Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 41
!!!" #"$%#$& & ' "(" #"$%#$&
Dagana 27. og 28. ágúst n.k. munu sérfróðir menn frá okkur verða á Íslandi í leit að efni á næstu uppboð.
Leitað er eftir frímerkjum, gömlum umslögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum svo og gömlum
seðlum og mynt.
Þeir verða til viðtals á Hótel Loftleiðum föstudaginn 27. ágúst kl. 14:00-18:00 og eftir nánara samkomulagi á
laugardaginn - geta líka komið í heimahús.
Nánari upplýsingar veitir Össur Kristinsson í síma 5554991 eða 6984991 eftir kl. 17:00 á daginn.
FRÍMERKI-UMSLÖG-SEÐLAR-MYNT
Sérfræðilegt mat án nokkurra skuldbindinga
Auglýsing
Kristnihátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt lögum nr. 12 frá 28. febrúar 2001, var stofnaður til að minnast þess
að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt:
- að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um
lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn;
- að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á
Hólum.
Starfstími sjóðsins er til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 m. kr. fyrir hvert starfsár.
Stjórn Kristnihátíðarsjóðs auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Í samræmi við hlutverk sjóðsins
verða styrkir veittir til tveggja sviða: menningar- og trúararfs og fornleifarannsókna. Á árinu 2004 verður 55% af
úthlutunarfé sjóðsins veitt til fornleifarannsókna en 45% til menningar- og trúararfs.
Þeir sem fengu styrk úr sjóðnum á síðastliðnu starfsári hans þurfa að sækja um á ný, óski þeir eftir áframhald-
andi stuðningi Kristnihátíðarsjóðs.
Menningar- og trúararfur
Sjóðurinn veitir styrki til að efla þekkingu og vitund um menningar- og trúararf þjóðarinnar. Einkum verður litið
til margvíslegra verkefna er tengjast almenningsfræðslu, umræðum og rannsóknum og skulu verkefnin m.a.
a. miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir sem mótað hafa þjóðina, t.d. með gerð fræðslu- og
námsefnis;
b. stuðla að umræðum um lífsgildi þjóðarinnar, siðferði og framtíðarsýn, t.d. fyrir tilstilli mennta- og
menningarstofnana eða fjölmiðla; og
c. efla rannsóknir á menningar- og trúararfi íslensks samfélags.
Sjóðurinn veitir að öðru jöfnu ekki lengur en í þrjú ár til einstakra verkefna.
Fornleifarannsóknir
Sjóðurinn veitir styrki til fornleifarannsókna, bæði uppgraftar og skráningar fornleifa, auk kynningar á niðurstöð-
um rannsókna. Stjórn sjóðsins leggur áherslu á að árangur rannsóknanna verði aðgengilegur almenningi (plaköt,
margmiðlunarefni, sýning muna og jafnvel rústa). Einkum verður litið til rannsóknarverkefna er varða
a. mikilvæga sögustaði þjóðarinnar, m.a. Þingvelli, Skálholt og Hóla í Hjaltadal;
b. aðra staði tengda sögu kristni á Íslandi, m.a. klaustur og kirkjustaði;
c. aðra mikilvæga sögustaði, s.s. verslunarstaði, miðaldabæi og þingstaði.
Sjóðurinn mun leitast við að styðja þau verkefni sem hlutu styrk við síðustu úthlutun, enda uppfylli þau kröfur
um framvindu og árangur. Einnig verður tekið tillit til samvinnu umsækjenda við innlendar og erlendar rannsókn-
arstofnanir eða fræðimenn og áhersla verður lögð á þjálfun og handleiðslu ungra vísindamanna á sviði fornleifa-
fræði á Íslandi.
Umsóknir
Gerðar eru skýrar faglegar og fræðilegar kröfur til umsækjenda. Miðað er við að verkefnin, sem styrkt eru við
næstu úthlutun, verði unnin á árinu 2005. Umsóknir skulu taka til eins árs í senn en Kristnihátíðarsjóður mun
styrkja verkefni sem unnin eru á starfstíma sjóðsins og á árinu 2006. Ekki verða veittir styrkir til verkefna sem
þegar er lokið.
Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má finna á vefsíðu forsætisráðuneytis
(www.raduneyti.is, sjá forsætisráðuneyti, Kristnihátíðarsjóður). Enn fremur má nálgast eyðublöð á skrifstofu
ráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, (sími 545 8400, netfang postur@for.stjr.is).
Umsóknarfrestur er til 17. september 2004 og verður úthlutað úr sjóðnum hinn 1. desember 2004. Umsóknir til
Kristnihátíðarsjóðs skal senda forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík.
Stjórn Kristnihátíðarsjóðs, 21. ágúst 2004.
ÞAÐ hamlar starfsemi Rík-
isútvarpsins að stjórnvöld hafa
ekki mótað stefnu í málefnum
stofnunarinnar. Stjórnvöldum ber
að marka ákveðna stefnu í mál-
efnum Ríkisútvarps-
ins. En hins vegar er
stundum sem allt
snúist eingöngu um
að hætt verði að inn-
heimta afnotagjöld
og að til þess að þau
hverfi, megi jafnvel
selja ríkisútvarpið.
Það vill líka gjarnan
gleymast að í lönd-
unum í kringum okk-
ur er alls staðar rek-
ið öflugt ríkisútvarp
og þykir sjálfsagt og
eðlilegt.
Samtökin Hollvinir
Ríkisútvarpsins vilja
snúa vörn í sókn og
efla Ríkisútvarpið til
að gegna því hlut-
verki sem það hefur
skv. núgildandi lög-
um og tryggja því
þann sess að það
verði áfram rík-
isútvarp í almannaeign og horn-
steinn menningar og lýðræðis í
landinu. Ástæðan fyrir tilurð sam-
takanna var m.a. andstaða við
hugmyndir um að gera Rík-
isútvarpið að hlutafélagi en sam-
tökin eru þó þverpólitísk.
Lýðræði og
menning
Eitt mikilvægasta hlutverk Rík-
isútvarpsins er í þágu lýðræðisins,
enda ber Ríkisútvarpinu sam-
kvæmt lögum að gæta óhlut-
drægni, vernda skoðanafrelsi og
halda uppi fjölbreyttum við-
horfum. Ríkisútvarpið er eina út-
varpsstöðin sem hefur þetta lög-
bundna hlutverk og því er brýnt
að standa vörð um það. Fjölmiðlar
í einkaeigu hafa engum slíkum
skyldum að gegna og geta því
hunsað lýðræðislega umræðu.
Hagsmunir eigenda einkastöðva
geta ráðið því hverjir fá að tjá sig
og einkastöðvar geta að sjálfsögðu
birt efni að eigin geðþótta.
Ríkisútvarpið hefur einnig mjög
mikilvægu hlutverki að gegna
varðandi menningu og hefur hing-
að til verið sú stofnun sem sinnt
hefur menningaruppeldi og menn-
ingararfi þjóðarinnar hvað best.
Óhætt er að fullyrða, að enginn
ljósvakafjölmiðill stendur Rík-
isútvarpinu framar hvað varðar
fjölþætta og vandaða dag-
skrárgerð þar sem dagskrárgerð-
arfólk hefur unnið af miklum
metnaði gegnum tíðina og mótað
vinnubrögð sem eru til fyr-
irmyndar.
Einkavæðing hefði það líklega í
för með sér að þetta vandaða efni
hyrfi að mestu, vegna þess að það
er ekki nógu ,,markaðsvænt“ í
augum eigenda á frjálsum mark-
aði. Markmið einkareksturs er og
verður ávallt eitt: Að skila eigend-
unum fjárhagslegum hagnaði.
Hætt er við að þá megi hug-
myndir um lýðræðislega umræðu
og ,,dýrt“ menningarefni víkja.
Rök fyrir
hlutafélagi?
Hvergi hafa heyrst
gild rök fyrir því að
breyta Ríkisútvarpinu
í hlutafélag. Þó hefur
heyrst að það yrði til
að liðka fyrir rekstr-
inum ef Ríkisútvarpið
yrði hlutafélag í eigu
ríkisins. Stofnunin er
nú þegar í samkeppni.
