Heimilistíminn - 04.07.1974, Side 41

Heimilistíminn - 04.07.1974, Side 41
inn hans var svartur og mjúkur og svo fallegur, að ég get ekki lýst þvi. Ó, já, hann hét Baltasar. — Já, en hvar er Baltasar pabbi minn núna? vildi Bastian vita. — Er hann nokkuð dáinn? — Ó, já, bara að ég vissi það. Hann fór einn daginn, þegar þú varst pinulitill kettlingur. Hann sagðist þurfa að fara á sýningu. — Hvað sagðir þú þá? spurði Bastian. — Ég bað hann aö vcra h^ima, eu hann sagð- ist hafa vissum skyldum að gegna sem verð- launaköttur og að ég skildi það ekki. Svo fór hann. ó, já, svona er Baltasar. Nú hafði Bastian fengið nóg að hugsa um. Hann heyrði alls ekki, þegar kisumamma var að segja eitthvað um pabba Snúðs, Trúðs og Klúðurs, sem hafði orðið undir valtara fyrir mörgum árum, eða um systur sina, sem hét Flautaþyrla. Hún hafði klemmt skottið i dyrum á leigubil og þorði ekki siðan að láta sjá sig i skemmtanalifinu. Svo sagði kisumamma lika frá frænsku Bastians, henni Glæsu, sem hún hafði aldrei séð, en pabbi Bastians hafði sagt henni frá. Glæsa frænka stakk einu sinni hausnum niður i gullfiskaker, en náði honum ekki upp aftur og gekk með kerið á hausnum i þrjár vikur á eftir og leit út eins og geimfari, þangað til hún hljóp á grindverk eina nóttina i kolamyrkri og braut krukkuna með slikum hávaða, að hún fékk dynjandi höfuðverk, og varð að éta magnoliublóm alla ævi upp frá þvi. Þegar fólk frétti það, skrifaði það um hana i blöðin og hún varð fræg fyrir að vera kötturinn, sem át magnoliublóm. — En hvaða gagn var að frægðinni? sagði kisumamma. — Lif hennar var eyðilagt. Ó, já. En þá mundi hún eftir annarri sorgarsögu um Brosa frænda, sem hafði fengið tennisbolta i höfuðið og fékk siðan hiksta í hvert sinn sem tunglið var fullt upp frá þvi. Svo hélt kisu- mamma áfram að segja Bastian sorgarsögur um hina og þessa, þvi ekkert mundi hún eins vel og það sem var sorglegt. En allt i einu sagði Bastian: Kisumamma! Hvert fór pabbi, þegar hann fór á sýninguna? — Til borgarinnar auðvitað, sagði kisu- mamma. — Þá ætla ég til borgarinnar og finna hann og segja honum, að hann eigi að koma heim og búa hjá okkur, sagði Bastian ákveðinn. — Já, en Bastian þó! Ertu alveg galinn? sagði kisumamma. — Veiztu ekki að þú þarft að fara yfir stóran veg, þar sem eru margir bil- ar og járnbraut með mörgum lestum og djúpan skurð? Annars kemstu ekki héðan og til borg- arinnar. Þú kemst þangað aldrei lifandi. Hver segir svo sem að Baltasar sé þar núna? Hann getur verið i allt annarri borg. ó, já! — Ég ætla nú samt að revna, sagði Bastian. — Della, sagði kisumamma. — Ég heyri, að þú ert ekki orðinn friskur ennþá. Þú ert með kattahita og ruglar tóma dellu. Nú skaltu fá þér þrjá magnoliuknúppa og fara svo að sofa. Og svo fékk Bastian þrjá magnoliuknúppa og lét siðan sem hann svæfi. En hann gat ekki sof- ið. Nú, þegar blómavinirnir hans voru visnað- ir, þoldi hann alls ekki að vera heima lengur. Ef hann yrði heima, yrði hann bara leiðari og leiðari og færi liklega að segja: — ó, já! alveg 41 I I

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.