Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 48
BYGGING nýs kerskála við álver Norðuráls
á Grundartanga er nú hafin af fullum
krafti, en fyrsta skóflustunga fram-
kvæmdanna var tekin í maí síðastliðnum.
Að sögn Birgis Karlssonar, verkefnisstjóra
hjá HRV-engineering, sem sér um fram-
kvæmdir við stækkunina fyrir hönd Norð-
uráls, verða tilboð opnuð í dag fyrir ker,
rafleiðara og kerskálabyggingarnar sjálf-
ar, en nú er unnið að jarðvegsfram-
kvæmdum. Áætlað er að framleiðslugeta ál-
versins tvöfaldist eftir framkvæmdirnar, og
fari þar með úr 90 þúsund í 180 þúsund tonn. Gert er ráð fyrir að stækkað álver Norðuráls taki til
starfa árið 2006, en áætluð fjárfesting í stækkun álversins er rösklega 23 milljarðar króna. Samið var
um orkukaup vegna stækkunarinnar við Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur. Álverið við
Grundartanga var upphaflega sett af stað árið 1998, og var framleiðslugetan þá um 60 þúsund tonn.
Öðrum áfanga í stækkun þess lauk árið 2001 og komst framleiðslugetan þá í 90 þúsund tonn.
Stækkun álvers Norð-
uráls í fullum gangi
Morgunblaðið/ÞÖK
Stórvirkar vinnuvélar eru notaðar við jarðvegsframkvæmdir vegna stækkunar Norðuráls.
Tilboð í ker, rafskaut og
byggingar opnuð í dag
Trausti Gylfason, öryggisfulltrúi Norðuráls, og Karl
Ingi Sveinsson tæknifræðingur athuga gang mála.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
VILHELM Þorsteinsson EA hefur á nokkrum
vikum veitt um 7.000 tonn af síld við Svalbarða.
Síldin er flökuð um borð og er verðmæti hennar
orðið um 220 milljónir króna frá því skipið fór að
Svalbarða um miðjan júní. Síldinni er skipað um
borð í flutningaskip á miðunum og fyrir vikið
verða frátafir frá veiðum minni en ef landa þyrfti
hverjum farmi á Íslandi. Ekki er hægt að landa
síldinni í Noregi, þar sem ekki hefur náðst sam-
komulag við Norðmenn um skiptingu hennar
milli þjóðanna. Einnig er deilt um veiðirétt Ís-
lendinga á svæðinu og hve mikið af síld megi
veiða, en norska landhelgisgæzlan hefur ekki
amazt við íslenzku skipunum á þessum slóðum
enn sem komið er.
„Við erum að vinna um 120 tonn af flökum á
sólarhring og það hefur verið nánast stöðug
vinnsla um borð allan tímann. Við erum því fjóra
til fimm daga að fylla skipið,“ segir Guðmundur
Þ. Jónsson skipstjóri.
Hafa veitt/E1
Með síld fyrir
220 milljónir
REGLUR um útbúnað skemmtibáta
eru svo strangar og kostnaður við að
uppfylla kröfur ríkisins svo mikill að
margir eigendur hafa brugðið á það
ráð að flagga bátunum út, þ.e. skrá
þá í öðrum ríkjum. Sumir hugleiða
að selja bátana og hætta siglingum.
„Þetta er einhver undarleg sál-
sýki í íslenskum stjórnvöldum,“ seg-
ir Finnur Torfi Stefánsson, tónskáld
og félagi í Snarfara í Reykjavík.
Hann segir að hvorki í Norður-Evr-
ópu né í Bandaríkjunum séu reglur
nálægt því jafn strangar og á Ís-
landi. Íslenskir skemmtibátar þurfi
að uppfylla sömu kröfur og bátar og
skip sem notuð eru í atvinnuskyni.
Verra sé að eigendur bátanna verði
að borga gríðarhá lögbundin gjöld
til að bátarnir teljist löglegir. Hann
nefnir sem dæmi að þeir þurfi að
láta skoða björgunarbáta sína á
hverju ári. Erlendis sé á hinn bóginn
algengt að bátar séu skoðaðir á 3–4
ára fresti. Einokun ríki á markaði
fyrir björgunarbáta og hið sama eigi
við um skoðun á þeim. Afleiðingin sé
sú að skoðunin kosti yfirleitt 60–
80.000 krónur. „Á íslensku heitir
þetta fjárplógsstarfsemi,“ segir
hann.
Hafþór L. Sigurðsson, formaður
Snarfara, bendir á að í Svíþjóð, þar
sem fjöldi skemmtibáta sé um ein
milljón, séu afskipti ríkisvaldsins í
lágmarki og eigendum bátanna
treyst fyrir sínu eigin öryggi.
Skemmtibátum flaggað út til að forðast lögbundinn kostnað samkvæmt reglum um útbúnað
Sumir hugleiða
að selja bátana
Morgunblaðið/Þorkell
Þau eru misjafnlega vegleg, fleyin í smábátahöfn Snarfara. Margir/10
LEIKKONAN
Julia Stiles hefur
bæst í hóp leik-
aranna í Ferða-
lagi til himna (A
Little Trip to
Heaven), kvik-
mynd sem fyr-
irtæki Sigurjóns
Sighvatssonar,
Palomar Pict-
ures, framleiðir og Baltasar Kor-
mákur leikstýrir og skrifar hand-
ritið að, en þetta er fyrsta verkefni
hans sem framleitt er á ensku.
