Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 23
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 23 Keflavík | Tvær vatnslagnir sprungu í Keflavík í fyrradag, önnur við Vatnsnestorg og hin á Hrannargötu. Í síðarnefnda tilfellinu varð talsvert vatnsflóð úr og malbik á Hrannar- götu skemmdist nokkuð, að sögn Sigurður Ólafssonar, verkstjóra hjá Hitaveitu Suðurnesja. Starfsmenn verktakafyrirtækis- ins Nesprýði hafa að undanförnu verið að vinna við breytingar á Vatnsnestorginu og meðal annars tekið vatnslagnir út fyrir torgið. Þegar vatni var hleypt aftur á lagnir á torginu um hádegið í fyrra- dag gaf sig samsetning í gamalli lögn þannig að hún hrökk þar sem hún var hvað þynnst og flæddi nokkuð af vatni út í skurð sem grafinn hafði verið. Skurðurinn fylltist þó ekki og jarðvegurinn drakk talsvert af vatn- inu í sig. Malbikið bólgnaði upp Vatnslögnin í Hrannargötu fór einnig í sundur síðdegis í fyrradag en lögnin þar er orðin gömul og fúin, segir Sigurður og að því hafi hún far- ið í sundur. Vatnsflóðið rann undir malbik götunnar sem bólgnaði upp þannig að nokkrar skemmdir hlutust af. Starfsmenn Hitaveitunnar náðu að skrúfa fyrir vatnið fljótlega eftir að lögnin fór í sundur og verktakar mokuðu yfir í gær og sléttu undir- malbik. Talsvert af vatni lak upp á götuna og flaut yfir hana um tíma en stutt er í höfnina frá Hrannargötu og vatnið rann niður í sjóinn án þess að valda truflunum. Vatnleysið í kringum Vatnsnestorgið kom hins vegar nokkuð illa við ýmsan atvinnurekst- ur sem þar er til húsa en tvö hótel, tvær hárgreiðslustofur, matvöru- verslun og tannlæknastofa eru við torgið og urðu öll þessi hús vatnslaus þegar lögnin fór í sundur. Stefnt er að því að framkvæmdum við Vatnsnestorg ljúki fyrir Ljósa- nótt sem verður haldin fyrstu helgina í september. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Talsvert vatnsflóð varð á gatnamótum Hrannargötu og Víkurbrautar í Keflavík í fyrradag eftir að vatnslögn fór í sundur. Tvær vatnslagnir í sundur í Keflavík SUÐURNES Keflavík | Sundlaug Keflavíkur lok- ar mánudaginn 30. ágúst nk. í nokkr- ar vikur meðan viðhald og viðgerðir á lauginni standa yfir. Jón Jóhanns- son, forstöðumaður laugarinnar, segist vonast til þess að viðgerðum ljúki á þremur vikum en viðgerðar- tíminn ráðist af veðri og vindum. Hann tekur þó fram að sundgestir á Reykjanesi þurfi ekki að örvænta þar sem Reykjanesbær hefur samið um að korthafar í sundlauginni í Keflavík geti notað kort sitt í sund- laugunum í Grindavík, Vogum, Garðinum og Sandgerði meðan á viðgerðunum stendur. Í viðgerðunum verður skipt um klæðningu, bárujárn og pappa á þaki sundlaugarinnar auk þess sem flís- arnar á sundlaugarbökkunum verða fjarlægðar og í staðinn lagt flotefni. Flísarnar eru að mestu skemmdar, segir Jón. Þakviðgerðirnar einar munu kosta um þrettán milljónir og er það nokkuð yfir kostnaðaráætlun, að sögn Jóns en Hjalti Guðmundsson sér um verkið. Þrjú tilboð bárust í verkið. Sundlaugin er allajafna mikið sótt og sérstaklega vinsæl í sumar í góða veðrinu. Talsverð aukning ferða- manna hefur verið í sumar og segir Jón aukinn fjölda erlendra sund- laugagesta haldast í hendur við al- menna fjölgun ferðamanna á Reykjanesinu að undanförnu. Ákveðið var að bíða með viðgerðir eins langt fram á haustið og hægt var til að þurfa ekki að loka lauginni á háannatíma. Jón segir að m.a hafi verið tekið tillit til þess að Ólympíu- farar af Suðurnesjum fengju æfingaaðstöðu og auk þess hafi verið mikið af sundmótum í í lauginni í sumar og vor. Morgunblaðið/Oddgeir Karlsson Gera þarf við þak og bakka sundlaugarinnar í Keflavík. Sundlaug Keflavík- ur lokað vegna við- halds og viðgerða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.