macready, fyrirleit starf sitt svo, að hann dró sig i hlé við fyrsta mögulegt tækifæri. Þetta var sá heimur, sem Irving hinn ungi álpaðist inn i, og lifið varð honum erfitt. Hann var fátækur að öllu nema stjörnum himinsins, og flestir leikarar eyddu ævinni á ferðalagi i þá daga og lágu iðulega úti. Sum leikfélög voru með viðamikla dagskrá, oft tvær sýningar á kvödli, og hver leikari varð iðulega að leika mörg hlutverk i hverju verki. Irving var i Edin- borg i tvö ár,áður en hann kom til Dublinar, og lék þar 429 hlutverk á 782 dögum. Hann var ákveðinn i að ná langt, en hann vildi hins vegar ekki verða leikari i London, fyrr en hann væri orðinn nægil. góður að eigin áliti. En þegar hann lék i fyrsta sinn i höfuðborginni, var honum ekki sérlega vel fagnað. En það breyttist með „Bjöllunum”, Bjöllurnar var fyrsta flokks leikrit á þessum tima. Það fjallaði um mann, Matthias að nafni, sem myrti pólskan Gyðing og heyrði æ siöan hljóðið i sleða- bjöllum Gyðingsins gegnum samvizku- kvalirnar. Leikritið var frumsýnt 1871 i London. Það var bandariskt leikfélag, sem stóð fyrir sýningunni, og forstjóri þess hét Bateman. Þessi sýning varð ein hin sögu- legasta i leiklistarsögunni. Hún varð gæfa Batemans, geröi Irving ódauðlegan og hafði mikil áhrif á leikhúsmálin. Þegar Irving lék Hamlet i fyrsta sinn, þremur árum slðar, varð hann óumdeilanlega fremstur i sinni grein á Englandi. Fólk af öllum stéttum flykktist til að sjá hann, og brezka leikhúsið endurfæddist bókstaflega. Irving var fæddur leiðtogi, og hann sá um, að verk þau, sem hann lék i, væru vel sett á svið og að ljósa- tæknin væri nýtt á sem áhrifarikastan hátt. Gasljós voru þá enn notuð. Það brást ekki, að eftir hverja sýningu stóðu áhorfendur upp og fögnuðu gifurlega. Leikur i þann tið var ákaflega yfir- drifinn, og við yrðum senniiega hissa núna, ef okkur væri boðið upp á slikan leik, en engin ástæöa er til að ætla, að Irving væri ekki einnig snillingur nú til dags, ef hann birtist. A 18. öld vildi fólkið að leikarar „léku”. Þeir áttu að sýna hræðslu og reiði með öllum likamanum, og það rækilega, og enginn mátti vera eðlilegur á sviði. 6 Irving var gagnrýndur. Menn fundu að framburði hans, göngulagi og þvi, að hann var litið fyrir að koma fram með ný leikrit. Litið var að visu til af þeim, þangað til George Bernard Shaw kom fram á sjónarsviðið upp úr 1890. Leikhúsið Lyceum i London varð leikhús Irvings, og þaðan kom byltingin i brezku leiklistarlifi. Allt félagið var af bezta tagi, og hin fagra Ellen Terry, sem var aðalleikkonan, var bezta leikkonan i þá daga. Bráðlega var hætt að lita á leikarastéttina sem flakkara og róna, og það var Irving að þakka. Arið 1895 aðlaði Victoria drottning Irving, og var það i fyrsta sinn, sem leikari hlaut þann heiður. Irving taldi heiðurinn hafa fallið starfi sinu og list i skaut fremur en sér sjálfum. Hann lék nær eingöngu i leikritum eftir Shake- speare og vinsælum glæpaleikritum, og þeir sem álösuðu honum fyrir það, gleymdu, að þá var eiginlega ekki um neitt af öðru tagi að ræða. A árunum eftir 1870 var leikritun i Bretlandi i algjöru lág- marki. Þegar Shaw, Oscar Wilde og Pinero tóku að hasla sér völl, var Irving orðinn ráðsettur og skipti sér ekki af þeim, hann lét aðra um það. A yfirborðinu virtist Irving ákaflega merkilegur með sig, en þeir sem þekktu hann undir þeirri grimu, elskuðu hann og dáðu sem manneskju. Griman átti senni- lega rót sina að rekja til erfiðleika þeirra, sem Irving átti við að striða i upphafi. Hann var oft skarpur i tilsvörum og hrósaði yfirleitt engum. Keppinatur hans, Bandarikjamaðurinn Richard Mansfield, lék Rikharð III i London, og Irving fór til búningsherbergis hans eftir sýningu. Mansfield var þreyttur og löðursveittur og beið eftir að Irving segði eitthvað um frammistöðu hans, en meistarinn leit aðeins á hann og sagði: „Dick, drengur- inn minn, ég sé aðhúð þin leikur vel.” Uppsetningar Irvings á leikritum voru allar mjög miklar i sniðum og kostnaðar- samar, en það kom alltaf margfalt aftur. Hann borgaði leikurum sinum vel. Loks tók stjarna hans að siga, þótt honum tækist snilldarlega upp siðasta leikár sitt i London i „Becket at Drury Lane” eftir Tennyson. Þann 13. október 1905 lék hann i siðasta sinn og lézt nóttina eftir. Siðustu orð hans á sviðinu i hlutverki Beckets voru: „í hendur þinar, ó guð, I hendur þinar.” Herferð var farin til að fá hann jarðsettan i Westminster Abbey. Sumum þótti óviðeigandi að „aðeins leikari” yrði heiðraður þannig, en svo fór, að Sir Henry Irving, sem fæðzt hafi sem Henry Brodribb, var grafinn meðal konunga, og öll þjóðin syrgði. HI&GIÐ — Hvað meinið þið með þvl að ég eigi að sýnast hrædd? Ég er hrædd! fí fí fí I i

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.