Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 31 E nn einu sinni skipa Ís- lendingar sér í fremstu röð þegar ár- angur Evrópuþjóða er metinn og að þessu sinni á sviði nýsköpunar. Sam- kvæmt könnun Evrópusambands- ins er Ísland í þriðja sæti á lista yfir þau lönd þar sem hlutfall fyrirtækja með nýsköpunarstarfsemi er hæst en 55% íslenskra fyrirtækja teljast í þeim hópi. Fleiri kannanir styðja þá skoðun að Íslendingar séu í fremstu röð í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Niðurstöður alþjóðlegrar frum- kvöðlarannsóknar, sem Háskólinn í Reykjavík kynnti nýlega, sýndu að 2003 töldust rúm 11% Íslendinga á aldrinum 18–64 ára til frumkvöðla og er það hæsta hlutfall þeirra Evr- ópuþjóða sem þátt tóku í rannsókn- inni. Þessi árangur er afar ánægju- legur en ekki sjálfsagður. Við- urkennt er að frumkvöðlastarfsemi hefur mikil áhrif á velsæld þjóða og margar þjóðir leitast því við að efla nýsköpun innan landamæra sinna og styðja við bakið á frumkvöðlum. Um áratugaskeið hafa Evrópubúar velt vöngum yfir því af hverju at- vinnuleysi sé jafnan lítið í Banda- ríkjunum og þar sé efnahagslífið kraftmeira og nái sér fyrr upp úr lægðum en í Evrópu. Fyrir því eru vafalaust margar ástæður en al- mennt er viðurkennt að gífurleg ný- sköpun eigi afar stóran þátt í vel- gengni Bandaríkjanna. Sterk staða nýsköpunar hér- lendis er engin tilviljun. Stjórnvöld hafa unnið markvisst að því að ýta undir nýsköpun og bæta starfsum- hverfi fyrirtækja. Þessi stefna hef- ur ásamt stöðugleika skilað miklum árangri sem sést best á því að at- vinnulífið hefur eflst og kjör al- mennings stórbatnað. Skattalækkanir örva nýsköpun Það eru ekki síst almennar að- gerðir eins og skattalækkanir sem örva nýsköpun. Á undanförnum ell- efu árum hefur tekjuskattur fyr- irtækja lækkað úr 50% í 18% og þannig hefur þeim verið skapað um- hverfi til að vaxa og dafna. Aukinn hagnaður fyrirtækja leiðir ekki ein- ungis til bættra kjara vegna harðn- andi samkeppni um vinnuafl; auk- inn hagnaður verður líka til þess að eigendur fyrirtækja hafa meiri fé afgangs til að setja í nýsköp- unarverkefni. Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með uppgangi hlutabréfamarkaðar- ins á undanförnum árum og með vexti hans hafa skilyrði íslenskra fyrirtækja til að fá meira fjármagn til rekstrar, stórbatnað. Hóflegur 10% fjármagnstekjuskattur hefur skipt sköpum við að gera hlutabréf og viðskipti með þau að heppilegum fjárfestingarkosti. Frjálslegra laga- og reglugerð- arumhverfi skiptir einnig miklu máli þegar efla skal atvinnulíf. Af- nám hafta á viðskiptum við útlönd hefur skilað atvinnulífinu miklum árangri og gert fjölmörgum fyr- irtækjum kleift að blása til stór- sóknar erlendis eins og dæmin sanna. Kannanir sýna að kostnaður við stofnun fyrirtækja er mun lægri á Íslandi en víðast hvar erlendis og reglugerðir minna íþyngjandi. Ýmsar skattareglur hafa og verið rýmkaðar og einfaldaðar. Frumkvöðlastarfsemi mikilvæg Frumkvöðlastarfsemi er mik- ilvægur vettvangur nýsköpunar og ein forsenda hagvaxtar og blómlegs atvinnulífs. Skilyrði fyrir frum- kvöðla eru að mörgu leyti hagstæð hérlendis en skortur á þolinmóðu langtímafjármagni virðist vera helsti Akkilesarhællinn. Afar lítið hlutfall af fjármögnun frum- kvöðlaverkefna hérlendis virðist koma frá svonefndum framtaks- fjárfestum og er talið að hann nemi einungis einum sautjánda hluta af einkaframlögum. Ljóst er að bæta þarf aðgengi ís- lenskra frumkvöðla að framtaksfé með einhverjum hætti. Athygl- isverð hugmynd í þá veru kom nýlega fram hjá Elfari