Morgunblaðið - 29.07.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 29.07.2004, Síða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Ný heilsuræktarstöð? | Áformað er að opna í haust fullkomna heilsuræktarstöð á Sauðárkróki, í fyrrverandi húsnæði prent- smiðjunnar Myndprents, en þar hafa síðan verið til húsa Hreyfing og Geymslan. Fljót- lega verður hafist handa við að breyta hús- inu, en þar er gert ráð fyrir að verði starf- andi bæði íþróttaþjálfarar og sjúkraþjálfari. Nýr vefur þar semLystigarðurinn áAkureyri er í að- alhlutverki hefur verið opnaður. Þar má finna allt um sögu garðsins, fróðleiksmola um ræktun og hirðingu garðplantna, eitt og annað um starf- semi garðsins og þar eru tenglar á aðra vefi um garðyrkju. Á vefnum er veglegur gagnagrunnur um flestar þær tegundir sem vert er að rækta sem garðplöntur hér á landi og er þar að finna fróð- leik um yfir 2000 teg- undir, tegundarafbrigði og yrkjum. Fleiri teg- undum verður bætt við á næstu árum sem og fleiri myndum. Slóðin að vefn- um er www. lystigarðu- r.akureyri.is. Lystigarðurinn Leikskólinn Óskaland hefur flutt starfsemi sína íFinnmörk og verður starfsemin komin í fullangang eftir sumarleyfi. Til að byrja með verður gert ráð fyrir 42 börnum í skólanum, og verður biðlist- um eftir leikskólaplássi í bænum eytt fyrir börn eldri en tveggja ára. Á myndinni tekur Herdís Þórðardóttir, formaður bæjarráðs, við lyklum úr hendi Kristjáns Arinbjarn- arsonar frá ÍAV. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Óskalandið flytur Kolbeinn Kjart-ansson á Hraun-koti í Aðaldal brá sér frá og fékk mág sinn, Kristján Kristjánsson blaðamann á Morg- unblaðinu, til að sinna búinu á meðan. Þegar Kolbeinn kom aftur fannst Kristjáni miður að þurfa frá að hverfa. Orti þá Kjartan Björnsson, faðir Kolbeins: Klökkur mjög er Kristján minn, kann víst best við svaðið, mjólkar nú í síðasta sinn, svo fer hann á blaðið. Í leikhúsinu á Akureyri er gaman að skoða búninga- geymsluna, sem er full af flíkum og skótaui. Á einni hillunni stendur: Hagræðing í huga bjó, henni má ei spilla, til að geyma gamla skó gagnast þessi hilla. Klökkur Kristján pebl@mbl.is Strandir | Æskustöðvarnar á Gjögri á Ströndum heilla Garðar Jónsson til sín úr borg- arglaumnum snemma á vorin. Héðan rær hann til fiskjar á báti sínum Höfrungi og að hætti góðra útvegsbænda verkar hann sjálfur aflann. Hér er hann að sólþurrka saltfisk og ærir með því bragðlauka ferðamanna sem komnir eru til að dást að þessari litlu en vinalegu verstöð. Sólþurrkaður saltfiskur er mikið sælgæti. Það þarf að snúa fiskinum í sólinni á klukkustund- ar fresti, segir Garðar, sem þekkir alla leyndardóma góðrar saltfiskverkunar. Einu sinni var sagt að lífið væri saltfiskur. Það sýnist ekki fjarri hvað varðar Garðar, sem nýtur þessa lífs í botn. Þegar haustar að á Gjögri heldur hann suður og kveður æskustöðvarnar með trega. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Lífið er ennþá saltfiskur Verstöð UMFERÐARMÁL voru til umræðu á síðasta fundi Tækni- og umhverfisnefnd- ar Siglufjarðar, m.a. var fjallað um til- lögu um hámarkshraða innanbæjar á Siglufirði, þar sem gert er ráð fyrir að hann verði 40 kílómetrar á klukkustund, en í dag er hann 35 km/klst. Menn eru ekki á eitt sáttir um svo lágan hámarkshraða, enda einhver brögð að því að ökumenn séu sektaðir sem aka á tæplega 50 km/klst hraða. Í greinargerð bæjarstjórnar segir að á síðastliðnum árum hafi götur í bænum mikið verið lagfærðar og farartæki orðið öruggari auk þess sem aukin tækni geri að verkum að auðveldara sé að fylgjast með því að hámarkshraði sé virtur. „Auk þess er víðast hvar 50 km/klst hámarks- hraði í þéttbýli sem virðist valda mis- skilningi hjá mörgum, sérstaklega gest- um og ferðafólki