Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 38
Skinnastaðarkirkja 150 ára SUNNUDAGINN 22. ágúst verður hátíðarguðsþjónusta í Skinnastað- arkirkju í Öxarfirði kl. 14, en á þessu ári eru liðin 150 ár frá bygg- ingu kirkjunnar. Hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, mun þá end- urvígja kirkjuna, en síðustu ár hef- ur staðið yfir endurbygging kirkj- unnar. Þeim framkvæmdum stjórnaði Stefán Óskarsson, húsa- smíðameistari í Rein, í samvinnu við húsafriðunarnefnd ríkisins, en ald- urs síns vegna er Skinnastað- arkirkja friðað hús. Vígslubiskup mun einnig flytja prédikun, en sókn- arprestur þjónar fyrir altari. Eftir athöfnina er boðið til kaffisamsætis í Lundi og eru allir hjartanlega vel- komnir. Kirkjustaður og prestssetur hef- ur verið á Skinnastað frá öndverðri kristni á Íslandi. Þar var komin bændakirkja fyrir 1200. Í kaþ- ólskum sið var kirkjan helguð post- ulunum Pétri og Páli og sátu þar lengi vel tveir prestar. Fyrir 150 ár- um var það sr. Hjörleifur Guttorms- son, þáverandi sóknarprestur, sem hafði forgöngu um byggingu henn- ar. Menningarnótt í Hallgrímskirkju Í DAG, laugardaginn 21. ágúst „á Menningarnótt í Reykjavík“ verður fjölbreytt dagskrá í Hallgrímskirkju að vanda. Kirkjan er opin frá 09– 22.30. Frá kl. 14.00 verður opið kaffihús í Safnaðarsal kirkjunnar til ágóða fyrir Listvinafélag Hall- grímskirkju. Frá kl. 14.00–22.00 verður afsláttargjald í turn kirkj- unnar í tilefni Menningarnætur kr. 200 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn upp að 12 ára aldri. Frá kl. 18.00 verður samfelld dagskrá í kirkjunni sem hér segir: Kl. 18.00 Orgelið ómar. Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju, kynnir orgelið með fjölbreyttum þekktum orgelverkum. Kl. 19.00 Orgel og selló – sópran og orgel Inga Rós Ingólfsdóttir selló, Margrét Sigurðardóttir sópr- an, Hörður Áskelsson orgel. Kl. 20.00 Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur kórverk kl. 21.00 Fé- lagar úr Mótettukórnum skemmta á „kaffihúsi í suðursal“ Kl. 22.00 Helgistund í Hallgríms- kirkju í umsjón sr. Sigurðar Páls- sonar o.fl. Gospelmessa á Menningarnótt GOSPELMESSA verður laugardag- inn 21. ágúst kl. 16.30 á Ingólfstorgi. Hljómsveitin Úpendó leiðir tón- listina. Jóna Hrönn Bolladóttir mið- borgarprestur flytur hugleiðingu og þjónar ásamt ungu fólki. Miðborgarstarf KFUM/KFUK og kirkjunnar. Fræðslukvöld um Tímóteusarbréfin BIBLÍSKÓLINN við Holtaveg verð- ur með fræðslukvöld um Tímóteus- arbréfin, fimmtudagskvöldið 26. ágúst, kl. 20–22 í húsi KFUM og K á Holtavegi. Kennari verður sr. Frank M. Halldórsson. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Fræðslukvöldið er liður í þriggja ára áætlun Biblíuskólans, „Þekktu Biblíuna betur“, sem felst m.a. í fræðslukvöldum, um eitt eða fleiri rit Biblíunnar, síðasta fimmtudag í mánuði. Aðgangur að fræðslukvöld- unum er ókeypis og öllum opinn. Markmiðið er að auðvelda fólki lest- ur Biblíunnar og heimfæra orðið upp á eigið líf og aðstæður. Að búa einn/ein NÁMSKEIÐIÐ er ætlað þeim sem gengið hafa í gegnum skilnað ný- lega og er markmið þess að koma til móts við þessa einstaklinga, gefa þeim vettvang og tækifæri til að vinna úr erfiðum tilfinningum sem upp koma við skilnað. Námskeiðið verður í Grafarvogs- kirkju næstu átta vikur á þriðjudög- um kl. 20.00. Við lítum svo á að námskeiðið sé leið sálgæslu fyrir þennan hóp fólks, því ljóst er að skilnaður hefur afleið- ingar sem geta sett mark sitt á sálir þeirra sem ganga í gegnum þá sáru reynslu. Allar nánari upplýsingar veittar í Grafarvogskirkju, sími 587 9070. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði HELGIHALDIÐ er nú að hefjast á ný í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eftir nokkurra vikna sumarhlé og verður kvöldvaka í kirkjunni annað kvöld kl. 20. Að þessu sinni er umfjöllunarefni kvöldvökunnar tengt sumrinu og hinum uppbyggjandi áhrifum þess og hugleiðingar fluttar um það efni. Örn Arnarson, tónlistarstjóri kirkj- unnar, hefur valið fallega sálma og söngva sem tengjast sumrinu og það er að sjálfssögðu hljómsveit kirkj- unnar og kór sem leiða sönginn. Kvöldvökur eru í Fríkirkjunni í Hafnarfirði einu sinni í mánuði og hafa notið mikilla vinsælda á síðustu árum. Helgihaldið er með frjálslegu sniði sem virðist höfða til margra. Kaffiveitingar verða í safn- aðarheimilinu að lokinni kvöldvöku. Fundur foreldra fermingarbarna í Árbæjarkirkju SUNNUDAGINN 22. ágúst verður stuttur fundur með foreldrum ferm- ingarbarna vorsins 2004. Fundurinn verður í beinu framhaldi af guðs- þjónustunni kl.11.00. Guðsþjónustuna hafa ferming- arbörn undirbúið með prestum og fermingarfræðurum vikuna 16.–22. ágúst. Á fundinum verður farið yfir hvernig hafi til tekist með fræðsluna og horft fram á veginn. Rætt verður um tilhögun fræðslu vetrarins annars vegar fyrir þau fermingarbörn er áttu þess kost að sækja fræðslu vikuna 16.