Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN
40 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kennarar: Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálfari, sérgrein: Manual
Therapy, Thelma Dögg Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfari, og
Kolbrún Vala Jónsdóttir, 4. árs nemi í sjúkraþjálfun.
Breiðu bökin
Skráning fer fram í
síma 695 1987 eða með
tölvupósti í netfang:
harpahe@hi.is
sjá vefsíðu:
www.folk.is/breidubokin/
Grunnur að bættri líðan í hálsi, herðum og baki
Í leikfiminni er kerfisbundið unnið að því að bæta
líkamsstöðu og beitingu og virkja og ná stjórn á djúpa
vöðvakerfi háls, axlagrindar og baks. Liðkandi og
styrkjandi æfingar eru gerðar í hverjum tíma.
Vatnsleikfimi í hádeginu í sundlaug
Endurhæfingarstöðvar LHS við Grensás.
Leikfimitímar með mjúkri sambasveiflu
kl. 16.10, 17.10 og 18.10 virka daga í glæsilegu húsnæði
Hreyfigreiningar á Höfðabakka 9. Frjáls aðgangur er að
fullkomnum tækjasal ásamt leiðbeiningum frá
sjúkraþjálfara.
Góða skemmtun
hlauparar!
Morgunblaðið er stolt af því að
vera einn af stuðningsaðilum
Reykjavíkurmaraþonsins.
Í NÍUNDA skipti halda Reyk-
víkingar menningarnótt, en hún
var fyrst haldin á 210
ára afmæli Reykja-
víkur árið 1996. Á
þessum árum hefur
hún breyst mikið og
umfang hennar aukist
mjög. Í fyrsta skipti
sem við héldum
menningarnótt sóttu
um 15 þúsund manns
miðborgina en í fyrra
komu þangað yfir 100
þúsund manns. Þriðj-
ungur þjóðarinnar.
Í ár verður dag-
skráin fjölbreyttari
en nokkru sinni fyrr og geta gestir
miðborgarinnar notið rúmlega 200
viðburða. Sérstök áhersla hefur
verið lögð á að höfða til barna og
fjölskyldna þeirra og aldrei hafa
jafnmargir viðburðir einmitt mið-
ast við ungu kynslóðina.
Menningarnótt í Reykjavík hef-
ur fest sig í sessi sem
einn mikilvægasti við-
burður í Reykjavík, já,
raunar í landinu öllu.
Með samstilltu átaki
og frumkvæði fjöl-
margra aðila, ein-
staklinga, fyrirtækja,
félagasamtaka og op-
inberra aðila, hefur
tekist að skapa við-
burð, eða réttara sagt
marga viðburði, sem
eru sjálfsprottnir og
eiga rætur í þjóðarvit-
und Íslendinga, en
tengjast óneitanlega í síauknum
mæli þeirri breiðu flóru menning-
arstrauma sem hafa búið um sig í
íslensku þjóðfélagi og sem við tök-
um opnum örmum. Í mínum huga
er menningarnóttin orðin órjúf-
anlegur hluti af borgarlífinu og það
er ekki síst fyrir tilverknað borg-
arbúa sjálfra og gesta þeirra sem
hún hefur öðlast þann sess.
Undanfarin ár hafa borgarbúar
boðið til sín gestum úr öðru sveit-
arfélagi en með því móti eykst fjöl-
breytni hátíðarinnar. Í ár koma
Vestmanneyingar í bæinn með sína
skemmtilegu og alþýðlegu menn-
ingu og eru þeir boðnir hjartanlega
velkomnir.
Að þessu sinni hefur verið sett
upp sérstakt viðburðadagatal
menningarnætur á vef Reykjavík-
urborgar en það er tengt land-
upplýsingakerfi þannig að hægt er
að sjá staðsetningu allra viðburða
og flokka þá eftir tegundum. Þetta
er stórskemmtileg nýjung í miðlun
dagskrárupplýsinga sem ætlunin
er að þróa áfram í tengslum við
aðrar hátíðir og viðburði í borg-
inni.
Það er öllum ljóst að til þess að
viðburður eins og menningarnótt
fari í alla staði vel fram verða allir
að leggja sitt af mörkum. Til að
mynda er ráðlegt að fólk nýti sér
þjónustu strætisvagna eða komi
gangandi eða hjólandi en skilji
frekar bílinn eftir heima. Það mun
greiða mjög fyrir umferð, en marg-
ar götur í miðborginni verða lok-
aðar almennri bílaumferð eins og
gefur að skilja. Eins og áður sagði
beinist dagskrá menningarnætur
æ meir að börnum, unglingum og
fjölskyldum þeirra. Menningarnótt
og SAMAN-hópurinn sem er sam-
starfsvettvangur frjálsra fé-
lagasamtaka og stofnana sem láta
sig varða velferð barna, hvetja
gesti Menningarnætur til að njóta
hátíðarinnar á ábyrgan hátt. Marg-
ir hafa veitt athygli skilaboðunum í
auglýsingum: „Mamma/pabbi er
mín fyrirmynd“ en þau vísa til þess
að samverustundir fjölskyldunnar
eru sterkasti þátturinn í að mynda
góð tengsl og stuðla að jákvæðum
boðskap um forvarnir. Því ber að
halda til haga að foreldrar eru
bestir í forvörnum.
