Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 27 iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Ný sending af blússum Draumurinn þinn ! Harley Davidson klúbburinn “Chapter Iceland”, býður upp á ökuferð gegn 1.000 kr. greiðslu. Framlag þitt rennur óskipt til styrktar Umhyggju , félags til stuðnings langveikum börnum. Seljum ferðir á milli kl. 12 og 15 í dag fyrir framan Laugardalshöllina. Tilvalið að byrja daginn á Harley ökuferð, með reyndum ökumönnum. Hlökkum til að sjá þig og þína. Chapter Iceland. H a r l e y - D a v i d s o n Hreinn safi úr lífrænt rækt- uðum eplum og gulrótum Nú er fáanlegur safi úr ný- uppteknum lífrænt ræktuðum gulrótum og nýtíndum lífrænt ræktuðum eplum. Hann inniheld- ur 33% af gulrótarsafa. Safinn er ekki úr þykkni heldur pressaður úr hráefninu nánast samdægurs og afurðirnar koma ferskar frá bóndanum. Innihaldslýsing og næringarefnatafla er á íslensku. Safarnir eru í glerflöskum og fá- anlegir í tveimur stærðum. Þá eru einnig til gulrótarsafi, epla - og mangósafi og hrein safablanda úr sjö mismunandi tegundum af ávöxtum og græn- meti. Inniflytjandi er Yggdrasill ehf. sem sérhæfir sig í lífrænt rækt- uðum vörum. Safarnir fást í Yggdrasil, Hagkaupum, Fjarð- arkaupjm, Nóatúni, Melabúðinni, Blómavali, samkaupum og Kaskó. Beint í brauðristina Pop Tarts eru nú fáanlegar í verslunum Hagkaupa á ný. Pop Tarts hafa notið mikilla vinsælda vestanhafs og ekki hvað síst sem fljótlegur morgunmatur, en var- an var síðast á markaði hér á landi fyrir tveimur árum. Að þessu sinni má fá sex ólíkar bragðtegundir af Pop Tarts; með púðursykri og kanel, bláberjum, súkkulaðibitum, jarðarberjum, hindberjum og berjablöndu. Morgunverður  Á RÖLTINU Morgunblaðið/ÞÖK OFNÆMISVIÐBRÖGÐ gegn sum- um fæðutegundum eru nokkuð al- geng hjá börnum, einkum fyrstu 3 ár lífsins og má greina jafnvel hjá 4–8% barna. Rannsókn sem gerð var á 360 átján mánaða gömlum börnum hér á landi sýndi að 2,2% barnanna voru með fæðuofnæmi. Fæðuofnæmi er al- gengast hjá börnum með aðra þekkta ofnæmissjúkdóma á borð við astma og alvarlegt húðofnæmi (atópía). Al- gengustu orsakir fæðuofnæmis hjá ungum börnum eru mjólk, egg, soja, fiskur, skelfiskur, jarðhnetur og hnetur af trjám. Langflest börn „vaxa upp úr“ ofnæmi gegn eggjum, mjólk og soja en síður gegn hnetum, fiski og skelfiski og því finnst fæðuof- næmi sjaldnar hjá fullorðnum (1–2%). Í þessum pistli er sérstaklega fjallað um jarðhnetuofnæmi þar sem það er algengasta orsök alvarlegra ofnæmisviðbragða, kemur fram snemma á ævinni, eldist sjaldan af börnum og oft þarf lítið af ofnæm- isvakanum til að kalla fram viðbrögð. Jarðhnetuofnæmi er vaxandi vanda- mál en í Bandaríkjunum tvöfaldaðist algengi ofnæmis gegn hnetum á tímabilinu 1997–2002. Nýleg rann- sókn sem gerð var á Isle of Wight sýndi að 1,5% barna voru með jarð- hnetuofnæmi. Ekki eru til íslenskar tölur, en að mati lækna er jarð- hnetuofnæmi einnig að aukast hér á landi. Þessi aukna tíðni er einkum rakin til fjölbreyttari fæðuvenja. Hætta á bráðaofnæmi, jafnvel of- næmislosti, er til staðar hjá öllum sem eru með fæðuofnæmi en er meiri hjá þeim sem eru með ofnæmi fyrir hnetum, fiski og skelfiski. Fræðslan mikilvægust Í raun er eina tiltæka meðferðin að fræða þá sem eru með jarð- hnetuofnæmi og fjölskyldur þeirra. Þau þurfa að læra að forðast vörur sem innihalda jarðhnetur og þekkja fyrstu einkenni ofnæmisviðbragða. Það getur verið mjög erfitt að forðast fæðu sem í eru jarðhnetur og veldur það miklu álagi á fjölskyldurnar. Einnig er mikilvægt