Morgunblaðið - 29.07.2004, Page 30
MINNINGAR
30 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigrún E. Óla-dóttir fæddist á
Sveinsstöðum í
Grímsey 13. ágúst
1928. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut aðfara-
nótt 22. júlí síðastlið-
ins. Foreldrar henn-
ar voru Elín Þóra
Sigurbjörnsdóttir, f.
1.1. 1909, d. 16.2.
2003 og Óli Bjarna-
son, f. 29.8. 1902, d.
8.9. 1989. Systkini
Sigrúnar eru Óli
Hjálmar, Inga Bjarn-
ey, Willard Fiske, Birna, Garðar
og Þorleifur sem lést af slysför-
um 27 ára að aldri.
Sigrún giftist 22. september ár-
ið 1948 Páli Kristinssyni frá
Stóru-Hámundarstöðum í Hrísey,
f. 22. september 1927. Foreldrar
Páls voru hjónin Þorvaldína
Baldvina Vilhelmína Baldvins-
dóttir, f. 3.11. 1899, d. 4.6. 1979
og Kristinn Pálsson, f. 26.6. 1897,
d. 11.2. 1979. Börn Sigrúnar og
Páls eru 1) Kristinn, f. 8.6. 1949,
kvæntur Björgu Valtýsdóttur, f.
2.8. 1950. Þau eiga þrjú börn, þau
eru a) Sigrún Eva, gift Martin
Hernandez og eiga
þau tvær dætur, b)
Ásdís Björk, gift Jó-
hanni Axel Thor-
arensen og c) Páll,
kvæntur Pálínu
Gunnarsdóttur og
eiga þau einn son. 2)
Elín Margrét, f.
12.9. 1951, gift Sig-
urði Sören Guð-
brandssyni, f. 16.12.
1956. Þau eiga dótt-
ur, Ingu Birnu, gift
Víði Ingimarssyni
og eiga þau tvö
börn. 3) Vilhelmína,
f. 12.11. 1958, gift Ingólfi Ólafs-
syni, f. 29.12. 1954. Þau eiga
fimm börn, þau eru a) Ólafur, í
sambúð með Lilju Dögg Bjarna-
dóttur og eiga þau dóttur, b)
Hildur, c) Sigurður, d) Valur og
e) Arnar.
Sigrún bjó með Páli í Túni í
Innri-Njarðvík allan þeirra bú-
skap. Sigrún var ávallt mjög virk
í kirkjustarfi og var ein af stofn-
endum Systrafélags Innri-Njarð-
víkurkirkju.
Sigrún verður jarðsungin frá
Innri-Njarðvíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku hjartans mamma, tengda-
mamma og okkar besta vinkona.
Erfitt finnst okkur á þessari
stundu að setjast niður og skrifa
hugsanir okkar á blað. Það ríkir
svo mikil sorg og söknuður í hug-
um okkar. Þú varst okkur allt í
öllu og hafðu þökk fyrir það elsku
mamma.
Yndislega móðir mín
minning þín mun ætíð lifa.
Unaðsblíðu brosin þín
bjarta hlýja móðir mín.
Aldrei gleymist ástin þín
og gleðin meðan hjörtun lifa.
Blessuð kæra móðir mín
minning þín mun fögur lifa.
Hjartans elsku móðir mín
mig þú leiddir lífs á vegi.
Hlý var ætíð höndin þín
hennar nutu börnin mín.
Heyrðist fagra röddin þín
á hreinum tærum sólardegi.
Undur fagra móðir mín
verndaðu oss á lífsins vegi.
(Guðmundur Kr. Sigurðsson.)
Þú veist að við höldum utan um
pabba þar sem þú ert ekki lengur
til staðar. Við biðjum góðan guð að
passa þig og gefa pabba og okkur
börnunum þínum styrk til að halda
áfram.
Kristinn, Björg, Elín og
Sigurður.
Elsku amma.
Ég trúði ekki að þetta myndi
bera svo snöggt að. Allt leit svo
vel út og þegar við kvöddumst
uppi í sumarbústað óraði mig ekki
fyrir því að þetta yrði okkar síð-
asta faðmlag, okkar síðasti koss. Ó
hvað ég sakna þín sárt.
