Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 18
Faðir og sonur: Með hraðann í blóðinu Campbell-feðgarnir voru eins og ævintýrahetjur. Þá þyrsti sífellt í meiri hraða á láði og legi, og þeir voru tignaðir sem guðir af tveimur kynslóðum. VATNIÐ var kyrrt þennan morgun og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu til þess að reyna að slá hraðametið. En Donald Campbell var ekki ánægður. Hann hafði verið að spila kvöldið áður og dregið spaðadrottningu og ás. Hann sagði tækni- mönnum sinum og meðhjálpurum, sem spiluðu með honum, að Maria drottning hin skozka hefði dregið þessi sömu spil kvöldið áður en hún missti höfuðið. Hann - bætti þvi við, að hann fyndi á sér, að eitthvað miður gott kæmi fyrir hann. Hann hefði getað látið það eiga sig að reyna við hraðametið i þetta sinn, en hann gerði þaðekki. Góðir veðurdagar, gott lag á bátnum og allar aðstæður góðar, var nokkuð sem allt of sjaldan fór saman veturinn 1966-1967. Auk þess var eitthvað i blóði Campbells, sem rak hann áfram. Donald Campbell var haldinn hraða- ástriðu, sem hann hafði tekið i arf frá föður sinum, Sir Malcolm. Campbell-fjölskyldan var efnuð og seldi demanta. Þegar faðir Malcolms Campbell lézt, lét hann eftir sig fjórðung milljónar punda. Malcolm, sem fæddist árið 1885, kæröi sig litiö um demantakaupmennsku, en hóf störf hjá tryggingafyrirtæki. En það var þó hraðinn, sem hafði mest áhrif á lif hans og réð þar lögum og lofum. Sem drengur var hann vitlaus i bila og mótorhjól. Hann ' tók þátt i sinni fyrstu keppni árið 1906, 21 18

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.