Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnúsína Ingi-björg Olsen, fædd Richter, fædd- ist í Tangagötu 6 á Ísafirði 28. maí 1911. Hún lést á sjúkra- húsinu á Ísafirði 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Richter, f. í Naustavík í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu 27. september 1879, d. 15. júlí 1963 og Ingi- björg Magnúsdóttir, f. á Krossanesi í Ár- neshreppi í Strandasýslu, 3. nóv- ember 1884, d. 25. júlí 1975. Börn Ingibjargar og Stefáns voru tíu talsins, 5 synir og 5 dætur en þrjár dætur þeirra dóu í æsku. Börn þeirra: Jakob Helgi Richter skipa- smiður, f. 17. september 1906, d. 21. nóvember 1999, Magnúsína Ingibjörg Richter, f. 9. desember 1907, d. 26. mars 1909, Gunnar Stefán Richter skipasmiður, f. 9. desember 1908, d. 13. maí 1971, því næst Magnúsína Ingibjörg sem hér um ræðir, þá Aðalsteinn Magnús Richter arkitekt, f. 31. október 1912, Kristján Richter, f. 15. apríl 1915, d. 5. nóvember 1936, óskírð stúlka Richter, f. 2. nóvember 1916, d. 28. mars 1917, Guðfinna Richter, f. 8. nóvember 1918, d. 30. mars 1920, Finnur skildu), dætur þeirra eru Krist- björg Olsen, f. 11. febrúar 1960, dóttir hennar er Marta Rut Traustadóttir, faðir Trausti Bergsson, Selma Olsen, f. 15. mars 1961, maki Brynjólfur Óskarsson, sonur þeirra er Ole Nordman Brynjólfsson. 3) Kristján Ragnar Olsen, f. 22. júlí 1938, d. 25. sept- ember 1961, maki Snjólaug Birna Guðmundsdóttir, f. 13. apríl 1936, sonur þeirra var Kristján Simon Olsen, f. 18. júlí 1961, d. 10. októ- ber 1971. 4) Marthen Elvar Olsen framkvæmdastjóri, f. 23. júlí 1945, d. 4. maí 1973, maki Lilja Sigur- geirsdóttir, 3. mars 1946, börn þeirra eru Kristjana Birna Marth- ensdóttir Olsen, f. 11. janúar 1968, maki Veigar Þór Guðbjörnsson, börn þeirra eru Marthen Elvar, María Birna, Særún Thelma og Kolfinna Rós, Simon Andreas Marthensson Olsen rafvélavirki, f. 20. febrúar 1969, d. 17. mars 2001, maki Guðrún Þorkelsdóttir, synir þeirra eru þeir Baldvin Marthen, Símon Þorkell og Magni Sær, Martha Lilja Marthensdóttir Ol- sen, f. 27. ágúst 1973, maki Maron Pétursson, börn þeirra eru Ísak Andri og Marey Dorothea. Magnúsína vann lengst af sem yfirmaður í fyrirtæki sonar síns Ole Nordman, O.N. Olsen hf. Hún tók þátt í félagsmálum og var heiðursfélagi í Slysavarnafélagi Íslands og í Kvenfélaginu Hlíf. Magnúsína var einn af stofnend- um hvítasunnusafnaðarins Salem á Ísafirði. Magnúsína verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Richter brunavörður, f. 29. febrúar 1920, d. 2. desember 1989, og Guðrún Aðalbjörg Richter, f. 21. maí 1921, d. 8. desember 1981. Magnúsína giftist 21. desember 1931 Simoni Andreasi Ol- sen skipstjóra f. á Karmøy í Noregi 22. júlí 1898, d. 25. sept- ember 1961. Þau bjuggu alla sína bú- skapartíð að Tanga- götu 6, á Ísafirði. Magnúsína og Simon eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Ingibjörg Ruth Olsen, f. 19. júní 1931, maki Jón Hermannsson f. 14. nóvember 1930, d. 4. janúar 1999, börn þeirra eru Magný Kristín Jóns- dóttir, f. 2. desember 1954, maki Reynir Sigurðsson, börn þeirra eru Inga Kristín (faðir Juan Ant- onio Campos), Melkorka og Úlfur, Hermann Simon Jónsson, f. 16. ágúst 1957, maki Merete Ström, börn þeirra eru Simon og Am- anda, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, f. 25. febrúar 1961, maki Hjörtur Björgvin Marteinsson, synir þeirra eru Arnaldur, Marteinn og Dagur. 