Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 39 HIN nýtilkomna aðild tíu nýrra ríkja að samningnum um evrópskt efnahagssvæði (EES) og Evrópu- sambandinu (ESB), sem gekk í gildi hinn 1. maí á þessu ári boðaði breytingar. Lauk þar með langri og strangri lotu samn- inga og viðræðna, sem staðið höfðu allt frá því ákveðið var á leiðtoga- fundi ESB í júní, árið 1993, að opna fyrir möguleika á aðild þeirra ríkja sem loks fengu aðildina við- urkennda að ESB og EES. Hið fyrra átti sér stað í Kaupmannahöfn og gekk síðan eftir, einum tíu árum síðar. Þá í desembermánuði, árið 2002, var tímasetning stækkunar ESB ákveðin, sem gerðist á leiðtoga- fundi ESB, en hann var aftur hald- inn í Kaupmannahöfn (sbr. „Frá Kaupmannahöfn til Kaupmanna- hafnar“). Hér skal raunar stiklað mjög á stóru. Grein 128 af EES-samningnum Hér er látið í veðri vaka, að grein 128 af samningunum um EES hafi leitt til að- ildar tíu nýrra ríkja að EES, sem er í fullu samræmi við skuld- bindingar ESB, og eins samsvarandi skuldbindingar af hálfu Íslands, Noregs og Liechtenstein. Ekki skal grein 128 sér- staklega rakin, en vís- að er til heimildar. Engin vandkvæði urðu vegna þessarar greinar 128 af samningnum um EES í fullnustu mála. Stækkun EES og ESB um tíu ríki Mið-, Austur-, Suð- ur- og Suðaustur-Evrópu gerðust samhliða hinn 1. maí síðastliðinn. Breski fræðimaðurinn, Heather Grabbe, hefur komið fram með hug- mynd, sem á ensku kallast „institut- ional complimentarities“, sem á ís- lensku mætti kalla „samverkun stofnanaþátta“! Eistland, Lettland og Litháen, eru afar góð dæmi um „samverkun stofnanaþátta“, þar sem tekist hefur að ná fram aðild þeirra að ESB og EES, auk aðildar þeirra þriggja að Norður-Atlantshafs- bandalaginu (NATO). Þau fengu öll þrjú fulla aðild að NATO í byrjun apríl þessa árs. Hér- umbil einum mánuði síðar, fengu þau fulla aðild að ESB, sem jafnframt fól í sér samhliða stækkun EES um Eystrasaltsríkin þrjú en alls tíu ríki, samanber umfjöllun um grein 128 EES-samningsins að framan. Hvað verður af „samverkun stofnanaþátta“ í framtíðinni? Hinn sænski Carl Bildt hefur látið þá skoðun í ljós, að skortur á „sam- verkun stofnanaþátta“ á meðal Norðurlandaríkjanna fimm, hafi illt eitt í för með sér. Hið sama má segja um stöðu Tyrklands, sem er aðild- arríki NATO, en utan samningsins um EES, og stendur fyrir utan ESB. En ef vikið er aftur að Eystrasalts- ríkjunum þremur, sem hér hafa ver- ið nefnd til sögunnar, hefur tekist allvel við það, að tryggja „sam- verkun stofnanaþátta“ hvað þau áhrærir. Hið eina, sem hugsanlega gerir það að verkum, að þau eru ekki búin að uppfylla „ideal“-„samverkun stofnanaþátta“ er sú staðreynd, að þau standa enn utan við Norð- urlandaráðið. Ekki skal vikið frekari orðum að þeim fimm ríkjum, sem að- ild eiga að Norðurlandaráðinu, en vísað enn og aftur til orða Carl Bildt um þau efni, sem hér hefur verið vís- að til í textanum. Til að lýsa í hnotskurn hversu mik- ilvæg „samverkun stofnanaþátta“ er, skal rakin saga eins eða allra Eystra- saltsríkjanna þriggja, það er, Eist- lands, Lettlands og Litháen: Hvað stjórnmál áhrærði fékk ríkið fyrst aðild að Evrópuráðinu og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Áður getur um það, að ríkin þrjú fengu aðild að NATO, og strax í kjöl- farið aðild að ESB. Hvað efnahags- málum viðvíkur fékk eitt hinna þriggja Eystrasaltsríkja fyrst aðild að Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), þvínæst fékk það aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), og loks aðild að ESB, en það var að undangenginni aðild Eystra- saltsríkisins að NATO, eins og áður hefur verið lýst hér að ofan. Full að- ild að ESB fól jafnhliða það í sér, að ríki fékk aðild að samningnum um EES, en slíkt er einmitt kjarni „sam- verkunar stofnanaþátta“ fyrir ríki eins og Ísland, og raunar gildir hið sama fyrir öll