Um huga minn streyma minn-
ingar um allar okkar stundir sam-
an. Þú varst mér sem mín önnur
móðir. Mikið hafði ég það gott hjá
ykkur afa þegar mamma var að
vinna, alltaf með ykkur hvert sem
þið fóruð. Margar eru minning-
arnar sem ég er heppin að eiga.
Við erum heppin fjölskylda að geta
búið í svona nálægð og alltaf í sátt
og samlyndi. Stórt skarð er rofið í
okkar fjölskyldu. Alltaf varðst þú
að fylgjast með öllu og vita allt.
Það verður skrýtið að sjá þig ekki
í glugganum, engin amma sem
hringir og býður góðan daginn
þegar ég dreg frá á morgnana, og
að skjótast yfir götuna til ykkar
afa í kaffisopa og skrafa við ykkur.
Elsku amma, þín er sárt saknað.
Víðir, Siggi, Elín og ég eigum um
þig yndislegar minningar. En er
það ekki skrýtið amma mín að
andlát þitt skuli bera upp á brúð-
kaupsdag okkar Víðis, að fyrir að-
eins fjórum árum áttum við saman
yndislega fallegan og ljúfan dag?
En svo í dag er þetta stærsta sorg
sem ég hef upplifað. Ég reyni að
vera sterk en það er bara svo erf-
itt.
Við Víðir eigum eftir að hugsa
vel um afa, þeir ná svo vel saman
og er hann eins og ykkar þriðji
tengdasonur. Ég veit að nú mun
þér líða betur og þú ert komin
þangað sem vel er hugsað um þig.
Þú átt skilið það besta. Þú ert
minn engill. Hjartans þakkir fyrir
allt, elsku amma mín.
Inga Birna.
Elsku besta amma. Mikið er þín
nú sárt saknað. Við trúum því í
rauninni ekki ennþá að þú sért far-
in, þetta er allt svo óraunverulegt.
Þú ert besta amma sem nokkur
getur hugsað sér að eiga, alveg
einstök kona. Það er mikið búið að
gráta síðustu daga en líka mikið
búið að hlæja því við eigum svo
margar góðar minningar um þig.
Sumarbústaðurinn var sælureit-
urinn ykkar afa og reyndar okkar
líka því alltaf tókuð þið eitthvert
okkar með á Þingvelli og svo
seinna þegar barnabarnabörnin
fóru að koma þá voru þau tekin
með.
Það var ósjaldan slegist um það
hver fengi að gista heima hjá ykk-
ur því þar var alltaf svo yndislegt
að vera. Það er heldur ekki hægt
að hugsa sér það betra en að hafa
ömmu og afa í næsta húsi. Þegar
við komum heim úr skólanum
varstu oft með eitthvað nýbakað
handa okkur krökkunum. Þú varst
svo ánægð að geta séð okkur á
hverjum degi, jafnvel oft á dag, og
við nutum þess ekki síður að vera í
návist ykkar afa. Þú fylgdist alltaf
svo vel með okkur og veifaðir okk-
ur á hverjum morgni þegar við
fórum í skólann, og svo seinna í
vinnu. Þú veifaðir svo aftur þegar
við komum heim á daginn og
hringdir alltaf yfir til að athuga
hvernig dagurinn hefði verið. Það
hefur verið erfitt síðustu daga að
sjá þig ekki lengur brosandi og
veifandi í glugganum. En þú fylgd-
ist ekki síður með okkur þegar við
bjuggum öll erlendis og mikið
varstu nú ánægð í sumar að hafa
stelpurnar þínar þrjár frá Amer-
íku í heilan mánuð. Aldrei komum
við heim frá Ameríku öðruvísi en
að þú biðir eftir okkur með nýbak-
aðar pönnukökur, með sultu og
rjóma, þá fyrst fundum við að við
værum komin heim.
Við getum endalaust talið upp
allt sem þú hefur gert fyrir okkur
í gegnum tíðina en ósérhlífnari og
sterkari einstaklingi höfum við
aldrei kynnst. Þú ert fyrirmynd
okkar. Þú settir fjölskylduna og
alla aðra í fyrsta sæti, á undan
sjálfri þér, en þannig hefur þú alla
tíð verið, þú vildir alltaf hugsa vel
um alla. Alltaf varstu í góðu skapi
og þolinmóð. Við verðum ævinlega
þakklát fyrir alla hlýjuna, um-
hyggjuna og ástina sem þú sýndir
okkur alla tíð.