Undirbúningur menningarnætur
hefur verið í höndum sérstakrar
verkefnisstjórnar undir forystu
Ágústs Ágústssonar, markaðs-
stjóra Reykjavíkurhafnar. Verk-
efnið er vistað á Höfuðborgarstofu
undir stjórn Svanhildar Konráðs-
dóttur en verkefnisstjóri er Sif
Gunnarsdóttir. Þessi hópur hefur
lagt kapp á að eiga gott samstarf
við þá aðila sem sinna öryggis- og
umferðarmálum, s.s. Lögregluna í
Reykjavík, Slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins, Slysa- og bráðavakt
Landspítalans, Strætó bs. og fleiri
aðila. Það varðar miklu að vel sé
haldið á þessum þáttum þegar svo
mikill mannfjöldi safnast saman í
miðborginni. Ég vil fyrir hönd
Reykjavíkurborgar færa verkefn-
isstjórninni, starfsfólki Höfuðborg-
arstofu og samstarfsaðilum öllum
bestu þakkir fyrir frábært starf.
Að lokum býð ég alla Reykvík-
inga og gesti þeirra velkomna í
miðborg Reykjavíkur í dag og
kvöld og vonast til að þeir njóti
þeirrar menningarveislu sem í boði
er. Gleðilega hátíð!
Velkomin á menningarnótt
Árni Þór Sigurðsson fjallar
um menningarnótt
Árni Þór Sigurðsson
’Menningarnótt íReykjavík hefur fest sig
í sessi sem einn mik-
ilvægasti viðburður í
Reykjavík…‘
Höfundur er forseti
borgarstjórnar Reykjavíkur.
ÞEGAR farið er að rökkva á
kvöldin minnir það á að stutt er í að
skólar byrja. Ákveðin „skólastemm-
ing“ verður í þjóðfélaginu, börnin
hlakka til að hitta vinina, það þarf að
kaupa bækur, blýanta,
strokleður o.fl., koma
svefninum á rétt ról en
hann vill oftar en ekki
þróast þannig yfir
sumarið að seinna er
farið í rúmið og sofið
lengur sem passar ekki
alveg við bjöllur skól-
ans. Eitt er það þó sem
vill gjarnan gleymast í
skólaundirbúningnum,
þrátt fyrir að vera það
mikilvægasta, það er
öryggi barna á leið í
skólann.
Banaslys barna
tengjast langflest umferðinni. Á
hverju ári deyja að meðaltali tvö
börn 14 ára og yngri hér á landi og
mun fleiri slasast. Það verður aldrei
of mikið gert af því að koma skila-
boðum til barna okkar um hvernig
öryggi þeirra er best tryggt á leið
þeirra í skólann, en mismunandi er
eftir ferðamáta hvað þarf að ræða
um.
Á hjóli þarf að velja öruggustu
leiðina með barninu. Leggja áherslu
á að hjóla eigi eftir stígum og gang-
stéttum og fara vel yfir hvar og
hvernig fara eigi yfir götur. Leggja
þarf áherslu á að nota gangbrautir,
stoppa áður en farið er yfir þær, líta
eftir umferð úr báðum áttum og
teyma hjólið yfir. Mikil
brotalöm er á því að
börn noti hjálm en
hann er vörn gegn al-
varlegum höf-
uðáverkum í 85% til-
fella og því miður er
ekki hægt að segja að
foreldrar standi sig vel
í því að stuðla að notk-
un þeirra þar sem alltof
algeng sjón er að sjá
yngstu krakkana með
hjálm en foreldrana
ekki og eru þeir jú fyr-
irmyndin!
Ef barnið fer gang-
andi þá þarf að leggja áherslu á
öruggustu leiðina, eins og á hjóli.
Fara yfir hvar og hvernig sé best að
fara yfir götur og leggja áherslu á að
nota gangbrautir, stoppa áður en
farið er yfir þær og líta eftir umferð
úr báðum áttum. Jafnframt þarf að
ítreka við þau að fara sérstaklega
varlega ef skyggni er slæmt þar sem
þau sjást þá verr og passa uppá að
Á leið í skóla?
Sigrún A. Þorsteinsdóttir
skrifar um slysavarnir ’Banaslys barna tengjast langflest
umferðinni.‘
Sigrún A.
Þorsteinsdóttir
Höfundur er forvarnafulltrúi hjá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
þau séu alltaf með endurskinsmerki
á sér og á sem flestum stöðum eins
og á úlpu, skóm og tösku.
Ef farið er akandi þá þarf að at-
huga að öryggisbúnaður barnsins sé
í samræmi við stærð þess, en barn á
að nota sérstakan öryggisbúnað um-
fram bílbelti þar til það hefur náð
150 sm hæð. Beltið á alltaf að vera
spennt sama hversu stutta vega-
lengd er verið að fara, en flest slysin
gerast einmitt í næsta nágrenni við
heimilið. Jafnframt þarf að hleypa
barninu út gangstéttarmegin og á
öruggum stað þannig að það þurfi
ekki að hlaupa yfir götu eða bíla-
stæði.
Ef farið er með skólabíl þarf að
leggja áherslu á að vera ekki of ná-
lægt þegar skólabíllinn kemur, vera
í röð og ekki troðast inn. Passa þarf
að fjarlægja allar reimar sem hanga
t.d. niður úr úlpum þar sem þær
geta krækst í þegar farið er út úr
bílnum og brýna mikilvægi þess að
fara ekki fram fyrir bílinn.