ríki í gervallri Evrópu. Heimild: EES. Meginmál EES- samningsins og fleira efni er honum tengist. Með aths. e. B.F. (Háskóla- útg., 1997). IX. Hluti. Alm. ákvæði og lokaákvæði. Bls. 71, gr. 128, nr. 1 og nr. 2. Samningurinn um EES gengur til austurs/suðurs Kjartan Emil Sigurðsson skrifar um EES ’Full aðild að ESBfól jafnhliða það í sér, að ríki fékk aðild að samningnum um EES, en slíkt er einmitt kjarni „samverkunar stofnanaþátta“ fyrir ríki eins og Ísland, og raunar gildir hið sama fyrir öll ríki í gervallri Evrópu. ‘ Kjartan Emil Sigurðsson Höfundur er stjórnmála- og þjóðhagfræðingur. Evrópusambandið í Austurvegi III Í DAG er menningarnótt í Reykjavík í níunda sinn. Frá morgni til kvölds geta Reykvíkingar og gestir þeirra notið yfir 200 stórra og smárra viðburða sem spanna allt litróf menningar og lista. Einsog fegrun Aust- urvallar, ylströndin í Nauthólsvík, Fjöl- skyldu- og hús- dýragarðurinn í Laug- ardal, fjölbreytt útivistarsvæði og hjóla- og göngustíga- stígar og fjölmargt annað var stofnað til menningarnætur til að gera borgina skemmti- legri. Það hefur tekist. Menningarnótt hefur sannarlega vaxið og dafnað. Ástæðan er fyrst og fremst hug- myndaauðgi og fram- takssemi fyrirtækja, listafólks og ein- staklinga sem taka höndum saman í miðborginni ár hvert. Fyrir þremur árum varð gríðarleg umræða í kjölfar menningarnætur um að vinsældir hennar væru orðnar vandamál. Ill-leysanlegir umferð- arhnútar höfðu þá myndast eftir að flugveldasýningu lauk. Þá höfðu 70.000 manns komið saman í mið- borginni. Í kjölfarið gerði lögreglan átak í umferðarstjórn og 85.000 manns mættu með þolinmæðina meðferðis árið eftir. Umferðin gekk vel en örfáir ofbeldisseggir urðu miðpunktur umræðunnar ásamt álaginu á slysavarðstofunni. Það var einsog á gamlárskvöld. Enn var spurt hvort menningarnótt væri sprungin. Lærum sífellt af reynslunni Í fyrra var reynt að læra af reynsl- unni. Dagskránni var dreift um stærra svæði en áður, hún var fyrr á ferðinni og endapunktur settur með glæsilegri flugeldasýningu Orku- veitunnar. Allt var gert til að undir- strika að menningarnótt væri fjöl- skylduhátíð. Til að gera ýtrustu öryggisráðstafanir var viðbragðs- miðstöðin í Stigahlíð nýtt og full- mönnuð ásamt því að löggæsla og viðbragðsaðilar voru sýnilegri en áð- ur. Um 100.000 eru talin hafa tekið þátt í menningarnótt í fyrra. Þótt þetta hafi líklega verið mesti mann- söfnuður Íslandssögunnar höfðu læknar slysadeildar minna að gera en um venjulega helgi. Þrátt fyrir að vel hafi tekist til er ljóst að stórverkefni sem þetta heppnast ekki nema allir leggist á eitt. Höfuðborgarstofa, sem ber ábyrgð á fram- kvæmd menning- arnætur fyrir hönd Reykjavíkurborgar, hefur átt því láni að fagna að búa yfir hæfu starfsfólki og frábærum samstarfsaðilum sem annast viðbúnað, lög- gæslu og önnur örygg- ismál í borginni. Til að standa vörð um farsæla menningarnótt skiptir þó mestu að Reykvík- ingar og gestir þeirra gangi hægt um gleðinn- ar dyr og hver beri ábyrgð á sér og sínum. Í því efni er sérstaklega horft til unglinga og foreldra þeirra. Saman á menningarnótt Enginn vill hverfa aftur til ástands- ins sem ríkti í miðborginni áður en borgaryfirvöld, lögregla og for- eldrar tóku höndum saman um að stöðva unglingadrykkju á almanna- færi. Miðborgin hafði verið mið- punktur hennar helgi eftir helgi um áratuga skeið. Það var stöðvað með samhentu átaki fyrir um fimm árum. Sérstaka árvekni þarf þó til að vinna gegn því að menningarnótt taki við verslunarmannahelgi eða próflokum sem miðpunktur unglingadrykkju. Því hefur Höfuðborgarstofa tekið höndum saman við forvarnarnefnd borgarinnar og SAMAN-hópinn svokallaða um að leggja áherslu á ábyrgð foreldra á börnum sínum á menningarnótt ekki síður en aðra daga. SAMAN-hópurinn er sam- starf frjálsra félagasamtaka, for- eldra og annarra sem vita að sam- veran