2) Ole Nordman Olsen for- stjóri, f. 13. nóvember 1936, d. 28. janúar 1984, maki Finna Ellý Bottelet, f. 17. desember 1938 (þau Hinn 11. ágúst kvaddi mín elskulega tengdamóðir og vinkona Magnúsína Olsen. Hún var föð- uramma sonar míns Kristjáns Sím- onar Kristjánssonar, f. 18.7. 1961, d. 11.10. 1971, og betri ömmu er vart hægt að hugsa sér. ,,Ég elska hana ömmu mína, hún er besta amma í heimi“ varð sonarsyni hennar oft að orði, og það voru orð að sönnu. Magnúsína var trúuð, heilsteypt og kærleiksrík mann- eskja og nutu barna- og barna- börnin þess ríkulega. Það var gott að vera nálægt þessari góðu konu og aldrei mun ég geta þakkað það nógsamlega. En lífið fór ekki alltaf um hana mjúkum höndum, hún missti ástvini sína hvern af öðrum. Já, sorgin, gleðin og trúin voru samofin lífi hennar. En Inga Rut dóttir hennar var alltaf nálægt og Lilja, sem var henni sem besta dóttir, eins vinkona hennar Bjarndís. Öllu því góða starfsfólki sem annaðist hana síðustu árin ber einnig að þakka. Mín upphafskynni af Möggu voru á sólríkum vordegi 1957, þeg- ar sonur hennar Kristján bauð mér með þeim inn í skóg, en þar átti fjölskyldan sumarbústað. ,,Þú þarft ekki að vera feimin við hana mömmu,“ sagði hann hlæjandi, en þau mæðginin voru einstaklega samrýnd. Minningin um þennan fyrsta fund okkar er greypt í huga mér, þar sem hún stóð í eldhúsinu böðuð sólargeislum og bjóðandi mig velkomna. Þá, og alla tíð síðan hefur hún verið mér kær. Á síðari árum er mér eitt sérstaklega minnisstætt. Það var þegar hún söng fyrir mig allan 23. Davíðs- sálm í símann, hún á Ísafirði og ég í Reykjavík. Hefði enginn gert bet- ur. Vertu í guðs friði. Skilaðu kveðju frá mér. Þín Snjólaug. Amma var skapmikil kona og gat stundum verið óþolinmóð, en hún var líka blíð og gædd sér- stökum hæfilækum og innsæi til að umgangast börn. Dag einn sá hún þrjá prakkara hlaupa burt úr garð- inum sínum. Þeir höfðu slitið upp blómin og borðað næstum öll jarð- arberin hennar. Næst þegar amma hitti pörupiltana bauð hún þeim heim í heitt kakó og kökur. Hún minntist ekki orði á það sem komið hafði fyrir garðinn hennar en leysti þá út með blómum og rest- inni af jarðarberjunum. Þessir drengir urðu góðir vinir ömmu og vildu allt fyrir hana gera. Amma sagði frá því þegar hún í bernsku fylgdi geitunum upp í fjall á morgnana og gætti þeirra yfir daginn. Þá óskaði hún sér þess að vera strákur því þeir höfðu miklu frjálsari tíma heldur en stelpur. Þeir máttu gera svo margt skemmtilegt eins og að róa á ára- bátum og klifra í bryggjum. Svo fengu þeir líka að læra að smíða. Magga amma hefði örugglega orðið góður smiður. Hún hafði gaman að sjá hlutina breytast og sköpunargáfa hennar naut sín vel í Tangagötu 6 þar sem hún byggði við baðherbergi og svalir, auk þess sem hún færði milliveggi til og frá í húsinu. Amma sagði frá því þegar þær Gógó systir hennar tóku á móti Símoni afa úr einni af sjóferðum hans úr Djúpinu þar sem hann var viss um að væru rækjumið. Jú, jú hann hafði fundið rækju og var bú- inn að sjóða hana um borð og bauð þeim að smakka. Sú saga barst út að þau í Tangagötunni væru farin að borða spriklandi marflær. Þó svo að amma hafi misst mikið í lífinu hafði hún samt svo mikið að gefa.Við systkinin sóttum mikið til ömmu, sem veitti okkur bæði hlýju og aga. Við nutum okkar vel í leik- paradís neðribæjarpúkanna, Dokk- unni. Þaðan var stutt fyrir okkur að skreppa til ömmu í rækjuverk- smiðjuna þar sem hún var drottn- ing í ríki sínu. Við systkinin og fjölskyldur okk- ar minnumst konu sem kenndi okkur svo margt, konu sem í okkar huga var ein af hetjum hversdags- ins. Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hermann Símon Jónsson og Magný Kristín Jónsdóttir. Jæja, þá er komið að kveðju- stund. Nú kveðjum við elsku Möggu ömmu. Það er svo skrýtið að elsku amma sé nú farin frá okk- ur. Þó hún hafi verið orðin gömul og veik og við vissum að hún færi nú brátt að kveðja okkur þá er dauðinn nú einu sinni þannig að það er erfitt að missa einhvern sem maður elskar og veit að maður mun ekki hitta aftur í þessu lífi. Við eigum margar góðar minning- ar um ömmu. Alltaf var jafn gott að koma til ömmu í Tangagötunni, en amma var fædd og uppalin Tangagötu 6 á Ísafirði og þar bjó hún þar til hún flutti á Hlíf, íbúðir aldraðra á Ísafirði, þegar hún var komin hátt á áttræðisaldur. Það brást ekki að alltaf fékk maður eitthvað gott að borða hjá ömmu í Tangagötunni og amma hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja. Hún sagði okkur oft söguna um það þegar afi var að hefja til- raunir með rækjuveiðar við Ísa- fjarðardjúp. Hvað allt var nýtt og gaman, skrýtið og spennandi eins og frumkvöðlastarf er oft. Amma var mjög stolt af því að hafa verið þátttakandi í þessu rækjuævintýri með afa. Okkar sýn á Möggu ömmu er fyrst og fremst hversu ótrúlega sterk og ákveðin kona hún var. Hún hugsaði fyrir öllu og hún lét engan vaða yfir sig. En þrátt fyrir að vera ákveðin þá var hún blíð og góð og alltaf tilbúin til að hjálpa öllum og gera allt sem hún gat til að öðrum liði vel. Oft var mikið fjör í Tangagötunni því margir komu í kaffi til ömmu. Suma daga var allt starfsfólkið í Olsen í kaffi og þá var oft glatt á hjalla. Amma fylgdist alltaf vel með þjóðmálum og oft gleymdi maður sér í umræðum við ömmu um það sem var að gerast í heim- inum hverju sinni og svo var svo gaman þegar hún aftur í tímann og sagði manni frá lífi sínu sem barn, frá fyrstu árunum með afa eða frá pabba okkar sem dó ungur. Nú ertu, elsku amma, horfin á braut og vonandi ertu nú búin að hitta þá alla sem þú hefur misst, Símon afa, Kristján og Didda litla, Ole, pabba og Símon bróðir og systkini þín. Við systurnar þökkum þér góðar stundir og fyrir að vera frábær amma. Við munum sakna þín mikið en minning þín verður lifandi ljós í okkar lífi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þínar ömmustelpur, Kristjana og Martha Marthensdætur. Hún Magga frænka er farin heim. Við Sigþór sonur minn vorum svo heppnir að hafa verið á Ísafirði nokkrum dögum áður en Magga frænka dó. Þegar ég hitti Möggu gerði ég mér grein fyrir því að ég mundi ekki hitta hana aftur. Ég gat talað við hana um góðu gömlu dagana fyrir fimmtíu árum síðan, þegar byrjað var að pilla rækju í þvottahúsinu í Tangagötunni, allir fullir eldmóði og framtíðin blasti við. Hún náði flestu sem ég sagði og skaut inní því sem ég gleymdi. Magga var alla ævi mjög trúuð kona og það hjálpaði henni að komast í gegn um þann mikla ást- vinamissi, sem hún varð fyrir á lífsleiðinni. Ég man þessar hörm- ungar þegar Símon og Diddi fór- ust, síðan Marthen og Ole, þá Diddi litli og síðan Símon yngri. Þetta voru mjög erfiðir tímar. Ég minnist Möggu sem merkustu manneskju sem ég hef hitt á lífs- leiðinni. Hún var ákveðin mann- eskja með mikla blíðu og maður þrætti ekki við Möggu. Hún hafði líka mikla forustuhæfileika. Hún hjálpaði öllum og leiðbeinti ef eitthvað bjátaði á. Með þessum fáu orðum vil ég minnast þessarar miklu manneskju og votta Ingu Ruth og öllum barnabörnunum mína dýpstu sam- úð. Guð blessi ykkur. Þórir Gunnlaugsson. Þann dag skein sólin á Eyrina á Ísafirði. Úti glampaði á