–22. ágúst og þeirra sem ekki áttu þess kost. Reifaðar hugmyndir um kór ferm- ingarbarna og margt annað sem skemmtilegt verður að velta fyrir sér á tímamótum ferming- arbarnanna. Mikilvægt er því að sem flestir foreldrar geti komið með börnum sínum og séð og heyrt hvað á daga þeirra hefur drifið rétt fyrir skólabyrjun. Skinnastaðarkirkja. MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF 38 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Áskirkju syngja. Organisti Kári Þor- mar. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Mar- teinn H. Friðriksson leikur á orgel. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar. Samskot til kirkjustarfsins. Kirkju- kór Grensáskirku syngur. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Væntanleg fermingarbörn næsta vors mæti ásamt foreldrum sínum en kynningarfundur með foreldrunum er fyr- ir messuna, kl. 10. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 10.30. Organisti Kjartan Ólafs- son. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sig- urður Pálsson prédikar. Organisti Hörður Áskelsson. Félagar úr Mótettukór leiða safnaðarsöng. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. Vegna framkvæmda við lóð kirkjunnar þarf að ganga bakdyra- megin inn í kirkju og safnaðarheimili. LAUGARNESKIRKJA: Almenn messa og barnasamvera kl. 20. Sr. Bjarni þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni. Barna- samvera er í umsjá Hildar Eirar Bolladóttur. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið, Kór Laugarneskirkju syngur. Messukaffi í umsjá Sigríðar kirkjuvarðar að lokinni messu. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Erni Bárði Jónssyni. Fermingarbörn á sum- arnámskeiði fá að ganga til altaris í fyrsta sinn en þurfa að vera í fylgd foreldra eða forráðamanna. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leið- ir sálmasöng. Organisti Pavel Manasek. Sr. Arna Grétarsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 20:30. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Börn borin til skírnar. Ferm- ingarbörn taka virkan þátt í helgihaldinu með bænum og ritningarlestrum. Tónlist í umsjón Carls Möllers og Önnu Siggu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í umsjón presta, fræðara fermingarfræðslu og fermingarbarna. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og flytja bænir. Kristina Kalló organisti spilar og stjórnar kór ferming- arbarna sem munu leiða söng við guðs- þjónustuna. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir. Organisti Bjartur Logi Guðnason. DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg kvöld- messa Digranessóknar og Lindasóknar kl. 20 í kapellu á neðri hæð. Prestur sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson. Organisti Hann- es Baldursson. Kór Lindakirkju leiðir safn- aðarsöng. Sjá: www.digraneskirkja.is FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústson. Organisti Lenka Mátéová. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Hörður Bragason. Mola- sopi eftir messu. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Íris Krist- jánsdóttir þjónar. Barn borið til skírnar. Fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Sjá: www.hjallakirkja.is KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Julian Hew- lett. Kaffisopi að lokinni guðsþjónustu. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Alt- arisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Jónas Þór- isson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs þjóðkirkjunnar, verður gestur samkom- unnar. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardagur: Kl. 22 útisamkoma á Lækjartorgi. Opið hús í Herkastalanum eftir flugeldasýninguna. Sunnudagur: Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Umsjón Miriam Óskarsdóttir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 20. Sigrún Einarsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Boðið er upp á gæslu fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Sjá: www.kefas.is KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma sunnudag kl. 20. Bæn og íhugun. Sam- koma með sumarbrag, kaffihúsastemning og léttar veitingar. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Andrew Pearkes. Gospelkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyrirbænir í lok sam- komu. Miðvikudagur 1. september: Bæna- stund kl. 20. Barnakirkjan hefst 29. ágúst kl. 16:30. Bænastundir alla virka morgna kl. 06. Sjá: www.gospel.is KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Reykjavík, Mar- íukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18:30. Virka daga: Messa kl. 18:30. Rif- tún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jós- efskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnu- daga: Messa kl. 14. