Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 45 ÞRÍR ungir íslenskir skákkappar, Stefán Kristjánsson, Davíð Kjartans- son og Guðmundur Kjartansson, glímdu við gátu skáklistarinnar á al- þjóðlegu skákmóti í Búdapest sem lauk í vikunni. Mótið kallast „fyrsta- laugardagsmót“ en þau hefjast fyrsta laugardag í mánuði. Mótshaldarinn, Lazslo Nagy, hefur haft veg og vanda af þessum mótum allt frá því að járn- tjaldið féll. Ís- lenskir skákmenn voru ekki tíðir gestir þar en hafa hin síðustu miss- eri gert sig heima- komnari. Fyrir- komulagið er þannig að í hverj- um mánuði eru haldin nokkur lok- uð mót sem gefa möguleika á að ná áfanga að alþjóð- legum titlum. Á síðasta ári náði Arnar E. Gunnarsson áfanga að alþjóðleg- um meistaratitli en hann var útnefnd- ur alþjóðlegur meistari fyrr í sumar á þingi FIDE. Frammistaða íslensku keppendanna var að þessu sinni einn- ig til mikillar fyrirmyndar þó að þeim hefði ekki tekist að ná þeim áföngum sem þeir ætluðu sér í upphafi. Stefán tefldi í A-flokki þar sem þátt tóku þrír stórmeistarar og meðalstig mótsins voru 2.420. Hann varð hlutskarpastur í flokknum og var hársbreidd frá því að ná sínum fyrsta áfanga að stór- meistaratitli. Biðin eftir því að annar íslenskur skákmaður en stórmeistari nái þessu marki er orðin löng en Þröstur Þórhallsson gerði það síðast sumarið 1995. Engu að síður var ár- angur Stefáns glæsilegur og ljóst að haldi hann áfram á sömu braut er ein- ungis tímaspursmál hvenær hann landar áfanganum. Lokastaðan í flokknum varð þess: 1. Stefán Kristjánsson (2.410) 7 v. af 10. 2. Ngoc Truongson Nguyen (2.466) 6½ v. 3. -5. Th. Trang Hoang (2.455), Lajos Seres (2.448) og Maxim Turov (2.536) 6 v. o.s.frv. Í næsta flokki fyrir neðan þennan að styrkleika voru meðalstigin 2.269 og hægt var að ná þar áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli. Davíð og Guðmundur tefldu þar og stóðu sig með mikilli prýði þó að gengi þeirra framan af hafi verið skrykkjótt. Í seinni hluta mótsins unnu þeir marga góða sigra og lauk Guðmundur keppni á meðal fremstu manna. Lokastaða flokksins varð þessi: 1. Alex Lendermann (2.298) 8½ vinning af 13 mögulegum. 2. -4. Sandor Farago (2.325), Flóvin Þór Næs (2.269) og Guðmundur Kjartansson (2.171) 8 v. 5. Sofya Zigangirova (2.278) 7½ v. 6. -7. William Schill (2.298) og Davíð Kjart- ansson (2.271) 7 v. o.s.frv. Stefán lenti oft í kröppum dansi í skákum sínum í Búdapest en iðulega tókst honum með útsjónarsemi að snúa taflinu sér í vil. Eftirfarandi skák var afar dramatísk gegn unga ungverska stórmeistaranum Zoltan Medvegy. Þessi ungverski kappi er bróðir kvennastórmeistarans Noru Medvegy en hún er eiginkona stór- meistarans Zoltans Gyimesi! Þessir stórmeistarar allir hafa án efa um ýmislegt að spjalla í fjölskylduboðum en það raskaði ekki ró Stefáns þegar út í baráttuna var komið. Skákin hlaut mikla umfjöllun á Skákhorninu en fylgir hér með skýringum Braga Kristjánssonar. Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Zoltan Medvegy Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. d4 cxd4 5. Rf3 e6 6. cxd4 b6 7. Rc3 Rxc3 8. bxc3 Dc7 9. Bd2 Be7 10. h4 h6 Nýjung. Þekkt er 10. – Ba611. Bxa6 Rxa6 12. De2 og hvítur fékk síð- ar betra tafl (Nevednichy-Mrva, Evr- ópumótinu í Ohrid 2001). 11. Hh3 d6 12. Hg3 Kf8 13. Bf4! Dxc3+?! Báðir teflendur leggja allt undir í baráttunni. Það er í meira lagi vafa- samt fyrir svart að taka þetta peð og opna þannig c-línuna til sóknar fyrir hvít. 14. Bd2 Dc7 Eða 14. – Dc6 15. Hc1 De4+ 16. De2 Dxe2+ 17. Bxe2 Bd7 18. exd6 Bxd6 19. Re5 Bxe5 20. Bb4+! Kg8 21. dxe5 og svartur lendir í erfiðri vörn. 15. Hc1 Dd8 Eftir 15. – Db7 16. exd6 Bxd6 17. Re5, t.d. 17. – Rd7 18. Dg4 Bxe5 19. dxe5 g6 20. Bd3 stendur hvítu mun betur, t.d. 20. – Rxe5? 21. Df4 Dd5 22. Df6 o.s.frv. 16. exd6! Bxd6 17. Re5 Bb7 18. Dh5 Df6 19. Bd3? Stefán er greinilega kominn með mun betra tafl, en nú missir hann af sterkasta leiknum: 19. Hc8+! Bxc8 20. Hf3 Bxe5 21. Hxf6 Bxf6 22. Df3 Bxd4 23. Dxa8 og hvítur á vinnings- stöðu. Önnur skemmtileg leið er 19. Ba6! og eftir 19. – Rxa6 20. Rd7+ Ke7 21. Rxf6 Bxg3 22. fxg3 gxf6 23. Bb4+ Ke8 24. Ba3, á hvítur einnig vinnings- stöðu. 19. – Ke7 20. Hg4 Rd7 21. Rxd7? Betra er 21. Rc4 Hac8 22. Rxd6 Hxc1+ 23. Bxc1 Kxd6 24. Hf4 með yf- irburðatafli fyrir hvít. 21. – Kxd7 22. Db5+ Kd8 23. Be4 Hvítur virðist geta haldið jafnvæg- inu, með 23. Da4!, t.d. 23. – Bd5 24. Kf1 a6 25. Be4 Bxe4 26. Hxe4 Ke7 27. Bb4. 23. – Bxe4 24. Hxe4 Df5 25. He5!? Stefán verður að vinna skákina til að eiga möguleika á sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Hann kýs þess vegna fremur að fórna skipta- mun heldur en að leggjast í óvirka vörn. Eftir 25. Dxf5 exf5 26. He3 Kd7 27. Ke2 Hac8 28. Kd3 Hxc1 29. Bxc1 heldur hvítur hugsanlega jafntefli. 25. – Bxe5 26. dxe5 De4+ 27. Be3 Db7? Svartur missir af besta framhald- inu: 27. – Hc8 28. Hd1+ Kc7 29. Hd4 Dxg2 30. Hd7+ Kb8 31. Da4 Da8 32. Hxf7 g5 33. hxg5 Dh1+ 34. Kd2 Hhd8+ og svartur á skiptamun yfir og unnið tafl. 28. Bc5 De4+ 29. Be3 Ke7? Tapleikurinn. Eftir 29. – Hc8 30. Hd1+ Kc7 31. Hd7+ Kb8 hefur hvít- ur litlar bætur fyrir skiptamuninn og peðið, sem hann hefur fórnað. 30. Hc7+ Kf8 31. Dd7 Dg6 Svartur verður að valda peðið á f7 og hvítur vinnur nú hrókinn á h8. 32. Hc8+ Hxc8 33. Dxc8+ Ke7 34. Dc7+ Hvítur er í tímahraki og skákar þess vegna í nokkur skipti til að ná 40 leikja markinu. 34. – Ke8 35. Db8+ Kd7 36. Dxa7+ Ke8 37. Da8+ Kd7 38. Db7+ Ke8 39. Dc6+ Kf8 40. Dc8+ Ke7 41. Dxh8 Tímahrakið er á enda og svartur hefði getað gefist upp með góðri sam- visku. 