Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ É g er búin að vera með ógurlegan móral síðan í sum- arbyrjun. Svo rammt hefur kveðið að þessari tilfinningu að það er eins og stór steinn hafi tekið sér bólfestu í kviðnum á mér, stækk- að þar og dafnað og haft svo lam- andi áhrif á allt mitt æði að mér hefur verið lífsins ómögulegt að hreyfa mig. Reyndar kemur þetta svolítið í hviðum. Stundum tekst mér að slaka á og ýta þessari tilfinningu frá mér, eins og þegar ég sit fyrir framan sjónvarpið á kvöldin yfir góðu snarli. Í öðrum tilfellum rýkur samviskubitið upp með því- líku offorsi að mig langar helst til að skella á mig ógegnsæjum hauspoka. Þetta gerist helst þegar ég mæti kröftug- um skokkara eða sé frísk- legar stelpur stinga sér inn í bíl með blautt hár og leikfim- ispoka á öxlinni. Jú, mikið rétt – mín sakbitna tilvera helgast af þeirri skelfilegu staðreynd að ég stunda enga reglubundna líkamsþjálfun. Nú hefur hreyfingarleysi mitt staðið nokkuð lengur yfir en síð- an í sumarbyrjun, reyndar meira og minna síðustu 20 árin eða svo, en það var fyrst í vor sem ég gerði mér grein fyrir alvöru máls- ins. Ekki var það vegna þess að heilsan tæki að gefa sig, svo und- arlega sem það hljómar, önnur eins tifandi heilsuleysissprengja og ég auðvitað er. Nei, það var vegna fréttar einnar, sem birtist í blöðum og ljósvakamiðlum rétt áður en sektarkenndin dundi yfir. Efni fréttarinnar var á þá leið að fimmta hver kona og fjórði hver karl á Íslandi stundaði enga reglubundna líkamsrækt. Þessu fylgdu bollaleggingar um hversu óábyrgt það væri að hreyfa sig ekki neitt og það var að heyra á orðanna hljóðan að það kæmi heilsuspekúlöntum svakalega á óvart hvað þessi hópur væri stór. Ég verð að viðurkenna að ég var líka standandi bit. Ég var af- ar hissa á því hvað menn voru hissa á því að 20% kvenna og 25% karla væru ekki í neinni þjálfun. Satt best að segja hélt ég að þessi hópur væri miklu stærri. Vissu- lega þekki ég fólk sem er duglegt að hreyfa sig en þeir eru mun fleiri sem ég þekki sem eiga í hálfgerðu basli með að temja sér góða hreyfingu og heilsusamlegt líferni. En líklega endurspeglar það ekkert annað en hversu af- leitum félagsskap ég er í. Margir þessara einstaklinga eru reyndar meðvitaðir um hversu slæmt þetta er og leggja því reglulega sitt af mörkum til að viðhalda hinum og þessum lík- amsræktarstöðvum með því að gerast styrktarfélagar. En þrátt fyrir góðan vilja er hreyfing þeirra ákaflega óreglubundin og tilviljanakennd, ef hún er þá yf- irhöfuð nokkur. Ég er sumsé í þessum hópi og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hef- ur mér aldrei tekist að reka af mér slyðruorðið. Einhvern veg- inn hefur mér þó tekist að lifa með þessum ljóð. En þarna, þeg- ar ég gerði mér grein fyrir því að leti mín og dugnaðarleysi væri í jafn miklum sérflokki og raun ber vitni, féll mér allur ketill í eld. Þess vegna hef ég, af veikum mætti, reynt að gera bragarbót á hreyfingarleysi mínu að und- anförnu og hjóla nú í vinnuna, all- ar þrjár mínúturnar sem það tek- ur að opna lásinn á hjólinu, koma þykkum afturendanum upp á hnakkinn