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19:30. Bænastund kl. 20. Stykk- ishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18:30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bol- ungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþ- ólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagils- stræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.Sunnu- daga: Messa kl. 11. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykjavík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Kåre Kasparsen. Loftsal- urinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðþjón- usta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili að- ventista Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Safn- aðarheimili aðventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10:15. Guðþjón- usta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 guðsþjónusta í Landakirkju. Kór kirkjunnar syngur. Áshildur Haraldsdóttir þverflautu- leikari leikur við athöfnina. Prestur sr. Þor- valdur Víðisson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verða systkinin Páll Valdimar Guðmundsson Kolka og Melína Kolka Guðmundsdóttir, til heimilis að Lækj- argötu 34e, Hafnarfirði. Gunnhildur Halla Baldursdóttir leikur á orgel en kór kirkj- unnar leiðir söng. Einsöng syngur Jóhanna Ósk Valsdóttir. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Boðið er upp á kaffisopa í safn- aðarheimilinu eftir messuna. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Kvöldvaka kl. 20. Örn Arnarson, ásamt hljómsveit kirkj- unnar og kór, flytja sálma og söngva sem tengjast sumrinu. Fluttar verða stuttar hug- leiðingar. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að lokinni kvöldvöku. ÁSTJARNARSÓKN í samkomusal Hauka, Ásvöllum: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Upp- haf fermingarstarfs. STRANDARKIRKJA: Uppskerumessa kl. 14. Þakkað fyrir ávöxt jarðar og uppskeru sumarsins. Organisti Julian E. Isaacs. Baldur Kristjánsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl 11.00. Meginþungi helgihaldsins flyst nú í Vídal- ínskirkju. Þetta er fyrsta guðsþjónustan í Ví- dalínskirkju á þessum tíma. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsönginn undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 29. ágúst kl. 11. Kór kirkj- unnar syngur undir stjórn Natalíu Chow Hewlett organista. Baldur Rafn Sigurðs- son. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Sigfús Baldur Ingvason. Org- anisti Hákon Leifsson. Bylgja Dís Gunn- arsdóttir leiðir söng. Meðhjálpari Helga Bjarnadóttir. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. BORGARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Akrakirkju kl. 14. Messa í Borgarneskirkju kl. 20. AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Fé- lagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Org- anisti Björn Steinar Sólbergsson. GLERÁRKIRKJA: Söngsamvera og bæna- stund kl. 20.30. Almennur söngur. Org- anisti Hjörtur Steinbergsson. Prestur sr. Arnaldur Bárðarson. Kaffisopi í safn- aðarsal. STÓRA-NÚPSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Síra Arn- grímur Jónsson, dr. theol., prédikar og þjón- ar fyrir altari. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimili eftir athöfnina. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Blásarasveit undir stjórn Guðmundar Vilhjálmssonar, organista, leikur í mess- unni og fyrir messu úti fyrir kirkjunni. Prest- ur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Guðspjall dagsins: Far- ísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18.) Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 10. ágúst var spilað á fjórum borðum. Úrslit urðu þessi: Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 76 Einar Pétursson – Tryggvi Guðmundss. 75 Ásmundur Þórarinss. –Jón Ó. Bjarnason 69 Ásta Erlingsdóttir – Helga Helgad. 63 Föstudaginn 13. ágúst var spilað á fjórum borðum. Úrslit urðu þessi: Sófus Berthelsen – Jón Sævaldsson 73 Þorvarður S. Guðmunds. – Guðni Ólafss.70 Jón R. Guðmundsson – Kristín Jóhannsd. 69 Þriðjudaginn 17 ágúst var spilað á 7 borðum. Úrslit urðu þessi. N/S Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 197 Friðrik Hermannss. - Stefán Ólafsson 186 Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 169 A/V Sófus Berthelsen - Haukur Guðmundss. 194 Jón Gunnarsson - Sigurður Jóhannss. 192 Árni Bjarnason - Ólafur Gíslason 172 Eldri borgarar Kópavogi Þátttakan sl. föstudag var frekar léleg en þó mættu 14 pör á 7 borð. Lokastaðan í N/S: Albert Þorsteinss.- Sæmundur Björnss.185 Eysteinn Einarss. - Magnús Hall- dórss.185 Ólafur Ingvarss. - Ragnar Björnss.180 A/V: Auðunn Guðmundss. - Bragi Björnss.195 Júlíus Guðmundss. - Oliver Kristófss.183 Anna Lúðvíksd. - Kolbrún Ólafsd.179 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.