Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vöruhúsið heildverslun kynnir fallegu gjafavörurnar fást í helstu blóma og gjafavöruverslunum. Eddufell i • s . 567 3535 Skólatilboð15 tíma ljósakort á aðeins 4.500kr. sjóðheitar nýjar perur 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is Sigrún og Bryndís eru vin-konur til margra ára.Þær segja að samstarfið ísumar hafi gengið vel; enginn listrænn ágreiningur hafi komið upp á milli þeirra! Þær séu ólíkar en bæti hvor aðra upp. Báðar eru nemendur við fata- og textílhönnunardeild Listahá- skóla Íslands. Í sumar voru þær einn af mörgum hópum sem starf- aði á vegum Hins hússins við skapandi sumarstörf og fengu laun til sex vikna fyrir tísku- starfsemi undir nafninu Lykkju- fall … úps … Þær stöllur hafa í sumar staðið fyrir ýmiss konar gjörningum tengdum tísku og hönnun. Í tengslum við Föstu- dagsflipp Hins hússins héldu þær til dæmis tvær óhefðbundnar tískusýningar í Ráðhúsi Reykja- víkur þar sem fyrirsætur á öllum aldri tóku þátt í fatagjörningum. Einnig fóru stelpurnar með gaml- ar, sköllóttar gínur á Austurvöll til að vinna fyrir þær fyr- irsætustörf og munu gínurnar hafa staðið sig afburða vel. Verkefnið vindur upp á sig Annað stórt verkefni rak svo á fjörur Lykkjufalls, þegar stelp- urnar tóku að sér að hanna föt á þátttakendur í fyrirsætukeppninni Face North sem haldin var í sum- ar. Þær segja að gott samspil hafi verið milli verkefnanna tveggja og að til dæmis hafi þær notið starfskrafta fyrirsætna úr keppn- inni við uppákomur á vegum þeirra sjálfra. Fyrir keppnina hönnuðu þær föt á hvorki meira né minna en tuttugu og fimm fyr- irsætur á sex vikum, sem þykir afrek. Þar sem keppnin var styrkt af versluninni Vogue nutu þær góðs af og fengu efni til sauma- skaparins en fataefni eru dýr í innkaupum. Hróður þeirra Lykkjufalls- stelpna er nú tekinn að berast út fyrir landsteinana. Í sumar voru fulltrúar kanadísku tískusjón- varpsstöðvarinnar Fashion Tele- vision staddir hér á landi í tengslum við Face North keppn- ina. Þeir eyddu svo heilum degi í tökur fyrir tískuþátt með fötum Bryndísar og Sigrúnar. Einnig var umboðsmaður Paris Hilton (þekkt sem hinn skrautlegi erfingi Hilton-auðsins) á Íslandi í sumar og hreifst svo af fötunum að hann fékk korselett og pils til að færa umbjóðanda sínum. Herma fregn- ir að hún hafi verið afar ánægð. Og áfram og áfram Sigrún og Bryndís hafa hannað föt frá unga aldri og sjá ekki fyr- ir endann á því. Eftir stúdents- próf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir nokkrum árum hafa þær tekið sér margt fyrir hendur. Bryndís var á flakki milli heimsálfa meira og minna í þrjú ár. Við heimkomuna kláraði hún alla textíl- og fatahönnunaráfanga sem í boði eru við Fjölbraut í Garðabæ og er nú að hefja námið í fatahönnun við Listaháskólann. Sigrún lauk fornámi við Myndlist- arskólann í Reykjavík og á nú eitt ár eftir til BA-prófs í textíl- og fatahönnun við Listaháskólann. Hún hefur leiðbeint unglingum á námskeiðum í tísku og hönnun og vann í tengslum við námið í starfsþjálfun á átta tískusýningum í París. Þótt sumarstarfinu á vegum Hins hússins sé nú lokið er merk- ið Lykkjufall …úps … hvergi nærri dautt. Þær hafa selt tals- vert af framleiðslunni og hafa að undanförnu haft mikið að gera við að sinna sérpöntunum. Stelp-  TÍSKA Korselett fyrir Paris Hilton Ljósmynd/Sigrún Baldursdóttir Korselett og pils: Hið sama og Paris Hilton klæðist nú. Sigrún Baldursdóttir og Bryndís Sveinbjörns- dóttir lifa draum sinn í sumar um að starfa við fatahönnun. Ananasskurður í Ráðhúsinu er einnig meðal þess sem þær hafa fengist við. Í dag er uppskeruhátíð í Hinu húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.