Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF
26 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vöruhúsið heildverslun kynnir
fallegu gjafavörurnar fást í helstu
blóma og gjafavöruverslunum.
Eddufell i • s . 567 3535
Skólatilboð15 tíma ljósakort
á aðeins 4.500kr. sjóðheitar
nýjar perur
580 80 80
Vilt þú auglýsa!
Þetta svæði er laust núna
hringdu í síma
midlun@midlun.is
Sigrún og Bryndís eru vin-konur til margra ára.Þær segja að samstarfið ísumar hafi gengið vel;
enginn listrænn ágreiningur hafi
komið upp á milli þeirra! Þær séu
ólíkar en bæti hvor aðra upp.
Báðar eru nemendur við fata-
og textílhönnunardeild Listahá-
skóla Íslands. Í sumar voru þær
einn af mörgum hópum sem starf-
aði á vegum Hins hússins við
skapandi sumarstörf og fengu
laun til sex vikna fyrir tísku-
starfsemi undir nafninu Lykkju-
fall … úps … Þær stöllur hafa í
sumar staðið fyrir ýmiss konar
gjörningum tengdum tísku og
hönnun. Í tengslum við Föstu-
dagsflipp Hins hússins héldu þær
til dæmis tvær óhefðbundnar
tískusýningar í Ráðhúsi Reykja-
víkur þar sem fyrirsætur á öllum
aldri tóku þátt í fatagjörningum.
Einnig fóru stelpurnar með gaml-
ar, sköllóttar gínur á Austurvöll
til að vinna fyrir þær fyr-
irsætustörf og munu gínurnar
hafa staðið sig afburða vel.
Verkefnið vindur upp á sig
Annað stórt verkefni rak svo á
fjörur Lykkjufalls, þegar stelp-
urnar tóku að sér að hanna föt á
þátttakendur í fyrirsætukeppninni
Face North sem haldin var í sum-
ar. Þær segja að gott samspil hafi
verið milli verkefnanna tveggja
og að til dæmis hafi þær notið
starfskrafta fyrirsætna úr keppn-
inni við uppákomur á vegum
þeirra sjálfra. Fyrir keppnina
hönnuðu þær föt á hvorki meira
né minna en tuttugu og fimm fyr-
irsætur á sex vikum, sem þykir
afrek. Þar sem keppnin var styrkt
af versluninni Vogue nutu þær
góðs af og fengu efni til sauma-
skaparins en fataefni eru dýr í
innkaupum.
Hróður þeirra Lykkjufalls-
stelpna er nú tekinn að berast út
fyrir landsteinana. Í sumar voru
fulltrúar kanadísku tískusjón-
varpsstöðvarinnar Fashion Tele-
vision staddir hér á landi í
tengslum við Face North keppn-
ina. Þeir eyddu svo heilum degi í
tökur fyrir tískuþátt með fötum
Bryndísar og Sigrúnar. Einnig
var umboðsmaður Paris Hilton
(þekkt sem hinn skrautlegi erfingi
Hilton-auðsins) á Íslandi í sumar
og hreifst svo af fötunum að hann
fékk korselett og pils til að færa
umbjóðanda sínum. Herma fregn-
ir að hún hafi verið afar ánægð.
Og áfram og áfram
Sigrún og Bryndís hafa hannað
föt frá unga aldri og sjá ekki fyr-
ir endann á því. Eftir stúdents-
próf frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð fyrir nokkrum árum
hafa þær tekið sér margt fyrir
hendur. Bryndís var á flakki milli
heimsálfa meira og minna í þrjú
ár. Við heimkomuna kláraði hún
alla textíl- og fatahönnunaráfanga
sem í boði eru við Fjölbraut í
Garðabæ og er nú að hefja námið
í fatahönnun við Listaháskólann.
Sigrún lauk fornámi við Myndlist-
arskólann í Reykjavík og á nú eitt
ár eftir til BA-prófs í textíl- og
fatahönnun við Listaháskólann.
Hún hefur leiðbeint unglingum á
námskeiðum í tísku og hönnun og
vann í tengslum við námið í
starfsþjálfun á átta tískusýningum
í París.
Þótt sumarstarfinu á vegum
Hins hússins sé nú lokið er merk-
ið Lykkjufall …úps … hvergi
nærri dautt. Þær hafa selt tals-
vert af framleiðslunni og hafa að
undanförnu haft mikið að gera
við að sinna sérpöntunum. Stelp-
TÍSKA
Korselett fyrir Paris Hilton
Ljósmynd/Sigrún Baldursdóttir
Korselett og pils: Hið sama og Paris Hilton klæðist nú.
Sigrún Baldursdóttir og Bryndís Sveinbjörns-
dóttir lifa draum sinn í sumar um að starfa við
fatahönnun. Ananasskurður í Ráðhúsinu er
einnig meðal þess sem þær hafa fengist við. Í
dag er uppskeruhátíð í Hinu húsinu.