Aðalsteinssyni, stjórnarfor- manni Lífeyrissjóðs Austur- lands, um að breiður hópur fagfjárfesta beiti sér fyrir stofnun nýs sameiginlegs fé- lags eða tímabundins fram- takssjóðs um fjárfestingar í nýsköpun og frumkvöðla- starfsemi. Þannig gætu ís- lenskir lífeyrissjóðir, bankar og fjárfestingasjóðir ekki að- eins veitt fé til nýrra og spennandi verkefna með hagn- aðarsjónarmið að leiðarljósi heldur einnig sinnt því hlutverki sínu að styrkja og efla íslenskt atvinnulíf og endurnýjun þess. Rannsókna- og þróunarstarf Stórauknu fé hefur verið varið til rannsókna- og þróunarstarfs hér- lendis á undanförnum áratug og munar þar mest um hlut atvinnu- lífsins. Reynslan ætti að hafa kennt Íslendingum það að nýsköpun á að vera í höndum atvinnulífsins og sjálfstæðra stofnana að eins miklu leyti og unnt er en ekki í höndum stjórnmálamanna á atkvæðaveið- um. Stuðningur stjórnvalda við at- vinnulífið er verulegur og fer fram með margvíslegum hætti. Rétt er að starfsemi opinberra stofnana, sem sinna stuðningi við atvinnulífið, sé í sífelldri endurskoðun. Vafalaust mætti fækka þessum stofnunum eitthvað og gera rekstur þeirra hagkvæmari. Fámenn þjóð hefur ekki efni á því að dreifa kröftunum um of að þessu leyti. Örvum nýsköpun Þrátt fyrir góðan árangur á sviði nýsköpunar þarf að gera betur. Draga þarf úr margvíslegum höml- um sem hefta starfsemi fyrirtækja. Einfalda þarf skattheimtu og eft- irlitsumhverfi, fella niður gjöld og afnema reglugerðir sem eru bein- línis til óþurftar. Við Íslendingar eigum að setja okkur það markmið að komast enn ofar á lista yfir þjóð- ir þar sem nýsköpun er í hávegum höfð og það mun án nokkurs vafa skila sér í enn betri lífskjörum. Íslendingar eru nýsköpunarþjóð Morgunblaðið/Jim Smart Stórauknu fé hefur verið varið til rannsókna, sem eru undirstaðan í nýsköpuninni, en greinarhöfundur telur að betur þurfi að gera. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. kjartan@reykjavik.is Eftir Kjartan Magnússon ’Við Íslendingar eigumað setja okkur það mark- mið að komast enn ofar á lista yfir þjóðir þar sem nýsköpun er í hávegum höfð og það mun án nokk- urs vafa skila sér í enn betri lífskjörum.‘ egi er sam- sér stað - Og það ns og er, ki ýkja nnu að sig allt ví við að knatt- kast í ð deildin –8 árum slensku m í liðsjónar. ekki nógu R skarta hjá sjón efur rað- um árum. kkert lið dd, en ðið sakn- eik og efur vak- nnuð rið, jafn- t meist- l Hafn- ar hafa a rnuna gum ikgleði. ur í með- kranes ekki ná iðað við úrslit að Eyja- ingum lvíkingar nú upp á lutskipti m að berj- árið. r ust ða á end- alsdeild- k sept- ta gangist un og sýni þar sama stórhug og lukkaðist svo eftirminnilega með skipulagningu landsleiksins á miðvikudagskvöld. Hvernig getum við bætt gæði knattspyrnunnar hér heima? Hvernig getum við gert leikina skemmtilegri og laðað fleiri áhorf- endur á völlinn? Á ekki að fjölga liðum í efstu deild og lengja keppnistímabilið í ljósi batnandi veðráttu? Hvernig er reynslan af notkun knattspyrnuhúsanna með tilliti til gæða knattspyrnunnar? Þessar og fleiri spurningar liggja fyrir og víst er að átak þarf að gera til þess að lyfta íslenskri knattspyrnu upp úr hjólförunum. Við sjáum í sjónvarpi að utan í hverri viku að eftir miklu er að slægjast og við sáum á frækilegu afreki landsliðsins okkar að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Tækifærið er núna. hér og hvar Morgunblaðið/Árni Torfason Við eigum að nýta okkur sigurinn yfir Ítölum til þess að skapa sigurstemmningu í íslenzkum fótbolta. Höfundur er knattspyrnuáhugamaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. ’Við sjáum í sjón-varpi að utan í hverri viku að eftir miklu er að slægjast og við sáum á frækilegu af- reki landsliðsins okk- ar að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.