Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 51
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 51 LISTAHAPP Allir gestir fá ókeypis happdrættismiða. Dregið verður á 30 mínútna fresti, alls 17 sinnum. Dregið verður þangað til vinningar ganga út. Vinningar eru grafíkverk eftir Kristján Davíðsson, Tryggva Ólafsson og Línu Rut Wilberg. Um 2000 verk eftir fleiri en 200 listamenn til sýnis og sölu í galleríinu. Hressing í boði fyrir börn og fullorðna Vökum af list í Galleríi Fold Verið velkomin að sjá, spjalla og njóta Fyrir börnin Í Baksalnum verður teiknisamkeppni fyrir börn yngri en 12 ára. Börnin teikna og mála að eigin list. Verðlaun verða veitt fyrir bestu verkin í hverjum aldursflokki. Listaskot: Friðrik Tryggvason ljósmyndari tekur ljósmyndir af börnum yngri en 11 ára í boði Gallerís Foldar. Myndirnar eru prentaðar út á staðnum. Ásgrímur Jónsson Einstakur viðburður Sýning í Rauðu stofunni á vatnslitamyndum og teikningum frá 1908 til 1909 eftir Ásgrím Jónsson sem aldrei hafa verið sýndar áður Paper-mâché Lína Rut og kisurnar Kynning á nýjum skúlptúrum Línu Rutar í Ljósfold Skapað af list kl. 15.00-22.30 Sönglist kl. 15.40 og 20.40 EINS OG ÞEIM ER EINUM LAGIÐ Siiri Graupner kl. 15.00-18.00 formþæfing Soffía Sæmundsdóttir kl. 15.00-18.00 olíumálun Björk Bjarkadóttir kl. 16.30-19.30 akrýlmálun Elín G. Jóhannsdóttir kl. 19.00-22.00 akrýlmálun Kynning á nýjum olíuverkum eftir Gunnellu, Guðrúnu Elínu Ólafsdóttur. Listakonan verður á staðnum til að ræða um list sína kl. 19.30-21.00 Guðbjörg Káradóttir kl. 18.00-21.00 leirrennsla Sara Vilbergsdóttir kl. 19.30-22.30 pappamassa-skúlptúr Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari syngur nokkur létt lög við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur og Arnar Arasonar Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400, www.myndlist.is fold@myndlist.is OPIÐ TIL KL. 23.00! Gunnella Við kynnum vaxtalausu lánin til listaverkakaupa NÝ OG nýleg verk eru í fyrirrúmi á vetrardag- skrá Leikfélags Akureyrar, sem nú liggur fyr- ir. Til stendur að setja upp fjórar sýningar á vegum leikfélagsins sjálfs, en jafnframt munu fjórar gestasýningar sækja Akureyringa heim. „Hlutverk okkar er að bjóða upp á sem besta og mesta leiklist á Akureyri. Það verður fyrst og fremst gert með því að setja upp eigin sýningar, en svo kryddum við dagskrána með fjórum gestasýningum,“ segir Magnús Geir Þórðarson, sem er nýráðinn leikhússtjóri bæj- arins. Edda Heiðrún leikstýrir Fyrsta sýningin sem leikfélagið setur upp á eigin vegum í vetur er Svik, hið kunna leikrit Harolds Pinter. „Þetta er meistaralega skrifað verk eftir eitt af fremstu nútímaleikskáld- unum. Þetta er verk sem er reglulega á fjölum leikhúsa um allan heim og var nýlega sett upp í London þar sem það gekk lengi vel fyrir fullu húsi. Þarna höfum við dúndurlið leikara í leik- stjórn Eddu Heiðrúnar Bachmann. Þetta er frumraun hennar í leikstjórastólnum, þar sem gríðarleg reynsla hennar sem leikkona kemur til með að nýtast mjög vel,“ segir Magnús Geir. Verkið verður frumsýnt á Akureyri 23. sept- ember og sýnt í fimm vikur, en þá heldur sýn- ingin suður til Reykjavíkur og fær þá sama- stað í Borgarleikhúsinu. „Það er hluti af breyttum áherslum í sýningahaldinu almennt, að sýna þétt í þennan afmarkaða tíma, fimm vikur. Við höfum ákveðið nákvæmlega tímabil- ið sem hver sýning verður í boði og fólk verður því að tryggja sér miða í tíma, annars missir það af henni,“ segir Magnús Geir. Þessi háttur verður hafður á um allar sýningar Leikfélags Akureyrar í vetur, nema jólasýninguna sem verður sýnd í sjö vikur. Önnur leiksýning vetrarins samanstendur af tveimur stuttum leikritum, skrifuðum með fimmtíu ára millibili. Yngra verkið sem um ræðir er Ausa Steinberg eftir Lee Hall, höfund Billy Elliot og Eldað með Elvis, hins vegar eru það fimmtíu ára gamlir Stólarnir eftir Eugene Ionesco. „Leikritin kallast mjög skemmtilega á og styrkja hvort annað, þrátt fyrir að vera á margan hátt ólík. Sýningin verður þannig upp- byggð að annað verkið verður fyrir hlé, hitt eftir hlé. Þarna er velt upp stórum spurn- ingum um lífið og tilveruna af leiftrandi húmor þó að undirtónninn sé alvarlegur,“ útskýrir Magnús Geir, en það er María Reyndal sem situr í leikstjórastólnum. Leitað að Óliver Jólasýning Leikfélags Akureyrar verður söngleikurinn Óliver! í leikstjórn Magnúsar Geirs sjálfs. Um þessar mundir stendur yfir leit að Óliver sjálfum og fleiri krökkum í sýn- inguna, og leikstjórinn fæst ekki til að greina frá hver fer með hlutverk hins illræmda Fag- ins. „Þetta er einn af stóru söngleikjunum, sem er settur reglulega upp um allan heim. Saga Dickens er auðvitað sígild,“ segir Magn- ús Geir. „Sýningin er með stærri uppsetn- ingum Leikfélags Akureyrar frá upphafi, með- al annars verður tónlistin flutt af fimmtán manna hljómsveit Sinfóníuhljómsveitar Norð- urlands, enda er tónlistin í þessum söngleik svo vel þekkt og skemmtileg. Við vonumst til að það verði ekki bara Akureyringar sem flykkist á sýninguna, heldur streymi aðrir landsmenn líka í leikhúsferðir norður.