Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F rækinn sigur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Ítölum í vikunni færir okkur enn heim sanninn um mikilfengleik íþróttanna og það hversu tölfræði og nafnalistar á pappír duga skammt þegar blásið er til leiks. Á sama hátt og Grikkir voru minnstir spámanna í úr- slitakeppni Evrópumótsins á dög- unum en unnu samt, sýndu ís- lensku landsliðsmennirnir að með harðri baráttu og réttu hugarfari má leggja jafnvel frægustu and- stæðinga að velli og má leiða að því líkur að spagettíið hafi hrokkið ofan í einn eða fleiri sunnar í álf- unni þegar smáþjóðin í norðri felldi sólbrúnu gulldrengina á þeirra eigin bragði. Það er alltaf gaman þegar okkar mönnum gengur vel og það er í sjálfu sér alltaf ánægjuefni þegar staðfesting kemur á því að þrátt fyrir alla þá peninga sem hafa flætt inn í íþróttirnar séu þær enn þess eðlis að engin úrslit sé í raun hægt að bóka fyrirfram og að vís- asti vegur til glötunar sé að van- meta andstæðinginn. Sem var auð- vitað nákvæmlega það sem Ítalir gerðu á Laugardalsvellinum og flestar stærstu knattspyrnuþjóðir gerðu í tilfelli Grikkja sem státuðu hvorki af stórstjörnum né sig- ursælu liði, en höfðu þeim mun meir af keppnisgleði, liðsanda og skipulagi til þess að fleyta þeim alla leið. Frábær stemningin á Laug- ardalsvellinum var svo auðvitað sérstakur kapítuli út af fyrir sig og er Knattspyrnusambandinu og þó einkum formanninum Eggert Magnússyni svo að þakka að nýtt aðsóknarmet var sett og að aftur náðist að skapa sigurstemningu um íslenska landsliðið sem sannast sagna hefur ekki staðið undir væntingum að undanförnu; hrapað niður um mörg sæti á stigalista Al- þjóða knattspyrnusambandsins og mátti þola stórskell, 6:1, gegn Englendingum fyrr í sumar í Man- chester. Kannski er hér hafið nýtt upphaf að sigurskeiði landsliðsins okkar? Knattspyrnuáhorf gæti verið full atvinna! Og það hafa svo sannarlega skipst á skin og skúrir í knatt- spyrnunni þetta sumarið. Úr- slitakeppni EM var að mörgu leyti frábær og víst er að sjaldan ef nokkru sinni hefur verið jafn mikil eftirvænting fyrir upphafi leiktíðar eins og nú í ensku knattspyrnunni. Skjár einn hefur fengið sýning- arréttinn; sýnir leiki beint í sjón- varpi sem aldrei fyrr og skyndi- lega er sú staða komin upp að allt upp í sex leiki úr einni og sömu umferðinni í ensku úrvalsdeildinni má sjá í beinni útsendingu hér á landi. Það er mun meira en ensk- um knattspyrnuunnendum sjálfum gefst kostur á og er sannarlega þakkarvert. Afleiðingin verður væntanlega sú að sparkspekingar munu í auknum mæli þurfa að velja og hafna og slökustu leikirnir mæta afgangi, því til viðbótar býð- ur Sýn upp á leiki úr spænsku knattspyrnunni, leiki úr Meist- aradeild Evrópu og frá bikarmót- unum í Englandi. Það er því nán- ast hægt að stunda áhorf á knattspyrnu í íslensku sjónvarpi sem fulla vinnu þessa dagana! Það er mikil breyting frá því Bjarni Fel. lýsti einum leik á laugardegi hér fyrir nokkrum árum, en breyt- ingin varð raunverulega þegar Stöð 3 kom til sögunnar og keypti sýningarréttinn af ensku knatt- spyrnunni 1996 og hóf að sýna fleiri leiki beint, t.d. á sunnudögum og mánudögum. Sá sem þetta ritar lýsti þá leikjum í beinni útsend- ingu á stöðinni og minnist þess enn hversu mikill áhugi var á þessu sjónvarpsefni og þeim gríð- arlegu viðbrögðum sem sjónvarps- stöðin fékk fyrir vikið. FH spilar skemmtileg- ustu knattspyrnuna Ein afleiðing þess að hafa knatt- list fremstu snillinga heims inni í stofu hjá sér á hverjum de