Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 226. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Skóladagar Opið 10 -18 12.-22.ágúst í dag Tónlistarblogg nýtur vinsælda Árni Þór Jónsson leikstjóri heldur úti tónlistarbloggsíðu | Fólk í fréttum Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók| Mesti ljósmyndari 20. aldar allur  Patrick Gale segist blásaklaus Börn | Skólarnir fyllast af krökkum  Börn í sveit Íþróttir | Úrslitaorusta við Rússa  United virðist slakast VERÐANDI varaforseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB), Margot Wallström, sagðist í gær harma að enn væru ekki nógu margar konur í embættum stjórn- armanna. Sagði Wallström, að loknum óform- legum fundi verð- andi framkvæmda- stjórnar í Brussel, að skipta ætti stjórnarstörfum til helminga milli kynjanna. „Evrópskar konur verða að finna fyrir því að þær eigi sér málsvara við ákvarðanatöku, á Evrópuþinginu, [ráðherra-] ráðinu, alls staðar,“ sagði Wallström. Hún mun fá það hlutverk að bæta ímynd ESB út á við og sagði hún litla kjörsókn í kosningum til Evrópu- þingsins áhyggjuefni og bera áhuga- leysi Evrópubúa vitni. Nýskipaður forseti framkvæmda- stjórnar ESB, José Manuel Barroso, setti sér það markmið og náði, að átta af 25 æðstu embættismönnum fram- kvæmdastjórnarinnar yrðu konur. Það er hærra hlutfall en var í víkjandi framkvæmdastjórn en þar voru kon- ur í fjórðungi sætanna. Framkvæmdastjórnin nýja mun formlega taka við völdum í nóvember. Hét hún því á fundi sínum í gær að flýta fyrir efnahagslegum umbótum innan ESB-ríkjanna og bæta ímynd sambandsins í huga almennings. „Það er mikilvægt fyrir Evrópu að framkvæmdastjórnin hafi hugsjónir og forystuhæfileika,“ sagði Barroso. Eitt af helstu markmiðum stjórnar- innar væri að bæta tengsl við vinaríki, þeirra á meðal Bandaríkin. Enn ekki nógu margar konur Margot Wallström Brussel. AFP. HERSKÁIR stuðningsmenn sjíta- klerksins Moqtada al-Sadr kváðust í gærkvöldi hafa afhent aðstoðarmönn- um trúarleiðtogans Ali al-Sistani lyklavöldin að Ali-moskunni í írösku borginni Najaf. Jafnframt neituðu þeir að hafa gefist upp fyrir hersveit- um Bandaríkjamanna sem umkringt hafa þennan helga stað sjíta múslíma síðustu tvær vikurnar. Var þetta staðfest af talsmanni al- Sadrs, Ahmed al-Shabani. Sagði hann menn al-Sadrs ætla að hafast við í moskunni sem „pílagrímar“. Talsmaður íraska innanríkisráðu- neytisins fullyrti fyrr í gær í samtali við CNN að íraskir lögreglumenn hefðu farið inn í moskuna, mætt 500 léttvopnuðum liðsmönnum al-Sadrs, handtekið þá og stillt til friðar án átaka. Uppgöf ekki staðfest Menn al-Sadrs gerðu lítið úr þess- um yfirlýsingum og sögðu þær al- rangar. Fréttamaður AFP-fréttastof- unnar, sem staddur var við moskuna í gærdag, sagðist ekki hafa séð til íra- skra lögreglumanna, sem hermt var að farið hefðu inn í bygginguna. Kvað hann bardaga enn geisa milli sveita al-Sadrs og liðsafla Bandaríkaja- manna í hinum gamla borgarhluta Najaf. Embættismenn bandaríska varn- armálaráðuneytisins sögðu menn al- Sadrs enn í og við moskuna og banda- ríska hermenn umkringja hana. Lyklavöld afhent í Najaf? Vígamenn neita að gefast upp Najaf. AFP.  