Svo lengi sem ég man eftir mér
varstu til staðar.
Kenndir mér að elska aðra
og að elska sjálfa mig.
Þú varst alltaf tilbúin að hlusta,
halda í höndina á mér
og faðma mig.
Lífsgleði þín og umhyggja
höfðu mikil áhrif á líf mitt.
Þakka þér fyrir að vera
amma mín.
(Frieda Mcreynolds.)
Elsku amma, takk fyrir allt.
Blessuð sé minning þín.
Þín
Sigrún Eva og Martin,
Ásdís Björk og Jóhann
Axel, Páll og Pálína.
Sigrún frænka er dáin. Aðeins
75 ára en samt búin að reyna svo
mikið. Þrátt fyrir erfið veikindi
var ekki bilbug á henni að finna.
Ég var svo heppinn að kynnast
Sigrúnu frænku og Palla hennar
vel þegar ég sem strákur fór oft í
pössun í Njarðvíkurnar. Þar var
mér tekið eins og einu af börnum
þeirra og oft þurfti frænka að
stympast við strákinn. Hún gaf
ekkert eftir frekar en ég og þegar
þolinmæðin þraut og hún sagði
mér að nú skyldi ég fá að vita hvar
Davíð keypti ölið þá svaraði ég:
,,Nei frænka, Óli skal kaupa ölið.“
Ferðirnar upp í sumarbústaðinn
þeirra við Þingvallavatn eru einnig
ógleymanlegar. Bústaðurinn er
sælureitur fjölskyldunnar, sann-
kölluð Paradís. Þar undi hún hag
sínum vel og dvaldi hún þar þegar
kallið kom svo snögglega.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
kæra frænka. Elsku Palli og fjöl-
skylda. Guð veiti ykkur styrk í
sorginni. Minning Sigrúnar mun
lifa um ókomna tíð.
Óli Björn Björgvinsson.
Elskuleg systir okkar, sú elsta
af systkinahópnum á Sveinsstöðum
SIGRÚN E.
ÓLADÓTTIR
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
SIGURÐUR ÁRNASON
frá Gegnishólaparti
í Gaulverjabæjarhreppi,
dvalarheimilinu Kumbaravogi,
lést á Landspítalanum laugardaginn 24. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju föstu-
daginn 30. júlí kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Árni Sverrir Erlingsson.
Elskulegur faðir okkar og bróðir,
TÓMAS MÁR ÍSLEIFSSON
stýrimaður,
Vitastíg 20,
Reykjavík,
sem lést að morgni laugardagsins 24. júlí,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstu-
daginn 30. júlí kl. 13.30.
Sigríður Dröfn Tómasdóttir,
Sunneva Tómasdóttir,
Vilborg Auður Ísleifsdóttir.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR,
Stóru-Borg, Víðidal,
Vestur-Húnavatnssýslu,
lést mánudaginn 26. júlí.
(Björn) Tryggvi Karlsson,
Ólöf Hulda Karlsdóttir,
Guðrún Karlsdóttir, Leo J. W. Ingason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ARNBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR,
Mýrarvegi 113,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli þriðjudaginn
27. júlí.
Árni Árnason,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri,
SMÁRI ÁRSÆLSSON,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 27. júlí síðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar, tengda-
pabbi, tengdasonur, bróðir, mágur og svili,
ÞRÖSTUR HELGASON
kennari,
Hófgerði 12,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðju-
daginn 3. ágúst kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Krabbameinsfélag Íslands eða heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Hulda Brynjúlfsdóttir,
Drífa Kristín Þrastardóttir,
Heiðar Þór Þrastarson,
Úlfur Ingi Jónsson, Marta Rúnarsdóttir,
Ingiríður Árnadóttir, Brynjúlfur Sigurðsson,
Svala Helgadóttir,
Erla Helgadóttir, Sverrir Guðmundsson,
Valur Helgason, Ásta Gísladóttir,
Haukur Helgason, Eyrún Kjartansdóttir,
Örn Helgason, Elísabet Hannam,
Ragnheiður Brynjúlfsdóttir, Jón Óskarsson,
Sigurður Brynjúlfsson, Anna María Karlsdóttir.