og rúlla niður Lista- brautina að Morgunblaðshúsinu. Einhvern veginn hafa íþróttir aldrei legið neitt sérstaklega vel fyrir mér. Í æsku var ég alltaf síðust til að vera valin í hand- boltaliðið og glæsilegt viðurkenn- ingarskjal, sem er kirfilega falið ofan í kassa, vekur einungis minningar um það þegar ég varð síðust í mark í fjölmennu víða- vangshlaupi í Breiðó hér um árið. Ég held að snemma hafi menn gert sér grein fyrir því að ég væri ekki líkleg til afreka á íþrótta- sviðinu enda sáu foreldrar mínir þann kost vænstan að senda mig í tónlistarnám, frekar en í eitt- hvert íþróttafélagið. Reyndar stóð vankunnátta mín á íþrótta- sviðinu tónlistarnámi mínu veru- lega fyrir þrifum. Oftar en ekki hlaut ég svo mikla áverka í skyldubundnum leikfimitímum að ég var ófær um að sinna tónlist- argyðjunni um nokkurt skeið á eftir. Þannig brotnaði ég á litla- fingri hægri handar í einum handboltaleiknum og í nokkrar vikur á eftir þjálfaði ég bassa- ganginn í píanósónötum Mozarts betur en nokkurt barn hafði gert fram að því. Kosturinn var hins vegar sá að ég slapp við leikfim- ina á meðan fingurinn var að gróa. Þegar ég losnaði úr gifsinu var ég náttúrulega drifin í sprikl- ið á ný en þá tókst ekki betur til en svo að baugfingur sömu hand- ar brákaðist í æsispennandi blak- keppni. Þetta kallaði á frekari bassaæfingar og mamma íhugaði alvarlega að fara fram á það við skólastjórann að ég fengi að sleppa við frekari heilsurækt enda þótti henni sýnt að hún væri mér eingöngu til heilsutjóns. Þeg- ar mér tókst svo að brjóta löngu- töng vinstri handarinnar með því að stinga mér ofan í grynnri enda skólalaugarinnar rétt eftir að hægri höndin var orðin heil, var píanókennaranum mínum öllum lokið. Enn þann dag í dag minnist hún mín sem nemandans sem tókst að mölva hendurnar á sér þrisvar sinnum á sömu önninni. Nei, íþróttir hafa aldrei verið neitt fyrir mig en núna þykist ég vera búin að finna lausn á málinu. Á dögunum, þegar ég var að aka fram hjá íþróttavöruverslun í Austurbænum, rak ég augun í flennistóra yfirskrift yfir inn- ganginum þar sem stóð: Grenn- ing – styrking – þynging. Þar sem ég hef aldrei heyrt talað um „grenningu“ fyrr, og hvergi í þessari upptalningu var talað um hreyfingu, geri ég ráð fyrir að þetta hljóti að vera eitthvað alveg nýtt. Kannski er nú loksins hægt að panta sér tíma í grenningu, án þess að þurfa að fara í megrun eða líkamsrækt þannig að eftir standi „grennsla“ án brennslu! Brennsla og grennsla „Þarna, þegar ég gerði mér grein fyrir því að leti mín og dugnaðarleysi væri í jafn miklum sérflokki og raun ber vitni, féll mér allur ketill í eld.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is ✝ Einar Hallgríms-son fæddist á Gili í Fljótum 31. maí 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallgrímur Arn- grímsson, bóndi í Minna-Holti í Fljót- um, og Margrét Ein- arsdóttir húsfreyja. Einar átti þrjú systk- ini og eru tvö þeirra látin. Einar hóf 1961 sambúð með Guðfinnu Sigurðar- dóttur f. 16.10. 1925, d. 30.4. 1996, á Siglufirði. Eignuðust þau tvær dætur, Margréti, f. 9.3. 1964 og Sigur- björgu, f. 29.9. 