Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sérstök tónlistarblogg hafa aðundanförnu notið sívaxandivinsælda. Þau einkennast af því að þar er öðru fremur skrifað um tónlist, sem síðan er hægt að hlusta á í gegnum mp3-skjöl. Blogg af þessu tagi eru þó alls ólík stórum vefjum þar sem hægt er að hlaða niður tón- list því tónlistin lifir einungis í um 4–7 daga á síðunum. Árni Þór Jónsson, útvarpsmaður og leikstjóri, er með bloggið syrdurr- jomi.blogspot.com þar sem hann deil- ir tónlist með öðrum. Hann kynntist tónlistarbloggunum á síðasta ári og byrjaði sjálfur að blogga í maí. Hann segir bloggin gefa gott tæki- færi til að kynnast tónlist sem annars geti farið framhjá manni. „Þú finnur ekki Britney Spears þarna eða Met- allicu. Þetta er allt índí- eða fram- úrstefnumúsík. Það er aðallega verið að kynna til sögunnar nýja tónlist,“ segir hann. Árni segir að líka sé hægt að finna gamla sjaldæfa tónlist á bloggunum. „Til dæmis sérhæfir ein síða sig í því að setja inn lög af vínylplötum, sér- staklega þeim sem hafa aldrei verið endurútgefnar á geisladiski,“ segir hann og á annarri síðu er bara gömul danstónlist og enn annarri einungis „koverlög“. Kapphlaup með hið ferskasta „Það er ákveðin samkeppni í gangi meðal bloggaranna að finna nýja og betri tónlist. Yfirleitt eru þessir bloggarar ekki að blogga sama lagið eða flytjandann á sama tíma því það er verið að keppast um hver er með það ferskasta. Svo vísa þeir á milli hver í annan,“ segir hann en helsta einkennið er sem sagt að bloggin eru sérhæfð. Hann segir að bloggin geti líka virkað eins og tónlistardagbók fyrir þann sem heldur úti bloggi. „Það er hægt að fara aftur í tímann og finna út hvaða músík maður var að hlusta á fyrir tveimur árum,“ segir hann, sem er kostur. „Maður gleymir því á hvað maður var á hlusta í febrúar 2002.“ Eins og áður segir lifir tónlistin stutt á bloggunum en annað einkenni er að á þeim er oftast að finna hlekki á hvar sé hægt að kaupa viðkomandi tónlist. „Þessir bloggarar eru alveg með samvisku. Þeir vita að í raun er þetta ekki löglegt en mjög margir bloggarar hlekkja á síður útgáfufyr- irtækja og þeim berast kynning- arplötur frá útgáfufyrirtækjum, al- veg eins og útvarpsstöðvar fá,“ útskýrir hann. Þrífst ekki í útvarpi Árni segir að blogg af þessu tagi séu ekki síst orðin vinsæl út af því að sú tónlist sem þarna þrífst fái ekki spilun í útvarpi. Í því sambandi er ekki síst átt við Bandaríkin.„Þetta er því alveg nýr markaður. Mér finnst mp3-bloggin þó enn vera kaotísk, það á eftir að komast meiri regla á þetta,“ segir Árni en það er ekki skrýtið þar sem tónlistarblogg af þessu tagi hafa aðeins verið í gangi síðustu tvö ár. „Ég hugsa að það séu til um hundrað síður núna. Bloggin þrífast ekki bara í Bandaríkjunum heldur líka í Bretlandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum,“ segir hann og ljóst er að þeim getur enn fjölgað mjög eftir því sem fleiri frétta af þessu. Árni, sem stundum er kallaður Árni zúri, hefur verið með útvarps- þáttinn Sýrðan rjóma frá árinu 1993, þegar hann hóf göngu sína á Útrás. Sem stendur er þátturinn í sumarfríi, var tekinn út af dagskrá Rásar 2, og var það hvatinn að því að Árni ákvað sjálfur að stofna tónlistarblogg. „Ég sló til því ég vil halda einhverjum vettvangi uppi í sambandi við þetta nafn, Sýrðan rjóma. Ég setti þetta upp í gamni en fékk góð viðbrögð. Ég ætlaði bara að blogga tvisvar í viku,“ segir Árni en hann bloggar sem stendur þrisvar til fimm sinnum í viku, allt eftir því hversu upptekinn hann er í öðrum verkefnum. Lesningin