Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAG UM VIRKJANIR Félagið Hrafnabjörg var stofnað formlega í gær, en tilgangur félags- ins er að undirbúa nýtingu vatnsafls í Skjálfandafljóti í S-Þingeyjarsýslu með sérstaka áherslu á Hrafna- bjargavirkjun. Fundað í kennaradeilunni Samningafundir í launadeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga héldu áfram í gær, og stefnt er að áframhaldandi fundum í næstu viku. Verkfall grunnskólakennara hefur verið boðað 20. september. Metnaður hjá Sinfóníunni Osmo Vänskä ber metnaði og vinnusemi Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands vel söguna í viðtali í Lesbók í dag, en hann var aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar á árunum 1993–1996. Lyklavöld afhent að mosku Stuðningsmenn sjíta-klerksins Moqtada al-Sadr sögðust í gær- kvöldi hafa afhent aðstoðarmönnum trúarleiðtogans al-Sistani lyklavöld- in að Ali-moskunni í Najaf. Írösk yf- irvöld virðast hafa gefið rangar upp- lýsingar um innrás lögreglu í moskuna í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Úr verinu 11 Minningar 32/37 Viðskipti 12 Kirkjustarf 38 Erlent 16 Umræðan 39/43 Heima 18 Bréf 43 Höfuðborgin 19 Myndasögur 48 Árborg 22 Dagbók 48/50 Suðurnes 23 Listir 51/52 Akureyri 24 Leikhús 68 Landið 33 Fólk 54/57 Daglegt líf 26/28 Bíó 54/57 Ferðalög 28 Ljósvakamiðlar 58 Úr Vesturheimi 29 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Leikfélagi Akur- eyrar leikárið 2004–2005. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #         $         %&' ( )***               Orkuveita Reykjavíkur starfrækir gestamóttöku í Skíðaskálanum í Hveradölum í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Á laugardögum í ágúst verður boðið upp á leiðsögn um virkjunarsvæðið. Framkvæmdum eru gerð skil í máli og myndum í Skíðaskálanum. Opnunartími: 10:00 til 17:00 mánudaga - föstudaga. 10:00 til 18:00 laugardaga. Nánari upplýsingar í síma 617- 6784. Hellisheiðarvirkjun www.or.is lands á þriðjudagsmorgun í þeim erindagjörðum að kynna sér orku- mál. Í nefndinni eru John McCain – sem fer fyrir nefndinni, Hillary Rodham Clinton, Lindsey Graham, John Sununu og Susan Collins. Nefndarmenn fara í Bláa lónið og snæða hádegisverð í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Þeir fá því næst um klukkustundar langa kynningu frá Íslenskri ný- orku um notkun vetnis sem orku- gjafa. Nefndarmeðlimir munu ekki stoppa lengi hér á landi, og munu fara af landi brott eftir um fjög- urra klukkustunda dvöl. Bill og Hillary dvelja fram á kvöld Hillary Clinton mun þó dvelja lengur hér á landi, eftir nefnd- BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun hitta Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra meðan á heimsókn hans hingað til lands á þriðjudag stend- ur. Bill Clinton kemur í einkaer- indum á þriðjudagsmorgun, og dvelur hér á landi fram á kvöld. Skv. upplýsingum frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi eru tíma- setningar á fundum Clintons með íslenskum ráðamönnum ekki gefn- ar upp opinberlega, bæði öryggis hans vegna og vegna þess að þær geti breyst með skömmum fyrir- vara. Bandarísk þingnefnd sem í er m.a. Hillary Clinton, eiginkona Bill Clintons, kemur einnig hingað til arstörfin mun hún hitta eiginmann sinn, Bill Clinton, og eyða því sem eftir er af deginum með honum. Skv. upplýsingum frá sendirráðinu munu hjónin svo fljúga vestur um haf um kvöldið. Nefndin hefur verið á ferð um Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin til að kynna sér orkumál, og kem- ur hún væntanlega hingað til lands frá Noregi. Heimsóknin til Íslands er sú síðasta í röðinni áður en nefndin snýr aftur til Bandaríkj- anna. Ríkislögreglustjóri mun gæta öryggis þingnefndarinnar hér á landi í samvinnu við bandaríska sendiráðið, en Clinton-hjónin eru auk þess hvort með sína sveitina af lífvörðum frá leyniþjónustu Bandaríkjanna sem munu fylgja þeim hér á landi. Bandarísk þingnefnd kynnir sér íslensk orkumál Bill Clinton hittir forseta og forsætisráðherra HJÁLPARSVEIT skáta í Reykja- vík mun skjóta upp hvorki fleiri né færri en 2.857 bombum á flug- eldasýningu Menningarnætur klukkan 23 í kvöld. Flugeldunum verður skotið upp frá gömlu höfninni