Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 36
Grettir
Grettir
Smáfólk
ÉG BJÓ TIL LISTA YFIR
HLUTI SEM ÉG VIL EKKI AÐ ÞÚ
TÆTIR MEÐ KLÓNUM
ÉG HEFÐI KANNSKI ÁTT AÐ SETJA
LISTANN Á LISTANN
ÞAÐ VEIT ENGINN HVAÐ
DULARFULLI KÖTTURINN ER
AÐ HUGSA
EKKI EINU SINNI
DULARFULLI KÖTTURINN
LEIKVÖLL Í
KÓPAVOGI
VANTAR
BLENDING
FJÖGUR ÞÚSUND SANKTI
BERNARDSHUNDA? ÉG TRÚI
ÞESSU EKKI! HVER SENDI
ALLA ÞESSA FJÁRHUNDA TIL
AKUREYRAR? HVAÐ MEÐ
ALLA KETTINA?
FIMMTÁN FJÁRHUNDA TIL
EGILSSTAÐA... HVAR ER
ÞESSI LEIKVÖLLUR? HVAR ER
KORTIÐ? HVER BAÐ UM
STÓRA DANA?
SÍÐASTI YRIRHUNDUR
SKILDI HLUTINA EFTIR Í
ALGJÖRI ÓREIÐU!
© DARGAUD
Bubbi og Billi
PABBI, ÞAÐ ER AÐ KOMA
SKATTHEIMTUMAÐUR FRÁ
DÝRAHALDINU
ANSANS! ÉG GLEYMDI AÐ
TILKYNNA BILLA Í ÁR FLJÓTUR BILLI!
FELDU ÞIG!
KOMDU MEÐ
MÉR!
FLJÓTUR!
GÓÐAN DAGINN HERRA.
GAMAN AÐ SJÁ ÞIG
VIÐ
SKULUM SJÁ HVAR?
HVAR?
HÉRNA,
INN Í SKÁP!
FLJÓTUR!
STÖKKTU! !?
TAKK KÆRLEGA FYRIR AÐ TAKA ÞÁTT Í ÞESSUM
LEIK HERRA. VIÐ SÁUM EINGAN ANNAN MÖGULEIKA
TIL ÞESS AÐ KOMA HONUM Í BAÐ
ÉG VAR
PLATAÐUR
VIÐ VERÐUM AÐ
FINNA EITTHVAÐ
ANNAÐ NÆST
HVAÐ?
Dagbók
Í dag er fimmtudagur 29. júlí, 211. dagur ársins 2004
Víkverji er umhverf-isvænn og gerir
sitt allra besta til að
lifa í sátt við náttúr-
una. Hluti af því er að
fara allra erinda sinna,
í það minnsta innan-
bæjar, á hjóli.
Víkverji fjárfesti í
góðu hjóli í fyrra eftir
að gamla hjólið hafði
verið tekið í geymslu
blokkarinnar. Nýja
hjólið hefur reynst
ákaflega vel og ekki
spillir hvað Víkverji er
smart með hjálminn
sinn, sem að sjálf-
sögðu er í sömu litum
og hjólið.
Það var því ákveðið áfall fyrir Vík-
verja þegar hann í daglegum útrétt-
ingum fann að hjólið var farið að
hökta. Víkverji þóttist viss um að gír-
arnir væru vanstilltir en nánari at-
hugun leiddi í ljós að það var ekki
ástæðan. Það vildi svo til að Víkverji
átti leið framhjá Markinu og brá sér
inn á verkstæðið. Þar var honum vel
tekið þrátt fyrir miklar annir starfs-
manna. Hjólinu var kippt inn og á ör-
skotsstundu skipti starfsmaðurinn
um ónýtan hlekk í keðjunni, yfirfór
gírana og smurði allt saman vel að
lokum. Þjónustuna fékk Víkverji fyr-
ir spottprís og fór him-
inlifandi út og hjólaði
hratt til vinnu.
x x x
Víkverji er mikilltannburstamaður
og burstar tennurnar
ekki aðeins kvölds og
morgna heldur oft á
dag. Vegna þessa gerir
Víkverji miklar kröfur
til tannburstans og
tannkremsins og er
heldur íhaldssamur í
þeim málum. Víkverji
keypti alltaf tannkrem
sem kallast Macs og er
framleitt í Danmörku.
Tannkrem þetta skilur tunguna eftir
logandi og munninn því ótrúlega
ferskan. Víkverji gat alltaf gengið að
því vísu að tannkremið fengist í Nóa-
túni og lagði því leið sína þangað
þegar tannkremstúpan var orðin
óhóflega krumpuð.
En nú er svo komið að Víkverji
finnur hvergi tannkremið sitt góða
og hefur því neyðst til að kaupa aðr-
ar tegundir. Enn hefur hann ekki
dottið niður á tegund sem uppfyllir
kröfurnar og finnst honum því við
hæfi að koma á framfæri kvörtun yf-
ir að eitt vörumerki eigi nánast allan
tannkremsmarkaðinn hér á landi.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Eistland | Leikfélagið Hugleikur í Reykjavík er á leið til Viljandi í Eistlandi
þar sem félagið sýnir leikritið Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur á
norður-evrópskri áhugaleiklistarhátíð 3.–8. ágúst.
Undir hamrinum, eða Country Matters, eins og sýningin verður kölluð í
Eistlandi, er ólíkindalegur baðstofuleikur þar sem snúið er upp á ýmis ís-
lensk bókmennta- og þjóðsagnaminni eins og Hugleik er einum lagið. Leik-
stjóri er Ágústa Skúladóttir og tónlist er eftir Björn Thorarensen og Þorgeir
Tryggvason.
Hugleikur til Viljandi
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta
á fótum. (Sl. 66, 9.)