Heimilistíminn - 05.02.1978, Side 36

Heimilistíminn - 05.02.1978, Side 36
Húsgögn og heimasmíði Tvenns konar húsgögn eru nú mjög i tizku. Annars vegar eru iburðarmikil og dýr hús- gögn en hins vegar eru einföld húsgögn, sem fólk getur jafn- vel að einhverju eða öllu leyti smiðað sjálft. Allmörg verk- stæði auglýsa i þessu sam- bandi, að þau taki að sér að saga niður i og jafnvel smiða húsgögn eftir hugmyndum viðskiptavinanna. Nú ætlum við að birta hér nokkrar myndir, sem sýna húsgögn úr einfaldari flokknum. Ekki fylgja þeim mál, en þið getið auðveldlega reiknað út, hvað stórt þið viljið hafa þetta mið- að við húsrými á hverjum stað, og svo myndu trésmið- irnir á verkstæðunum áreiðanlega vera ykkur hjálp- legir, ef fram á það væri farið. A fyrstu myndinni, sem er merkt tölu- stafnum 1, eru tvær einfaldar hillur látnar standa hliö við hlið og mynda bóka- og blaðaskáp. Einu sinni var hægt aö fá sterka tré- kassa hjá Afengisverzlun rikisins, og hefði þá mátt raða f jórum slikum kössum saman, til þess að fá hillu sem þessa. Onnur myndin er af einföldum svefn- sófa. Hann er aðeins ór tilsniðnum svampi og áklæði yfir honum. Púöarnir I bakið eru i sama lit og áklæöiö, og trúlega úr svampilika,þvifiðurogdúnn er oröinn munaðarvara nú til dags, og tæpast hægt að fjárfesta i sliku innan i púða lengur. Þriðja myndin er einnig af svefnbekk. Undir hann hefur verið smiðuð grind. Sfð- anerlátin svampdina, sem klædd er ljósu áklæði, og ofan á henni liggja púðar bæði til að sitja á og til þess að hafa við bakið. Til gamans mágetaþess, aðá mynd tvö eru rammarnir utan um myndirnar á veggnum i sama lit og áklæöiö utan um dinuna, og setur það skemmtilegan svip á herbergiö. Siðast tökum viö mynd fjögur. Þarna hefur verið smiðað skrifborö, með hillum yfir. Það er úr spónaplötum og að smíð- inni lokinni hefur þaö veriö málað með hvitri lakkmálningu. Þetta er ósköp ein- föld smi&i, endálitið skemmtiieg samt, og færi vel bæði i unglingaherberjum og vfð- ar.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.