vitaskuld sú að gerður er s anburður á því sem þar á og því sem íslenskir knatt- spyrnumenn bjóða upp á. verður að segjast alveg ein að sá samanburður er ekk hagstæður. Einhverjir kyn segja að það sé út af fyrir saman eðlilegt, en þá er þv bæta að gæðin í íslensku k spyrnunni virðast ekki þok rétta átt og fullyrða má að hafi verið sterkari fyrir 5– síðan, þegar úrslitin hjá ís liðunum á Evrópumótunum knattspyrnu eru höfð til h Þetta er vitaskuld alls e gott. Íslandsmeistarar KR liði sem er hvorki svipur h frá því meistaraliði sem he að inn titlum á undanförnu Fyrir mót var fullyrt að ek státaði af jafn mikilli breid raunin hefur verið sú að li ar lykilmanna í leik eftir le úrslitin eru eftir því. Þá he ið athygli hversu varnarsin leikaðferð liðsins hefur ver vel á heimavelli, og virðast arataktar horfnir suður til arfjarðar þar sem FH-ing tekið við boltanum og spila skemmtilegustu knattspyr þetta sumarið; með fjörug sóknarleik og hæfilegri lei Fleiri lið hafa dottið nið almennsku eins og KR. Ak og Fylkir virðast þannig e sér almennilega á strik mi væntingar, enda þótt góð ú sjáist inn á milli. Helst er menn hafi komið andstæði sínum á óvart sem og Kefl og Víkingar, sérstaklega n síðkastið, en það virðist hl KA, Grindavíkur og Fram ast við falldrauginn þetta á Naflaskoðun er nauðsynleg í hau Hvernig sem lyktir verð anum á toppi og botni úrv arinnar í knattspyrnu í lok ember tel ég rétt að foryst Knattspyrnusambandsins fyrir ákveðinni naflaskoðu Af fótamennt Eftir Björn Inga Hrafnsson U ndanfarna daga og vikur hefur hitabylgja glatt landsmenn. Fólk hefur fækkað fötum, dregið fram Benidormgallana og allir hafa sameinast um að tala um veðrið. Oftast hefur þeirri umræðu lokið með orðum á borð við að „þetta geti nú ekki verið eðlilegt“ eða „að þessu hljóti nú að linna“. Vissulega er gaman í góða veðrinu og indælt að geta hvílt eskimóagallann smá- stund. Mannlíf blómstrar og streitan sem oft hrjáir fólk virðist hjaðna. Hins vegar boðar góða veðrið ekki eingöngu góð tíðindi og þó að það sé mikilvægt að einblína á hið já- kvæða borgar sig ekki að leiða hitt hjá sér. Hreinleiki er ekki eðlislægur eiginleiki Í upphafi hitabylgjunnar jókst mjög styrk- ur loftmengandi efna í andrúmsloftinu. Á mælistöðvum Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur mátti sjá að ósonstyrkur fór hækkandi og ennfremur jókst styrkur ann- arra efna; þ.e. brennisteinsdíóxíðs, köfnunar- efnis- og kolvetnissambanda og fíngerðs svif- ryks. Aðstæður voru mjög góðar fyrir svokallaða þreykmyndun en það kallast þreykur (sbr. enska orðið smog) þegar reyk- mistur myndast af völdum mengunar. Þreykur myndast þegar heitt er, sólríkt og logn — og andrúmsloft er mengað. Við lá að þreykur myndaðist yfir Reykjavík í góðviðr- inu en sökum hafgolu sem kom loftinu í Reykjavík á hreyfingu sluppum við fyrir horn að þessu sinni. Í þreyk getur ósónstyrkur orðið hættu- lega mikill og valdið gróðurskemmdum og jafnvel heilsutjóni manna og dýra. Andrúms- loftið getur ert fólk í öndunarfærum og þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða sjúkdóma á borð við asma er gjarnan ráðlagt að halda sig innan dyra þegar þreykur leggst yfir erlendar stórborgir. Það er skondið að við Íslendingar stærum okkur iðulega af því við útlendinga sem hing- að koma hversu dásamlega hreint landið sé, loftið ferskt og vatnið gott. En á sama tíma gerum við lítið sem ekkert til að varðveita þessar auðlindir okkar. Hreinleiki er ekki eðlislægur eiginleiki Íslands. Hann er gjöf sem við höfum fengið vegna