Árás/ 16 SKUGGALEGUR hópur herskárra Stokkhólmsbúa hefur hótað að „slátra“ kú úr trefjaplasti, sem hann hefur haft í gíslingu í tvær vikur. Kýrin er eitt verka stærstu farand- listasýningar heims, Cow Parade eða Skrúðsýningar kúa, sem farið hefur víða. Eru þar sýndar kýr í fullri stærð sem listamenn skreyta og mála og hafa slíkar kýr prýtt götur Stokk- hólms og fleiri borga í sumar. Hópurinn sem rændi kúnni kallar sig Herskáa veggjakrotslistamenn Stokkhólms. Sendu þeir dagblaðinu Aftonbladet myndband í fyrradag þar sem kýrin sést milli tveggja svartklæddra manna sem hylja andlit sitt með grímu og munda borvélar. Krefjast þeir þess að kýrnar verði sviptar listrænu gildi sínu, ellegar muni kýrhaus fjúka. Talsmaður Cow Parade sagði hót- unina „mjög alvarlega og óhugn- anlega“ en vildi ekkert tjá sig um þá kröfu ræningjanna að svipta kýrnar listrænni stöðu sinni. Plastkýr í gíslingu Stokkhólmi. AFP. STOFNAÐ var í gær í Bárðardal félagið Hrafna- björg ehf. en tilgangur þess er undirbúningur að nýtingu vatnsafls í Skjálfandafljóti í Suður-Þingeyj- arsýslu. Áætlaður kostnaður við 90 megavatta virkjun er 12 til 13 milljónir króna. Ásgeir Mar- geirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var kjörinn formaður stjórnar undirbúningsfélags- ins. Segir hann ætlunina að virkjunin framleiði orku fyrir stórnotendur á Norðurlandi, ekki sé ætlunin að flytja orkuna til stóriðju í öðrum landshlutum. OR er aðalhluthafi félagsins, með 60% hlutafjár sem er 40 milljónir, Norðurorka á 18,75%, Orku- veita Húsavíkur 18,75% og Þingeyjarsveit 2,5%. Ásgeir sagði að félagið mundi nú óska eftir leyfi til rannsókna og virkjunar í Skjálfandafljóti og í framhaldi af því vinna umhverfismat. Landsvirkjun hefur einnig sent iðnaðarráðuneyt- inu umsókn um rannsóknarleyfi fyrir virkjun í Skjálfandafljóti en lagaleg óvissa ríkir um úthlutun leyfa samkvæmt nýjum raforkulögum. Tryggvi Harðarson, bóndi í Svartárkoti, segir til- finningar blendnar gagnvart fyrirhugaðri virkjun, hún sé að mörgu leyti efnileg en henni fylgi þeir ókostir að tapa Svartá og Suðurá. Einnig hafi hún áhrif á Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur, Orkuveitu Húsavíkur, Norðurorku og Þingeyjarsveitar skoða Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti í gær en fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir við Hrafnabjörg koma til með að hafa áhrif á rennsli fossins og þá aðallega yfir vetrartímann. Undirbúa virkjun fyrir 12 til 13 milljarða króna  Stefnt að / 6 ÓVENJU mikið hefur orðið vart við blóðsugufiskinn sæsteinsugu hér við land að undanförnu. Sæsteinsugan sýgur sig fasta á aðra fiska og nærist þannig á blóði þeirra. Ekki er nein skýring á þessum „faraldri“ en hugsanlegt að hlýnun sjávar hafi eitthvað að segja. Sæsteinsugan hrygnir ekki hér við land og segir Jón- björn Pálsson fiskifræðingur erfitt að meta hve langt fiskarnir syndi en þeir geti auðvitað tekið sér „far“ með beinhákörlum og stærri fiskum og farið anzi víða. / 11 Fær „far“ með beinhákarli ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.