er að hluta til eins og að lesa tónlistartímarit en stóri plúsinn er að hafa beinan aðgang að tónlist- inni um leið. „Tangiers er ágætt kan- adískt band. Það er í senn mjög poppað, sækir efnivið sinn í nýrokk frá árunum 1979–82 og jafnvel í gar- agerokk, minnir stundum á The Stro- kes nema hvað að mér finnst þeir miklu betri en það tískuruslband. Ný plata hefur litið daxins ljós frá Tang- iers og nefnist hún Never Bring You Pleasure. Stútfull af forvitnilegum popplögum og mun heilsteyptari en frumraunin,“ segir í nýjustu færslu Árna og er að sjálfsögðu hægt að hlusta á lög með hljómsveitinni á síð- unni. Árni segir að bæði Íslendingar og útlendingar skoði bloggið hans. „Ég er búinn að fá fimmþúsund heim- sóknir síðan í maí og hafa þær aukist mjög undanfarið. Ég fæ svona 60– 100 heimsóknir á dag, misjafnt eftir því hvað ég set inn.“ Árni segir að framtíðarhorfur Sýrðs rjóma séu ekki alltof góðar á Rás 2 sem stendur. „Það lítur mjög illa út en ég fæ ekkert að vita strax. Það er kannski möguleiki að hann byrji aftur í september en ef ekki held ég bara áfram og vonast eftir að geta farið á einhverja aðra stöð,“ seg- ir hann. „Ég hef gaman af þessu ennþá þó ég hafi minni tíma en áður,“ segir Árni, sem var staddur í Prag að gera auglýsingu „fyrir Satan sjálfan, McDonald’s“, þegar viðtalið fór fram en hann hefur verið í kvikmyndagerð síðustu sex ár. Bloggið hans Árna er í raun blogg Sýrðs rjóma og hefur hann fylgt tón- listarstefnu þáttarins á blogginu. Hann hefur þó varla sett neina ís- lenska tónlist inn enn en býst við að breyting verði á. „Sérstaklega þegar það er eitthvað af viti að koma út,“ segir hann og nefnir Singapore Sling í þessu sambandi. „Ef hljómsveitir vilja komast að þá er sjálfsagt að láta mig fá eitthvað. Ég útiloka ekkert að setja það inn,“ segir Árni, sem hefur ekki enn fengið efni sent sérstaklega til birtingar þó hann fái enn plötur frá útgáfufyrirtækjum heima og er- lendis vegna þáttarins. Hann segir að tónlistarbloggin hafi haft áhrif á sig og að mörg lesningin og hlustunin sé fræðandi. Bloggið Newflux er í uppáhaldi en síðan sú fær um 4.000 heimsóknir á dag og er aðsóknin alltaf að aukast. Tónlist- arbloggin hafa fengið athygli í er- lendum blöðum í sumar og er því þessi menning að færast nær yf- irborðinu. „Newflux er langbestur og er alltaf Tónlist | Ný tegund af tónlistar- bloggum sprettur upp Ástin á tónlistinni Árni Þór Jónsson er útvarpsmaður, kvikmyndagerðarmaður og nú síðast tónlistarbloggari. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14 ára. Mjáumst í bíó! T o p p myndin á íslandi Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi!  SV MBLÓÖH DV Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra-spennumynd! Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra-spennumynd! kl.3,5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 6. ísl tal.Sýnd kl. 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.45 og 8. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Mjáumst í bíó! T o p p myndin á íslandi Tvær vikur á toppnum ! Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Ó.H.T Rás2 „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HJ. MBL S.K., Skonrokk „Drepfyndin“ Ó.Ö.H. DV Í Stepford er eitthvað undarlegt á seyði Frábær gamanmynd með toppleikurum CHRISTOPHER WALKEN BETTE MIDLER FAITH HILL CLENN CLOSE NICOLE KINDMAN MATTHEW BRODERICK Þetta var ekki hennar heimur.. en dansinn sameinaði þau! Sjóðheit og seiðandi skemmtun! Sýnd kl. 2. B.i. 12 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.