‘ ra hafi vit fyrir okkur borg- Hætta að plata aðra og svo sjálfan sig lur sýna að landsmenn virðast um- ítið nota einkabílinn og þarf ekki l. Það nægir að ganga eða keyra ut, Sæbraut eða Kringlumýr- venær sem er dagsins. Þar er um- ulaus og oftast bara einn í hverjum ít í eigin barm get ég nefnt hundr- ar sem ég hef án umhugsunar að og farið hundrað ferðir þegar etað látið mér nægja eina. hugsunarhætti verðum við að sama tíma og við keyrum allt sem fitnum við af hreyfingarleysi og aræði. Þannig tengjast umhverfis- gðismál; heilsuspillandi lífsstíll hef- emmandi áhrif á umhverfið. ð á að gera? Ekki er hægt að skipa ggja bílum sínum og ganga hvert sem er. Hver og einn getur hins vegar tekið sjálfan sig til skoðunar. Ég er sjálf löngu hætt að segja útlendingum að hér sé engin mengun og allt hreint. Ég segi ferðamönnum hiklaust að við séum hlutfallslega einir mestu bílaeigendur í heimi og sú staðreynd valdi sí- vaxandi loftmengun í þéttbýli. Því fyrsta skrefið er auðvitað að hætta að plata aðra. Næsta skrefið er að hætta að plata sjálfan sig. Ég hitti marga í téðri hitabylgju sem sögðu að það væri nú aldeilis fínt að hafa svona heitt og hvort þetta væri ekki bless- uðum gróðurhúsaáhrifunum að þakka. Það er alltaf gott að geta hent gaman að hlutum en þetta getur minnt á deyjandi mann að grínast með krabbameinið sitt. Umhverfismál eru grunnur allra annarra mála Nú þurfum við að horfast í augu við gríð- arlegar veðurfarsbreytingar sem að hluta til virðast af manna völdum. Nýlegar rann- sóknir benda til að meginorsök hlýnandi loftslags sé útblástur gróðurhúsalofttegunda af manna völdum. Áhrif hlýnandi loftslags á lífríkið gætu orðið geigvænleg en mestur skaðinn yrði meðal dýra og plantna á flat- lendi sem ættu ekki möguleika á að færa sig ofar þar sem er kaldara. Þó að Íslendingar búi ekki við mengun í sama mæli og íbúar þéttbýlustu stórborga heims, s.s. Lundúna, Aþenu eða New York, er full ástæða til að hafa áhyggjur af því ef þreykur er farinn að myndast yfir Reykjavík á góðviðrisdögum. Hingað til höfum við notið þess að „geta“ mengað, fá í stóru landi. En þeir tímar kunna að vera breyttir. Íslendingar eru margir hverjir að átta sig á því að umhverfismál eru grunnur allra ann- arra mála. Án lífvænlegs umhverfis er tómt mál að tala um efnahag, skóla eða velferð- arkerfi. Framtíð okkar veltur á því hvaða af- stöðu við tökum í umhverfismálum. Ætlum við að fljóta sofandi að feigðarósi, halda áfram að keyra allt sem við förum og gantast með gróðurhúsaáhrifin? Eða ætlum við að staldra við og hugsa? Það er hægt að ferðast á milli staða á umhverfisvænni hátt. Það er gott að eiga einkabíl og nýta hann til lengri ferða og skipuleggja útréttingar sínar þann- ig að sem oftast geti maður verið laus við bíl- inn og notið „hreina loftsins“ — auðlindar sem er hreint ekki sjálfsögð, ekki einu sinni á litla Íslandi. Við skulum ekki gabba okkur sjálf til að trúa neinu öðru. Morgunblaðið/Ómar gun af völdum bílaumferðar fer sívaxandi í þéttbýli og greinarhöfundur segir rfum að hugsa okkur vandlega um áður en við grípum til einkabílsins. ’Við lá að þreykur mynd-aðist yfir Reykjavík í góð- viðrinu en sökum hafgolu sem kom loftinu í Reykja- vík á hreyfingu sluppum við fyrir horn að þessu sinni.‘ Höfundur er varaformaður VG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.