sem hingað koma,“ segir í greinargerðinni. Tækni- og umhverfisnefnd bendir hins vegar á að víða í þéttbýli sé hámarks- hraði 30 kílómetrar í íbúðarhverfum en 50 á stofnbrautum. Bendir nefndin á að flestallar götur á Siglufirði flokkist sem götur í íbúðarhverfi og leggst því alfarið gegn því að hámarkshraði verði hækk- aður. Runólfur Birgisson, bæjarstjóri Siglu- fjarðar, segir að tekin verði endanleg ákvörðun um hámarkshraðann í næstu viku, en telur líklegt að hann haldist áfram óbreyttur, 35 km/klst. Deilt um hámarks- hraða GÁMAÞJÓNUSTA Vestfjarða mun ann- ast sorphirðu frá heimilum og gámasvæð- um í Vesturbyggð og Tálknafjarðar- hreppi, en samningar þar að lútandi voru undirritaðir á dögunum. Gámaþjónustan mun einnig sjá um sorpeyðingu. Allt brennanlegt sorp verður flutt til Ísafjarðar þar sem það verður brennt í sorporkustöðinni Funa. Orkan sem verð- ur til er svo notuð til að framleiða heitt vatn til húshitunar. Það sorp sem ekki er hægt að brenna verður urðað í Vatneyr- arhlíðum. Þegar þetta fyrirkomulag verður komið í gagnið verða sveitarfélögin meðal þeirra fremstu á landinu þegar kemur að end- urnýtingarhlutfalli sorps, og munu þau uppfylla ströngustu fyrirsjáanlegar kröf- ur um endurnýtingu. Samningar um sorphirðu ♦♦♦ Hraðahindrun á sumrin | Tækni- og um- hverfisnefnd Siglufjarðarbæjar hefur sam- þykkt að fela tæknideild bæjarins að gera tilraun með gerð hraðahindrana á Hóla- vegi. Hraðahindranirnar eiga að verða með þrengingum á götunni sem hægt verði að fjarlægja á einfaldan hátt á vetrum, segir í bókun frá fundi nefndarinnar.    HÉÐAN OG ÞAÐAN Ánægja með Vegagerðina | Hlutfall vegfarenda sem eru jákvæðir gagnvart Vegagerðinni hefur hækkað talsvert á milli árana 2002 og 2003, en þeim fer fjölgandi sem telja merkingar ófullnægj- andi. Þetta kemur fram í ársskýrslu Vega- gerðarinnar í árangursstjórnun 2003. Þeg- ar bornar eru saman kannanir á viðhorfum gagnvart Vegagerðinni sést að hlutfall þeirra sem eru jákvæðir gagnvart henni voru 67% aðspurðra árið 2002, en 72% ári síðar. Árið 2002 töldu 32% aðspurðra að merkingar á vegunum væru ófullnægj- andi, en það hlutfall hafði hækkað í 34% árið 2003. Heldur færri töldu vegi á Ís- landi slæma, árið 2002 töldu 24% þá slæma, en 22% árið 2003.    Setja heitan pott | Unnið er að því um þessar mundir að koma fyrir heitum potti við íþróttahúsið í Bíldudal, og jafnvel talið að við bætist vaðlaug fyrir yngri krakka. Áætlað var að koma upp tveimur pottum en verið getur að vaðlaug verði sett í stað þess síðari. Þetta kemur fram á vef Arnfirðinga- félagsins. Einnig verður komið upp leik- tækjum fyrir börnin, og er reiknað með að þau verði á milli íþróttahússins og körfu- boltavallarins.    Lokið er vinnu við að steypasökkul og kjallara í fyrstuleiguíbúðablokkunum af fjórum á Reyðarfirði. Reiknað er með að fyrsta blokkin verði tilbúin eftir tæplega ár, en alls verða íbúð- irnar fjórar talsins. Verkið er nokk- urn veginn á áætlun, segir Björn Snædal, hjá Leiguíbúðum í Fjarða- byggð ehf, en verkið hófst seinna en menn gerðu ráð fyrir í byrjun. Mikill fjöldi íbúða er í smíðum á Reyðar- firði um þessar mundir, blokkir, par- hús og einbýlishús. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hitaverk: Það er ekki létt verk að vinna í byggingavinnu, en hlýindi, sól og gott veður spillir ekki fyrir og ekki verra að verða smá sólbrúnn. Fyrsta blokkin í byggingu Laga vatnssíu | Unnið hefur verið í því undanfarnar vikur að laga síubúnað við vatnsbólið fyrir Ólafsvík, sem staðsett er uppi á Jökulhálsi. Undanfarin ár hefur myndast stífla í leysingum og þar með orðið vatnsskortur, en vonast er til að þessar framkvæmdir komi í veg fyrir að það gerist.   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.