heppilegra nátt- úrulegra aðstæðna og strjálbýlis. En öllum gjöfum er hægt að spilla með illri meðferð og hugsunarleysi. Loftmengun af völdum bílaumferðar fer sívaxandi í þéttbýli. Bílaeign landsmanna er gríðarleg en hlutfall þeirra sem ferðast með almenningssamgöngum, gangandi eða hjól- andi með afbrigðum lágt. Þó að það skýri ekki mengunina eitt sér er umhugsunarvert að hér í Reykjavík eru 4% allra ferða farin með almenningssamgöngum en víða í Evr- ópu má sjá mun hærra hlutfall, allt upp í 20%. Vonandi batnar þetta hlutfall með nýju leiðakerfi og bættri þjónustu Strætó bs. sem hefur lagt í miklu vinnu að undanförnu til að endurskipuleggja þjónustu sína. Ljóst er þó að hugarfarsbreytingu almennings þarf til. Ekki er endalaust hægt að ætlast til þess að hið opinber urunum. Allar töl hugsunarlí tölfræði til Miklubrau arbraut hv ferðin linnu bíl. Ef ég lí að dæmi þ keyrt af st ég hefði ge Þessum breyta. Á s við förum f slöku mata og heilbrig ur líka ske En hvað fólki að leg Að blekkja sjálfan sig Loftmeng að við þur Eftir Katrínu Jakobsdóttur UPPSKURÐUR Á ATVINNU- LEYSISBÓTAKERFI Þjóðverjar hafa átt við langvinnastöðnun að stríða í efnahagslíf-inu. Velferðarkerfið er að sliga þá og ósveigjanleiki á vinnumarkaði er atvinnulífinu fjötur um fót. Menn hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að umbóta er þörf, en andstæðingar þeirra – stéttarfélögin – hafa haft slík ítök að stjórnmálamenn hafa talið það jafngilda pólitísku sjálfsmorði að ráð- ast í uppskurð á kerfinu. Það sást ber- lega í aðdraganda síðustu kosninga í Þýskalandi þegar meginvandamálin, sem taka þurfti á í þýskum efnahags- málum, voru nánast sniðgengin í póli- tískri umræðu. Lágu þar hægrimenn ekki síður undir gagnrýni en vinstri- menn fyrir það. Nú um áramót hyggst stjórn Ger- hards Schröders kanslara hrinda í framkvæmd nýrri áætlun, sem á að gerbreyta atvinnuleysisbótakerfinu í Þýskalandi. Þessar fyrirhuguðu að- gerðir, Hartz IV-áætlunin, hafa vakið mikla ólgu í landinu, einkum í austur- hlutanum, þar sem tugþúsundir manna hafa streymt út á götur til að mótmæla þeim. Ástæðan fyrir því að viðbrögðin eru mun harðari í austurhluta Þýska- lands en vesturhlutanum er sú að þar er atvinnuleysið mun meira, eða 18,5% á móti 8,5%. Alls eru um 4,5 milljónir manna atvinnulausar í landinu. Núverandi atvinnubótakerfi í Þýska- landi er lýst í fréttaskýringu, sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær. Þar kemur fram að þegar fólk missir vinnuna í Þýskalandi fær það bætur, sem nema 60% af laununum, sem það hafði áður, en 67% ef það hefur börn á framfæri. Þessar bætur fást í tvö ár og átta mán- uði. Eftir það fást bætur sem nema 53– 57% af fyrri launum í ótakmarkaðan tíma. Við þetta bætast svo greiðslur eins og fjölskyldu- og húsnæðisbætur. Samkvæmt Hartz IV verður tímabilið, sem fólk fær hærri atvinnuleysisbætur hins vegar stytt í tólf mánuði, en átján mánuði hjá þeim, sem eru eldri en 55 ára. Þá verður seinna skrefið lagt niður þannig að í stað þess að fólk fái bætur í ótakmarkaðan tíma, sem byggjast á fyrri launum, fá allir sömu upphæð sem verður um 30 þúsund krónur. Þetta eru mjög róttækar breytingar. Í núverandi kerfi eru augljósir hvatar til þess að fara ekki út á vinnumark- aðinn. Markmiðið er að þeir hverfi. Hagfræðingar hafa reiknað út að áætl- unin geti leitt til þess að allt að 300 þús- und manns hefji störf og þrýstingurinn á þá hálfu milljón manna, sem fái skert- ar bætur um áramót, muni vaxa gríð- arlega. Stjórnarandstaðan í Þýskalandi hef- ur séð sér leik á borði að grafa undan stjórn Schröders og líkir mótmæla- göngunum við mánudagsgöngurnar sem farnar voru í Austur-Þýskalandi þegar alþýðulýðveldið var í andarslitr- unum og Berlínarmúrinn riðaði til falls. Schröder sakar hægri-miðjuflokkana í stjórnarandstöðu um að hafa tekið höndum saman við arftaka gömlu kommúnistanna í mótmælunum og kristilegir demókratar stilli sér upp við hlið þeirra einungis til að hagnast á óánægju almennings. Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata, reyndi í gær að slá á þessar raddir, lof- aði Hartz IV-áætlunina og umbóta- stefnu Schröders og sagði að ekki væri um annan kost að ræða. Hún gagnrýndi hins vegar framkvæmdina og er það kunnuglegt stef. Það er augljóst að atvinnubótakerfi, sem er þannig úr garði gert að það kemur í veg fyrir að fólk fari á vinnu- markaðinn, er meingallað. Þýska stjórnin er síður en svo að afnema vel- ferðarkerfið. Hún er að grípa til löngu tímabærra aðgerða, sem líklegar eru til að hleypa vexti í atvinnulífið. Í Þýskalandi velta menn nú vöngum yfir því hvort þverrandi stuðningur við um- bæturnar muni verða til þess að Schröder dragi í land. Það væri afleitt ef svo færi. EINANGRUN DAUFBLINDRA Norræn ráðstefna um daufblinda ínútímasamfélagi hófst hér í Reykjavík á miðvikudag og lýkur á morgun, sunnudag. Það er bæði rétt og þarft að vekja at- hygli á stöðu daufblindra í nútímasam- félagi og ljóst af því sem þegar er kom- ið fram á ráðstefnunni, að íslenskt samfélag hlúir ekki að daufblindum einstaklingum með sambærilegum hætti og gert er annars staðar á Norð- urlöndum. Fyrirlestur, sem daufblind kona, Fjóla Björk Sigurðardóttir, flutti á ráðstefnunni á fimmtudag, „Hvað er það sem einkennir líf daufblindra?“, hlýtur að hafa vakið marga til umhugs- unar um hvað sé hægt að gera, til þess að rjúfa þá skelfilegu félagslegu ein- angrun sem daufblindir búa við. „Ég er mjög einangruð frá umheiminum og það finnst mér allra verst við mína fötl- un,“ sagði Fjóla Björk í fyrirlestri sín- um. Fjóla Björk lýsti því hversu háð hún er aðstoð túlks, því það séu svo fáir sem hún geti talað við með fingramáli. Hún geti hins vegar ekki alltaf fengið túlk, þegar hún þurfi á að halda og það takmarki samskiptin sem hún getur haft við vini og ættingja. Það er ljóst, að hér þurfa að koma til ákveðnar úrbætur. Það er samfélags- leg skylda okkar að gera fötluðum ein- staklingum, eins og daufblindum, lífið eins bærilegt og unnt er. Íslenska þjóð- in hefur vel efni á því að styðja dauf- blinda með sómasamlegum hætti og það er á engan hátt boðlegt, að hér sé slík þjónusta mun lakari en hún er á hinum Norðurlöndunum. Það þarf að komast til botns í því, hversu margir Íslendingar eiga við slíka fötlun að stríða og sníða sérhæfða þjónustu við daufblinda, að þeirra þörf- um og óskum. Það fer ekkert á milli mála, að dugn- aður Fjólu Bjarkar og elja eru hennar helsti styrkur. Hún notar tölvu með blindraskjá, sem gerir henni kleift að skrifast á við vini og ættingja, með tölvupósti. Sömuleiðis fær hún sendar fréttir og greinar í tölvupósti, sem gera henni kleift að fylgjast með því sem er að gerast í heiminum. Þrátt fyrir já- kvæða þætti eins og tölvunotkun dauf- blindra, er ljóst af lýsingu Fjólu Bjark- ar á daglegu lífi daufblindra, að þeir lifa við sorglega mikla félagslega ein- angrun. Ísland er eitt fremsta velferðarríki heims. Við megum ekki gleyma ein- staklingum eins og daufblindum, bara fyrir þær sakir einar, að þeir geta ekki látið í sér heyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.