Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 19
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 19 www.toyota.is Prius. Bensínsparnaður sem um munar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 55 3 0 8/ 20 04 Nú getur þú brugðist rétt við háu bensínverði. Það sem fáir áttu von á að væri mögulegt hefur tekist. Prius fór hringveginn kringum landið án þess að taka bensín á leiðinni. Eldsneytis notkun var að meðaltali aðeins 4 lítrar á 100 km. Komdu og kynntu þér málið. Prius er góður fyrir umhverfið og fyrir budduna þína. Í Prius eru tvær vélar, bensínvél og rafmótor. Vélarnar vinna saman. Umframorku frá bensínvélinni er breytt í raforku sem knýr bílinn áfram ásamt bensínvélinni. Með þessu móti verður eldsneytisnotkun að meðaltali um 4,1 l á hverja 100 km. Það er um helmingur á við aðra bíla í sama stærðarflokki og engu er fórnað í aksturseiginleikum og krafti. START ENDIR Reykjavík | Reykjavíkurmaraþonið hefst klukkan tíu í dag þegar mara- þonhlauparar verða ræstir í Lækj- argötunni fyrir framan Mennta- skólann í Reykjavík. Skemmtiskokkið hefst klukkutíma síðar og 11:10 byrjar hálfmaraþon og 10 kílómetra hlaup. Klukkan hálftólf verður svo ræst í 7 kíló- metra hlaupi. Hjördís Guðmundsdóttir, kynn- ingarfulltrúi Reykjavíkurmara- þonsins, hvetur íbúa sem búa við hlaupaleiðirnar til að koma út og hvetja hlauparana þegar þeir fara fram hjá. Hlaupaleiðir eru þær sömu og í fyrra nema í skemmti- skokkinu, sem er þrír kílómetrar, en þar verður farið frá miðbænum út að Sæbraut og til baka í stað þess að fara um Hringbrautina líkt og gert var í fyrra. Klukkan ellefu mun Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, setja Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt með formlegum hætti. Ákveðið hefur verið að loka nokkrum götum í miðborg Reykja- víkur fyrir umferð á morgun og er fólk hvatt til þess að nýta sér al- menningssamgöngur í staðinn. Lækjargata, Hverfisgata, Von- arstræti og Fríkirkjuvegur verða lokaðar fyrir umferð allan daginn en strætó ekur um tvær síðast- nefndu göturnar. Vesturgata verð- ur lokuð fyrir umferð milli Að- alstrætis og Garðastrætis, Sæbraut og Kalkofnsvegur verða einnig lok- aðar fyrir umferð milli 11 og 15 vegna hlaupsins og Geirsgata og Tryggvagata verða lokaðar milli 11 og 12. Þá má búast við umferð- artruflunum á Mýrargötu og í Ána- naustum meðan maraþonið stendur yfir, milli 10 og 14. Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu, sem sér um skipulagningu Menn- ingarnætur, segir að ökumenn megi búast við nokkrum töfum í kringum miðborgina í dag en á ekki von á öðru en allt gangi vel. Búist er við miklum mannfjölda í bæinn í dag en í fyrra var talið að um áttatíu þúsund gestir hefðu lagt leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. Sif reiknar með að ekki verði færri gestir í ár.                 !" #  "  $%&   '( & &")* +  ,  &    $*  -&  . ""   "  */ 0$")  " " /'1  " 2 3  $%&  - ! '     "   " ! 0  !5          3 2! . '%C MMM$./"$ Íbúar hvattir til að styðja hlaupara Reykjavík | Starfsfólk Fjölskyldu-og húsdýragarðsins flutti sauðfé og geitur til og frá Þerney í gær og komu dýrunum ýmist í „sum- arfríið“ sitt eða náðu í þau úr fríi en dýrin fá að vera í um mánuð í eyjunni ár hvert. Margrét Dögg Halldórsdóttir, yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins, segir mjög mikilvægt fyrir dýrin að komast út í eyna, þar sem þau fái að vera ein og njóta náttúrunn- ar og séu mun frjálsari en í garð- inum þar sem þau eru stöðugt inn- an um gesti garðsins. Ellefu kindur og lömb voru flutt í dag út í eyju ásamt sjö geitum og svipaður fjöldi fluttur til baka eftir mánaðardvöl. Ekki er reglu- bundið eftirlit með dýrunum með- an þau eru í eyjunni en starfs- menn garðsins fara öðru hvoru út eftir og líta til með dýrunum. Kindurnar, lömbin og geiturnar eru fluttar á gúmmíbát yfir í eyj- una. Margrét segir að flutningarnir gangi vandræðalaust fyrir sig. Mörg dýranna séu raunar farin að þekkja til flutninganna og láti sér fátt um finnast þó þau þurfi að skrölta á báti yfir í eyjuna. „Hins vegar er oft erfiðara að ná þeim til baka,“ segir Margrét og bætir við að talsverður tími hafi farið í að smala dýrunum sem fyrir voru í eyjunni. Tíu starfsmenn Húsdýragarðs- ins sáu um dýraflutningana og nutu liðsinnis nokkurra barna sem hafa verið á dýranámskeiði í Hús- dýragarðinum undanfarna viku. Krakkarnir fengu að hjálpa til við flutningana og höfðu gaman af, að sögn Margrétar, en börnin eru á aldrinum tíu til tólf ára. Morgunblaðið/Árni Sæberg Margrét Dögg yfirdýrahirðir tekur kind og geit traustataki í fjörunni. Sauðfé og geitur til og frá Þerney HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Búist við fjölmenni í maraþon og á Menningarnótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.