að aðrir sem um- gangast barnið taki þátt í að verja það. Upplýsa þarf vini og vandamenn sem og starfsfólk í skólum um of- næmið og hvernig þau geta aðstoðað barnið við að forðast ofnæmisvakann. Adrenalín er gefið við ofnæm- isviðbrögðum og brýnt að gefa það eins fljótt og auðið er. Þess vegna verður sá sem er með ofnæmi ávallt að hafa það tiltækt og í dag eru til sérstakir pennar með tilbúnum skammti sem tiltölulega auðvelt er að nota. Ef um barn er að ræða þurfa þeir sem umgangast það mest, fjöl- skyldan og starfsfólk skóla, að kunna á pennann. Umfangsmikil vinna vís- indamanna á þróun bóluefnis gegn jarðhnetuofnæmi er í gangi og til- raunir sem gerðar hafa verið á dýrum lofa góðu. Vegna umræðu um að AD- vítamíndropar, sem innihéldu jarð- hnetuolíu, gætu hafa valdið ofnæmi skal tekið fram að rannsóknir hafa ekki sýnt fram á slík tengsl. Enda er ofnæmisvakinn í próteinum hnet- unnar en ekki í olíunni, svo fremi sem hún er vel hreinsuð. Þrátt fyrir það var hafin framleiðsla á nýrri tegund AD-dropa sem innihalda kókosolíu án próteina og komu þeir á markað í maí 2004. Almennt er ráðlagt að gefa börnum eingöngu brjóstamjólk fyrsta hálfa árið og benda sumar rannsóknir til þess að það dragi úr líkum á fæðuofnæmi. Afar mikilvægt er að merkingar á vörum sem inni- halda jarðhnetur séu skilmerkilegar og er ábyrgð framleiðenda mikil þar sem mjög lítið þarf af jarðhnetum til að valda bráðaofnæmi. Þar sem jarðhnetuofnæmi er vax- andi vandamál viljum við hvetja fólk til að vera ekki að gefa mat, sælgæti eða drykki börnum sem það þekkir lítið eða ekkert. Jarðhnetuofnæmi vaxandi vandamál Frá Landlæknisembættinu Björn Árdal er barnalæknir á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Anna Björg Aradóttir er hjúkrunarfræð- ingur hjá Landlæknisembættinu. urnar njóta áfram góðrar aðstöðu í félagsheimilinu Þróttheimum og hyggjast láta merkið mótast með- fram náminu. Þær vilja ekki enn segja til um hvort þær hanni föt fyrir einhverja ákveðna konu eða fari eftir ákveðinni hugsun við hönnunina. Mikil þróun eigi vafa- laust eftir að verða hjá þeim; til dæmis verði spennandi að sjá hvaða breytingar verða þegar þær byrja að hanna vetrarföt í stað létta fatnaðarins í sumar. Þær haldi áfram að vinna sam- an að hönnun á eigin forsendum. Spurðar að því hvort Lykkju- fall … úps … verði Dolce & Gabb- ana framtíðarinnar finnst þeim samlíkingin fyndin en svarið er þó einfalt: „Auðvitað.“ Í Hinu húsinu verður margt um að vera í dag í tilefni Menning- arnætur. Lykkjufall …úps … verður með uppskeruhátíð milli kl. 14 og 19 og m.a. verða seld föt úr smiðju hönnuðanna. www.blog.central.is/lykkjufall lykkjufall@simnet.is Morgunblaðið/Árni Torfason Fatahönnuðir á uppleið: Sigrún Bald- ursdóttir og Bryndís Sveinbjörnsdóttir eru konurnar á bak við Lykkjufall… úps… aps@mbl.is L jó sm yn d/ V al di m ar G ei r Fyrirsæta á Face North- keppninni klædd hönnun Lykkju- fall… úps… Á vefnum, http://www.dlc.fi/ ~marianna/gourmet/ gl_rusca.htm er að finna kokka- bók með aðgengilegum upp- skriftum af ýmsum smáréttum, forréttum, aðalréttum og eft- irréttum frá Finnlandi og Rúss- landi auk alþjóðlegra rétta. Uppskriftirnar eru gefnar á ensku en á síðunni er einnig orðabók sem gefur upp nöfn á helstu matvörum á öllum norð- urlandamálunum þar með talið íslensku, ensku og rússnesku. Þar er einnig tafla, sem auð- veldar útreikninga á mismun- andi þyngdareiningum og hita- stigi C°/F°.  MATUR Kokkabók á Netinu AUGLÝSINGADEILD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.