“ Eftir jólin frumsýnir leikfélagið glænýtt leikrit, Pakkið á móti, í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. „Leikritið er svívirðilega fyndið,“ segir Magnús Geir en bætir við að verkið sé ennfremur mjög djarft og pólitískt. „Það fjallar um lítinn kall sem vill bara lifa róleg- heitalífi í eigin heimi, en skyndilega ræðst um- heimurinn inn á heimilið. Hann flækist inn í stóru málin sem maður horfir á í fréttum og finnst svo fjarlæg. Heimsmál verða þarna að einkamálum. Þetta er spennandi verk sem vann fyrstu verðlaun á leiklistarhátíðinni í Ed- inborg í fyrra.“ Gestasýningar Fjórar gestasýningar munu í vetur heim- sækja Leikfélag Akureyrar, Brim eftir Jón Atla Jónasson, söngleikurinn Hárið, ný sýning á vegum Þjóðleikhússins sem nefnist Kodda- maðurinn og Deafening Silence, sem er dans- leikhús frá Hollandi. „Ég vil að Leikfélag Ak- ureyrar verði mun meiri þátttakandi í leikhúslífi landsins og þjóðanna og einangrist ekki. Þetta er ein leið til þess, að bjóða til Ak- ureyrar erlendri gestasýningu og þessum ís- lensku sýningum, sem allar eru mjög spenn- andi. Í framtíðinni vona ég að erlendir leikhúsmenn starfi með okkur í auknum mæli,“ segir Magnús Geir. Í vetur stendur ennfremur til að vera með leiklestra, þar sem meðal annars verða lesin ný íslensk verk og Ladybird eftir Vassily Sigarev. „Þarna sjáum við vettvang til þess að prófa verk sem við erum að hugsa um fyrir næsta leikár. Áhorfendum gefst tækifæri til að heyra verkin lesin og segja sína skoðun, og að- stoða okkur þannig við verkefnavalið.“ Svonefndir máttarstólpar styrkja Leikfélag Akureyrar fjárhagslega um rúmlega tíu millj- ónir króna í vetur. „Atvinnulífið er að koma inn í starfsemina með stórauknum hætti, og þess vegna er dagskráin eins viðamikil og raun ber vitni,“ segir Magnús Geir. Ungt fólk í fyrirrúmi Það er ofarlega á stefnuskrá Leikfélags Ak- ureyrar að ná til ungs fólks og nýrra leik- húsgesta, og verður beitt til þess ýmsum brögðum, að sögn Magnúsar Geirs. „Ég vona auðvitað fyrst og fremst að verkefnavalið veki áhuga þeirra. En síðan er það nú svo að ungt fólk hefur oft minna milli handanna, og þess vegna bjóðum við því árskort í leikhúsið á nið- urgreiddu verði í samstarfi við Landsbankann. Á þessum kjörum er bíóverð á leikhúsmiðum,“ segir hann og bætir við að verðið vegi einna þyngst þegar skoðað er hvers vegna ungt fólk sæki lítið í leikhús. Öllum gagnfræðaskóla- nemendum á Eyjafjarðarsvæðinu verður boðið í leikhús í vetur af Landsbankanum, og þeim stendur jafnframt til boða að taka leiklist sem valgrein í skólanum í samvinnu við Leikfélag Akureyrar. Áhorfendaleikhús Að mati Magnúsar Geirs þarf Leikfélag Ak- ureyrar að þjóna stórum hópi, enda eina at- vinnuleikhúsið á svæðinu. „Við getum því ekki einskorðað okkur við eitthvað eitt, en þó ákvað ég að einbeita kröftunum að nútímaverkum í stað klassíkurinnar, eins skemmtileg og hún getur verið. Ég vil að leikhúsið tali til áhorf- enda og skipti þá máli, enda er þetta áhorf- endaleikhús, að vissu leyti alþýðuleikhús, sem þarf að höfða til margra. Ég vil gjarnan ná meira gegnumstreymi, að fleiri komi að þessu leikhúsi þrátt fyrir landfræðilega einangrun þess. Starfsemi þess þarf nefnilega alls ekki að vera það. En fyrst og fremst þarf allt sem fer á fjalirnar að vera gott og spennandi,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri á Akureyri. Morgunblaðið/ÞÖK „Ég vil … að fleiri komi að þessu leikhúsi þrátt fyrir landfræðilega einangrun þess. Starfsemi þess þarf nefnilega alls ekki að vera það. En fyrst og fremst þarf allt sem fer á fjalirnar að vera gott og spennandi,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri á Akureyri. Talað til áhorfenda Leiklist | Rætt við Magnús Geir Þórðarson, nýjan leikhússtjóra á Akureyri, um vetrardagskrána ingamaria@mbl.is www.leikfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.