í Reykjavík eins og undanfarin ár en flugeldasýn- ingarhópur Hjálparsveitarinnar hefur haft í nógu að snúast und- anfarna daga við að undirbúa sýn- inguna og tengja þær bombur sem notaðar verða. Víðir Reynisson, skotstjóri sýn- ingarinnar, segist reikna með að um 700 vinnustundir hafi farið í undirbúning hjá þeim sex starfs- mönnum sem sjá um uppsetningu sýningarinnar. Flugeldarnir sem notaðir verða vega samtals um tvö tonn og kveiki- og rafmagnsþræðir eru alls um 3,2 kílómetrar að lengd. Sýn- ingin mun standa yfir í níu til tíu mínútur og er áætlað að á hverri sekúndu sýningarinnar fari fimm bombur á loft. Alls munu um 20 starfsmenn Hjálparsveitarinnar sjá um örygg- isgæslu og skot á sýningunni. Víðir segir að starfsmenn þurfi þó ekki sjálfir að kveikja í hverri einustu bombu, heldur sé allt raftengt og sýningunni stýrt frá stjórnborði. Á Menningarnótt í fyrra náði mann- fjöldi í bænum hámarki þegar flug- eldasýningin stóð yfir og segist Víðir ekki eiga von á færri gestum í ár. Ragnar Rúnar Svavarsson, félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík, und- irbýr flugeldasýningu kvöldsins. Flugeldasýning á Menningarnótt 2.857 bomb- ur í loftið í kvöld „ÞAÐ sem er framundan núna, og er hafin vinna við, er hvernig við mót- um reglur um það hvernig virkjunar- leyfum er úthlutað,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Hún segir miklar breyt- ingar hafa átt sér stað í raforkuum- hverfinu og nú sé tekist á við það verkefni að móta reglur varðandi virkjunarleyfi. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að tveir aðilar hefðu áhuga á að kanna virkjun við Skjálfandafljót en að lagaleg óvissa ríkti um hvernig úthluta bæri leyfum eftir nýjum raf- orkulögum. Aðspurð hvort það hefði ekki átt að móta slíkar reglur fyrr segir ráð- herra málið ekki vera komið í ein- daga. „Það er eftir að rannsaka þó- nokkuð mikið þangað til farið verður að gefa út næsta stóra virkjunar- leyfi,“ segir Valgerður og hún kveðst ekki geta svarað því hvenær virkj- unarleyfi verði gefið út. Reynt verði þó að hraða öllum málum eins og kostur er. Hún bendir á að nú sé nauðsynlegt að fá rannsóknarleyfi vegna vatnsaflsvirkjana, en svo hafi ekki verið áður. Rannsóknaráætlun verður að liggja fyrir Hún segir að rannsóknaráætlun verði að liggja fyrir hjá orkufyrir- tækjum til þess að iðnaðarráðuneyt- ið geti úthlutað rannsóknarleyfi. Hún segir stóra málið vera veitingu virkjunarleyfa, því fleiri en eitt fyr- irtæki geta fengið rannsóknarleyfi. „En það er ekki búið að móta það hvernig við ætlum að úthluta virkj- unarleyfum til framtíðar og það er gríðarlega stórt mál sem þarf að vanda sig mjög við,“ segir Valgerð- ur. Reynt að hraða málum eins og kostur er FRÁ því sérsveit lögreglu var sett á laggirnar árið 1982 hafa liðsmenn hennar aldrei þurft að hleypa af skoti nema auðvitað í æfingaskyni. „Það er aðalsmerki sérsveitar að þurfa helst aldrei að hleypa af. Þjálfunin miðar að því að lögreglan hafi yf- irburði og það er ekki hleypt af nema í lengstu lög,“ seg- ir Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn sérsveitar ríkislög- reglustjóra. Lögregla noti vopnin til að ógna og sé þjálfuð til að beita þeim til varnar. „Viðbúnaðurinn mið- ast við að það þurfi ekki að beita vopnunum,“ segir hann. Árið 2003 voru sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum við störf í 39 tilvikum. Þar af voru 24 tilvik vegna örygg- isgæslu og 15 vegna annarra útkalla. Í mars boðaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að sérsveit- armönnum yrði á næstu árum fjölgað úr 21 í rúmlega 50. Jón segir að eftir fjölgunina muni 36 sérsveitarmenn verða í Reykjavík, tólf á Keflavíkurflugvelli og fjórir á Akureyri. Hann segir að sveitin sé nú alltof fámenn en fjölgunin muni efla getu lögreglu til að bregðast við hugsanlegum flugránum eða öðrum slíkum atburðum. Þá verði alltaf sérsveitarmenn á vakt sem fyrirvaralaust verður hægt að senda til starfa hvert á land sem er. Vegna fjölgunarinnar mun ríkislögreglustjóri í haust halda nýliðanámskeið fyrir lögreglumenn. Morgunblaðið/Júlíus Ekki þurft að hleypa af skoti frá 1982 Sérsveitarmönnum verður fjölgað úr 21 í 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.