1967, maki Þorleifur Karlsson, börn þeirra eru Karl Vernharð og Guð- finna Eir. Stjúpson- ur Einars er Aðal- berg Snorri Árnason, maki Jó- hanna Sverrisdóttir, börn þeirra eru Ein- ar Finnur, Jón Ís- fjörð, Bjargþór Ingi, Ljósbjörg Ósk, lang- afabörnin eru sex. Einar verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku tengdapabbi. Þá er komið að kveðjustund, þótt okkur finnist það allt of snemmt, en þú hefur verið lasinn síðasta árið. Þú hafðir mikið yndi af hestum og fórst í marga útreiðartúra. Þegar nafni þinn var lítill fór hann oft inn í Fljót með þér í sumarbústaðinn að Lambanesi Reykjum, en þar áttuð þið margar góðar stundir. Þú hefur alltaf reynst mér og börnunum mínum mjög vel frá því ég kynntist þér og fyrir það er ég mjög þakklát. Núna ertu kominn til henn- ar Finnu þinnar og veit ég að hún mun taka mjög vel á móti þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Magga, Sibba, Snorri og aðrir aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Megi góður Guð varðveita þig. Jóhanna Sverrisdóttir. Elsku afi og langafi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Megi góður Guð geyma þig. Einar Finnur, Karl Vernharð, Guðfinna Eir, Ljósbjörg Ósk, Bjargþór Ingi, Jón Ísfjörð, Oddur Árni, Daníel Snorri, Jóhann Ísfjörð, Jóhanna Björg, Jóhannes Ísfjörð, Júlíus Rúnar. EINAR HALLGRÍMSSON ✝ Guðrún MaríaJónsdóttir fædd- ist á Minna-Grindli í Fljótum 14. júlí 1913. Hún lést á Kjarna- lundi á Akureyri 11. ágúst síðastliðinn. Guðrún var dóttir hjónanna Þórunnar Sigríðar Jóhannes- dóttur og Jóns Þor- bergs Jónssonar. Föður sinn missti Guðrún ung, en hann fórst með þilskipinu Maríönnu árið 1922. Móðir hennar lést 94 ára að aldri 1982. Systkini Guð- rúnar sem á legg komust eru Björg Lilja, f. 1909, látin, Jóhann- es, f. 1911, látinn, Sæunn, f. 1917, Óskar Friðjón, f. 1921, látinn, Jón Kári Jóhannesson, f. 1923, látinn og Soffía Sigurbjörg Jóhannes- dóttir, f. 1928. Í æsku létust syskinin Svein- björn, Jóna Friðrika og Óskar Hartmann. Guðrún giftist 1932, Gesti Páls- syni f. 12. apríl 1908, d. 4. júní 1951. Hann var son- ur Guðfinnu Ágústu Jónsdóttur og Páls Björnssonar. Guð- rún og Gestur bjuggu allan sinn bú- skap á Siglufirði. Síðar bjó Guðrún á Akureyri og á tíma- bili á Sauðárkróki. Börn Gests og Guðrúnar eru: 1) Viktoría Særún, f. 17. janúar 1933, börn hennar eru Maríanna Friðjóns- dóttir, Gestur Helgi Friðjónsson og Sigríður Karls- dóttir. 2) Jón Þórir, f. 11. júlí 1934, kvæntur Jóhönnu Valberg, börn þeirra eru Guðrún Sigríður, Jóna Björg og Erlingur. 3) Matthías Ólafur, f. 14. júlí 1937, kvæntur Helgu Eiðsdóttur, börn þeirra eru Mjöll, Drífa, Muggur og Dögg. Langömmubörnin eru 20 og langalangömmubörnin 2. Guðrún verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Amma mín. Þú ert hjartadrottningin mín, allt- af svo falleg og fín. Góð fyrirmynd og endalaus uppspretta ljúfra minn- inga. Þegar ég var lítil hélt ég alltaf að orðið amma þýddi þig. Amma hafði stór og mjúk brjóst, falin undir hvítri, nýstraujaðri og næstum brak- andi svuntu. Amma hafði hár niður á rass, sem alltaf var kirfilega fléttað og sat rétt