sjóinn. Hún stóð í eldhúsinu í Tangagötu 6 og var að hræra í vöfflur. Ég var mættur fyrsta sinni í heimsókn með dótturdóttur hennar. Á meðan hún hellti upp á kaffi virti ég fyrir mér ábúðarmikinn svipinn á port- rettinu í stofunni af eiginmanni hennar sálugum, Símoni Olsen. Ég man enn hversu starsýnt mér varð á málverkið á veggnum. Man enn þetta tvennt: málverkið og klukk- una þöglu í stofunni og skynjaði að allt átti sér sínar hljóðu skýringar í þessu húsi, bæði gleði og harmar. Svo bar hún vöfflurnar á borð og úr augum hennar skein birta. Magnúsína var glaðsinna kona. Glaðsinna, gjafmild, vinnusöm og nákvæm. Þar að auki skarpgreind. Ekki skaplaus og átti það stundum til að bregða fyrir sig þeirri teg- und kímni sem gat verið meinleg. Sá þáttur varð hins vegar aldrei ríkjandi í fari hennar þótt sjálf hefði hún haft ærin tilefni til að vera bitur í andstreymi daganna. En hún lét harmana aldrei buga sig. Á erfiðum stundum sótti hún styrk til ættingja og vina og í vinn- una í Rækjuverksmiðju O.N. Ol- sen. Og umfram allt í trúna á Krist. Hann var henni lifandi huggari sá sem læknaði þrautir og sefaði sorgir. Því kynntist ég vel sumarið sem við Guðbjörg bjugg- um á jarðhæðinni hjá henni í Tangagötunni ásamt nýfæddum syni okkar. Síðustu misserin í lífinu átti Magnúsína við vanheilsu að stríða og var ferðbúin þegar kallið kom. Dauðinn var henni líkn, enda sann- færing hennar hrein. Hún vissi að Símon myndi bíða hennar í brúnni handan þessa heims þar sem mun- ur daganna er enginn. Blessuð veri minning Magnúsínu Olsen. Hafi hún þakkir fyrir ljúf- mennsku sína og örlæti. Hjörtur Marteinsson. MAGNÚSÍNA INGIBJÖRG OLSEN Elsku Ólöf mín. Ég trúi því ekki að þú sért virkilega farin frá mér svona fljótt. Þegar ég frétti þetta brotnaði ég al- veg niður og grét og grét, ég ætlaði aldrei að hætta að geta hætt að gráta, en eftir einhver ár þegar sorgin er næstum því farin verða aðeins til minningar um þig sem eru mér mjög dýrmætar. Þegar ég sá þig fyrst fannst mér ✝ Ólöf Aldís Breið-fjörð Guðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1974. Hún lést 6. ágúst síðastliðinn og var jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ 19. ágúst. þú vera svo falleg og góðleg og finnst það enn, svo fékk ég að kynnast þér betur og mér finnst ég mjög heppin með það því að enginn nema þú mundi leyfa mér að fá mér pínu nammi áður en ég færi að sofa. Eftir að ég kynntist þér gat ég ekki beðið að koma til ykkar pabba að hitta þig og Víking Glóa (og auðvitað pabba), það var alltaf svo gaman. En það sem mér finnst verst er að ég náði aldrei að segja þér hversu óendanlega mér þótti mikið vænt um þig svo ég segi það núna: Ólöf mín, mér þykir óendanlega mikið vænt um þig og það mun endast að eilífu, sama hvað gerist, en ég samdi ljóð fyrir þig, það heit- ir Engill á himnum: Engill á himnum þú ert, aðeins þú getur sólina skert, gert glaðan dag úr rigningarausum. Engill á himnum þú ert... Ég votta fjölskyldu, ættingjum og vinum Ólafar alla mína samúð. Ég trúi því að þú munir alltaf vaka yfir okkur... Þín Lilja Guðrún. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (Matthías Jochumsson.) Við viljum með þessum orðum kveðja kæra vinkonu okkar og skólasystur. Syni Ólafar og öllum öðrum að- standendum hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Edda Hrund Halldórsdóttir, Agnes Björk Elfar. ÓLÖF ALDÍS BREIÐFJÖRÐ GUÐJÓNSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist val- kosturinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.