Tökur á myndinni hefjast hér-
lendis og í Minnesota um miðjan
ágúst.
Stiles leikur m.a. í myndinni The
Bourne Supremacy, sem var vin-
sælasta mynd síðustu helgar í
Bandaríkjunum.
Julia Stiles í
nýjustu mynd
Baltasars
Julia Stiles
Julia/44
ÚTLENDINGAR hafa keypt fyrir hærri upp-
hæð hér á landi með kreditkortum fyrstu sex
mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Visa Ísland og Master-
card-Kreditkortum er kreditkortavelta útlend-
inga hér á landi í ár rúmir 5,5 milljarðar króna
og hefur aukist um tæp 13%. Aukningin hefur
verið um 11% hjá Mastercard og tæp 14% hjá
Visa Ísland.
Sömu sögu er að segja ef skoðuð er velta á
kreditkortum Íslendinga erlendis. Hafa Íslend-
ingar keypt fyrir rétt rúma 8 milljarða króna er-
lendis hjá Visa fyrstu sex mánuði ársins eða fyr-
ir tæplega 23% hærri fjárhæð en sömu mánuði í
fyrra. Hjá Mastercard hefur veltan aukist um
tæp 43% á milli ára og Íslendingar keypt fyrir
3,2 milljarða erlendis hálft árið 2004.
Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Ís-
lands hefur kreditkortanotkun Íslendinga er-
lendis aukist um tæpt 31% sé litið til fyrstu sex
mánaðanna 2003 og 2004. Veltan í ár nam um
11,4 milljörðum króna. Færslufjöldi erlendis er
1,2 milljónir skipta í ár. Miðað við það nemur
hver færsla að meðaltali 9 þúsund krónum. Er
það eilítið lægri meðalupphæð en fyrstu sex
mánuðina 2003. Alls voru um 222 þúsund kred-
itkort í notkun í lok júní 2004.
Veltan hefur aukist um 13%
Útlendingar hafa eytt 5,5 milljörðum króna á Íslandi það sem af er árinu Tófan stal
golfkúlunni
UNGUR kylf-
ingur, Alex
Freyr Gunn-
arsson, 11 ára,
frá Golfklúbbi
Kópavogs og
Garðabæjar,
sem þátt tekur
í Íslandsmóti
unglinga á
Hólmsvelli í Leiru, varð fyrir því
að tófa tók kúluna og fór með
hana úr sandglompu við Bergvík-
ina á þriðju braut. Eftir ágætis
högg stakk tófan sér út úr brim-
varnargarði sem er við flötina,
fór ofan í glompuna og tók golf-
kúluna í kjaftinn – líklega haldið
að um egg væri að ræða.
„Ég sá ekki sjálfur hvar golf-
kúlan hafnaði, en þeir sem til sáu
sögðu mér, að um leið og kúlan
lenti hefði tófan skotist af stað og
elt hana þangað til hún stöðv-
aðist, og tekið hana þá í kjaft-
inn,“ sagði Alex í samtali við
Morgunblaðið.
Ungi kylfingurinn sá ekki golf-
kúluna sína aftur, en fékk að
leika nýrri kúlu frá sama stað án
þess að taka vítishögg. Móðir
Alex, Ylfa Pétursdóttir, segir
hann hafa verið heppinn að hollið
á undan var þarna hjá og sá hver
afdrif kúlunnar urðu. „Þetta hef-
ur gengið mjög vel og gaman fyr-
ir krakkana að taka þátt í svona
móti,“ segir Ylfa.
FRÁ og með þriðja ágúst nk. verður á ný hægt að
kaupa safa sem framleiddur er undir merki Sólar.
Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Sólar hf. hafa
stofnað fyrirtækið Sól ehf. og munu hefja fram-
leiðslu á ferskum ávaxtasafa í næstu viku. Að sögn
markaðsstjóra fyrirtækisins, Leifs Grímssonar, er
markmið þess að auka safamarkaðinn í heild sinni
en leggja síður áherslu á að vinna viðskiptavini af
keppinautum. „Eins og sakir standa nemur mark-
aðurinn um ellefu milljónum lítra á ári og stefnum
við á að hann muni aukast um eina milljón lítra á
þessu ári og að aukningin verði okkar.“
Leifur segir umræðuna um sykurskatt á gos-
drykki ekki vera á réttri braut. „Ef ég sel heila
appelsínu út úr búð greiði ég af henni 14% virð-
isaukaskatt. Ef ég kreisti hins vegar safann úr
henni og tappa á flöskur greiði ég vörugjald og
24,5% virðisaukaskatt. Hreinn, ferskur ávaxtasafi
er því settur í sama skattþrep og sykraðir gos-
drykkir og það finnst mér ekki eðlilegt.“
Sólarsafi aftur
á boðstólum
Sólarupprisa/D1
♦♦♦
♦♦♦