Hvað er því til fyr-
irstöðu að stofnun sé
breytt þannig að hún
bregðist skjótt við
samkeppni þó svo að
hún sé ekki gerð að
hlutafélagi?
Verði stofnuninni
breytt í hlutafélag er
hins vegar unnt að
selja það hlutafélag og
víst er að tilgangur
margra hluta-
félagasinna er sá einn
að selja stofnunina. Það er óhætt
að segja að fordæmin séu slæm ef
um er að ræða hlutafélag í eigu
ríkisins, því hingað til hafa slík
hlutafélög undantekningarlaust
verið seld.
Minnsta vísbending í þá átt er
að mati okkar sem stöndum að
Hollvinasamtökum RÚV beinlínis
hættuleg fyrir íslenska menningu,
fyrir öryggi landsmanna og ekki
síst fyrir fjölmiðla landsins með
tilliti til ríkjandi samþjöppunar í
þeim geira. Lýðræðisþróun í land-
inu er hætta búin ef frjálst Rík-
isútvarp verður lagt af sem stofn-
un í eigu þjóðarinnar allrar.
Stjórn Hollvinasamtakanna hef-
ur frá því í apríl ítrekað óskað eft-
ir fundi með menntamálaráðherra,
Þorgerði K. Gunnarsdóttur, til að
ræða hennar afstöðu til Rík-
isútvarpsins, en hún hefur enn
ekki séð sér fært að hitta fulltrúa
stjórnarinnar að máli.
Málþing í
sjónvarpssal
Stjórn Samtaka Hollvina Rík-
isútvarpsins ætlaði að halda mál-
þing sl. vor um framtíðarhlutverk
Ríkisútvarpsins. Fulltrúar stjórn-
ar áttu þá góðan fund með út-
varpsstjóra, Markúsi Erni Ant-
onssyni, þar sem ákveðið var að
slíkt málþing yrði haldið í sjón-
varpssal í haust. Málþing, sem öll-
um gefst tækifæri til að fylgjast
með í sjónvarpi, verður vonandi til
að efla umræðuna um hlutverk
Ríkisútvarpsins sem menningar-
miðils þjóðarinnar í framtíðinni.
Hollvinasamtök
Ríkisútvarpsins
Margrét K. Sverrisdóttir
skrifar um Ríkisútvarpið
Margrét Sverrisdóttir
’Hvergi hafaheyrst gild rök
fyrir því að
breyta Ríkis-
útvarpinu í
hlutafélag.‘
Höfundur er formaður Hollvina-
samtaka Ríkisútvarpsins.
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Jón Steinsson: „Það er engin
tilviljun að hlutabréfamarkaður-
inn í Bandaríkjunum er öflugri
en hlutabréfamarkaðir annarra
landa.“
Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af
markmiðum með stofnun þjón-
ustumiðstöðva er bætt aðgengi í
þjónustu borgaranna.“
Jónas Gunnar Einarsson:
„Áhrifalaus og mikill meirihluti
jarðarbúa, svokallaður almenn-
ingur þjóðanna, unir jafnan mis-
jafnlega þolinmóður við sitt.“
Jakob Björnsson: „Mörg rök
hníga að því að raforka úr vatns-
orku til álframleiðslu verði í
framtíðinni fyrst og fremst unn-
in í tiltölulega fámennum, en
vatnsorkuauðugum, löndum …“
Tryggvi Felixson: „Mikil
ábyrgð hvílir því á þeim sem
taka ákvörðun um að spilla þess-
um mikilvægu verðmætum fyrir
meinta hagsæld vegna frekari
álbræðslu.“
Stefán Örn Stefánsson: „Ég
hvet alla Seltirninga til að kynna
sér ítarlega fyrirliggjandi skipu-
lagstillögu bæjaryfirvalda ...“
Gunnar Finnsson: „Hins vegar
er ljóst að núverandi kerfi hefur
runnið sitt skeið og grundvall-
arbreytinga er þörf …“
Á mbl.is
Aðsendar greinar