á höfðinu, líka undir peysufatahúfu. Amma ilmaði af ný- bökuðu brauði, heimagerðri sultu eða einhverjum indælum mat. Amma hafði stóran og hlýjan faðm, sem tók á móti glöðu sem hryggu barni. Amma var öruggt hæli í ver- öld, sem stundum var bæði leiðinleg og ljót. Amma mín vissi allt. Endalaus fjársjóður útskýringa, skemmtilegra frásagna úr raunverulega lífinu og ævintýra. Amma mín gat á tíræðis- aldri sagt sögur, sem skiptu máli, af fólki og atburðum með rót í þjóðar- sálinni. Amma mín var þjóðarsálin holdi gædd, þessi gamla þjóðarsál, sem mundi ekki bara tímana tvenna, heldur þrenna og ferna. Amma mín gat flutt þann fróðleik áfram til okk- ar sem yngri vorum á skiljanlegan hátt, svo við tókum það til okkar. Hún átti það til að segja: „Það er engin skömm að því að vera fátækur. En það er skammarlegt að vera illa þrifinn og í rifnum fötum.“ Amma mín kunni þá góðu kúnst að líta alltaf vel og virðulega út, þrátt fyrir á stundum þröngan efnahag. Og hún var snillingur í því að þvo smókings- kyrtur þannig að þær þurfti alls ekki að strauja. Látlaus, skapandi hegð- unin og hnífskarpur heilinn var lát- laust notaður í þágu hversdagslífs- ins. Hvernig átti að sulta, tína fjallagrös og blóðberg eða elda fisk á alveg einstaklega gómsætan hátt. Og þessa vitneskju gaf hún áfram til „allsnægtakynslóðarinnar“ – okkar. Amma mín var fjölmiðill af bestu gerð. Hún kenndi, sagði frá og svo þurfti hún alls ekki á síma að halda til að vita hvernig högum okkar í fjöl- skyldunni var háttað. Hana dreymdi, hún skynjaði og hún vissi allt, alveg fram á síðasta dag. Rúmlega níutíu ára þekking í líkama, sem týndi stóru bústnu brjóstunum, umgerðin minnkaði einhvern veginn smám saman eftir því sem árin liðu á með- an sálin varð stærri, sterkari og kær- leiksríkari. Hún var ennþá amman þrátt fyrir að yfirbragðið breyttist. Holdgervingur þeirrar þversagnar, að við viljum öll eldast, en viljum helst ekki verða líkamlega gömul og úrvinda. Amma mín var orðin þreytt á líkama, ekki sál. Sálin hennar flýg- ur nú til himins þar sem hún mætir honum afa mínum aftur eftir rúma hálfa öld. Táningurinn ég yfirheyrði eitt sinn ömmu mína um það af hverju hún hefði aldrei gifst aftur eftir að afi dó – og hún svaraði um hæl. „Það er einfalt. Á meðan kon- urnar í kringum mig áttu 10 og 12 börn, eignuðumst við afi þinn þrjú. Þegar konurnar í kringum mig höfðu ekki úr neinu að moða vegna þess að kaupið var drukkið upp, kom hann afi þinn alltaf með launaumslagið og lagði til fjölskyldunnar. Ég var hepp- in og vænti þess ekki að ég gæti nokkurn tíma orðið heppnari með mann. Hann afi þinn var nefnilega einstakur.“ Já, hún amma mín var trygglynd og stóð föst á sínu. Á innan við ári hefur litla fjöl- skyldutréð mitt týnt rótinni, sem var hún amma mín, og yngstu greininni, syni mínum. Ég kveð hana ömmu mína í dag. Minning Guðrúnar Maríu og Atla Thors lifir í hjarta mínu að eilífu. Takk fyrir að þið voruð hluti af lífi mínu. Maríanna Friðjónsdóttir. GUÐRÚN MARÍA JÓNSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist val- kosturinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.