með fjölskyldu er besta forvörn unglingsáranna. Menning- arnótt er einmitt farsælust þegar hún er hátíð allrar fjölskyldunnar. Saman stuðla gestir menning- arnætur áfram að því að menning- arnótt verði eitt fallegasta blómið í borgarlífinu. Gleðilega menning- arnótt! Gleðilega menningarnótt! Dagur B. Eggertsson skrifar um menningarnótt Dagur B. Eggertsson ’Menningar-nótt hefur sann- arlega vaxið og dafnað. ‘ Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Höfuðborgarstofu. Á MENNINGARNÓTT hvet ég fólk til að kynna sér nýmæli á sviði menningar og lista: Framtak til að gera almenningi kleift að nálgast og njóta samtíma- listar á eigin forsendum. Borg- arbókasafnið hefur opnað ,,Artótek Listmunahlöðu“ í Gróf- arhúsinu þar sem fólk getur komið, valið sér eitt af nær 400 lista- verkum eftir 130 lista- menn og leigt um skemmri eða lengri tíma. Minnstu verkin kosta í leigu 1.000 krónur á mánuði, stærstu 10 þúsund. Festi maður ást á verk- inu getur leigan gengið upp í kaup. Ég hvet alla til að koma við í Artótekinu á menningarnótt og skoða. Þar er opið frá kl. 13–21. Eða fara inn á artotek.is og velja sér verk. Ég þakka samtökum lista- manna samstarfið við að koma þessu á og listamönnum metnaðinn sem þeir sýna. Vaxtalaus lán til að kaupa listaverk Það er auðveldara og ódýrara að kaupa myndlist í Reykjavík í dag en ísskáp eða sjónvarp á raðgreiðslum! Menningarmálanefnd hefur fengið KB banka, galleríin í borginni og listamenn til að sameinast um að veita vaxtalaus lán til kaupa á verk- um eftir samtímalistamenn. Kaup- andi getur farið inn í öll helstu gall- erí borgarinnar og gert samning um lán til allt að 36 mánaða, allt upp í 600 þúsund krónur, til að kaupa listaverk. Hvar bjóðast betri kjör? Vextirnir eru niðurgreiddir af fram- lagi borgarinnar, KB banka, og með afslætti gallerís og listamanns. Hagnaður listamanna og gallería felst í því að fá staðgreiðslu frá bankanum, og vonandi miklu meiri verslun. Bankinn sér um um- sýslu lána, borgin legg- ur fram fé með honum svo viðskipti geti orðið markverð fyrir hinn illa stadda myndlist- armarkað. Lágmarks- upphæð til kaupa er 36 þúsund, með aðeins 10% útborgun, svo nú má segja að myndlistarkaup séu á hvers manns færi. List fyrir alla! Við opnunarhátíð Artóteks minntist ég gamallar „menningaryfirlýs- ingar“ frá litlum leikhópi í Banda- ríkjunum, sem mér áskotnaðist eitt sinn sem námsmaður erlendis. Dró hana upp og kynnti, og vildi gera að stefnuyfirlýsingu vegna þessara tveggja þátta til að efla myndlist- armarkaðinn. Yfirlýsingin getur eins vel átt við Menningarnótt alla. Hún er svona: Of lengi hefur fólk haldið að listin sé forréttindi stofnana og hinna ríku. Listin er ekki bisness! Hún tilheyrir ekki bönkum og fínum fjárfestum. List er fæða. Maður etur hana ekki, en hún nærir mann. Listin verður að vera ódýr og aðgengileg öllum. Hún þarf að vera alls staðar vegna þess að hún er kjarni tilverunnar. Listin linar þjáningar. Listin vekur sofandi. Listin syngur hallelúja. Listin er fyrir eldhús! LISTIN ER EINS OG GOTT BRAUÐ! Listin er eins og græn tré. Listin er eins og hvít ský á bláum himni. Listin er ódýr! HÚRRA! Stærsta og skemmtilegasta útihá- tíð landsmanna fer fram í miðborg Reykjavíkur í dag. Húrra fyrir því. 100 þúsund gestir fylla miðbæinn af lífi, menningarstofnanir, félög, hóp- ar, fyrirtæki og alls konar venjulegt og óvenjulegt fólk fyllist fítonskrafti og slær til. Sem formaður menning- armálanefndar vil ég óska öllum þeim sem standa að hátíðinni og undirbúa hana til hamingju. Dag- skráin er glæsileg. Gleðilega menn- ingarnótt, allir landsmenn! Húrra fyrir menningarnótt Stefán Jón Hafstein fjallar um menningarnótt ’Listin verður að vera ódýr og aðgengileg öllum. ‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður menningar- málanefndar Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.