41. – Db1+ 42. Ke2 Dxa2+ 43. Kf3 Dd5+ 44. Kg3 Dxe5+ 45. Bf4 Dc3+ 46. Kh2 Dd4 47. Bg3 Kf6 48. Db8 Kg6 49. Dd6 Dc4 50. Dxb6 Kh7 51. De3 Kg8 52. Df4 Dc2 53. Dg4 Kh7 54. f3 Dc5 55. De4+ Kg8 56. Be5 De7 57. Dd4 f6 58. Bg3 e5 59. Dc4+ Kh8 60. Dc8+ Kh7 61. Df5+ Kh8 62. Bf2 Dd6 63. Be3 Db4 64. De4 De7 65. Dg6 Db4 66. De4 De7 67. Df5 Db4 68. Dh5 Kh7 69. Bxh6 gxh6 70. Df7+ Kh8 71. Dxf6+ Kh7 72. h5 Dd2 73. Dxe5 Kg8 74. f4 Dd8 75. De6+ og loksins fékk svartur nóg og gafst upp. Eftir 75. – Kg7 76. Dg6+ Kh8 77. Dxh6+ Kg8 78. Dg5+ Dxg5 79. fxg5 er lítið eftir. SPRON sigraði á Borgarskákmótinu Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson, sem keppti fyrir SPRON, varð hlutskarpastur á Borg- arskákmótinu. Stórmeistarinn Þröst- ur Þórhallsson hafði leitt allt mótið en beið lægri hlut fyrir Jóni í síðustu um- ferð. Þetta þýddi að fimm skákmenn urðu jafnir og efstir með fimm og hálfan vinning en Jón varð efstur á stigum. Það kom á óvart að Guðjón Heiðar Valgarðsson komst í þennan hóp efstu manna ásamt titilhöfunum. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar, setti mótið en alls tefldu 52 skákmenn í blíðviðrinu á afmælisdegi borgarinnar. Staða efstu manna varð þessi: 1. -5. SPRON (Jón Viktor Gunnarsson), Námsflokkar Reykjavíkur (Þröstur Þórhalls- son), Grand Hótel Reykjavík (Guðjón Heiðar Valgarðsson), Osta- og smjörsalan (Arnar E. Gunnarsson) og Sorpa (Helgi Áss Grétars- son) 5½ v. af 7 6. -9. Mjólkursamsalan (Andri Áss Grétars- son), RST Net (Erlingur Þorsteinsson), Verkfræðistofan Afl (Ingvar Ásmundsson), Sparisjóðurinn (Áskell Örn Kárason) 5 v. 10. – 16. Reykjavíkurborg (Björn Þorsteins- son), Toyota (Eiríkur Björnsson), Umhverfis- og tæknisvið Reykjavíkur (Þorvarður F. Ólafsson), Hard Rock Café (Kristján Örn Elí- asson), Malbikunarstöðin Höfði (Dagur Arn- grímsson) og Opin kerfi (Lenka Ptácníková) 4½ v. Gott gengi í Búdapest SKÁK Búdapest 7.–18. ágúst 2004 FYRSTA LAUGARDAGSMÓT Stefán Kristjánsson Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Bragi Kristjánsson Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Til sölu nokkur Polaris Magnum 330 CC 4x4 fjórhjól. Hjólin eru með háu og lágu drifi og driflæs- ingu. Hjólin eru ársgömul og í toppstandi. Verð kr. 590.000 m. vsk. Uppl. í síma 892 0566. Kíktu á heimasíðuna www.atvtours.is. Euramobil glæsivagn. Fiat Duc- ato 14, árgerð 2000, 2,8 TDI vél. Euramobil 585LS hús. Vel með farinn og vel útbúinn heilsársbíll. Myndir á www.husbilar.is. Upplýsingar í síma 899 1175. Galloper árg. 03.99. Sjálfsk., ál- felgur, ek. 118 þ. km. Vel með far- inn og fallegur bíll, skoð. '05. Verð 1.150.000 kr. Áhv. ca 600 þ. kr. Uppl. í s. 896 6181 og 557 6181. Til sölu M. Benz 0614d árg. '91, 20 farþegar (23 skólabörn). Ek. 480 þús., nýr mótor, 02/2003, ek- inn 36 þús., góð farangurs- geymsla. Verð 2,7 millj. Uppl. 897 9310/435 1332. Rauður Nissan Patrol árg. 1994 til sölu. Ek. 208 þús. km. Upptekin vél. V. kr. 950 þús. Upplýsingar í síma 894 1162. MCC Pajero GLS árg. '00, ek. 73.000 km. 2,8 dísel, sjálfsk., topp- lúga, leður, álfelgur. Verð 2.850.000, einn með öllu, einn eig- andi. Uppl. í síma 896 0676. Dráttarbeisli á Avensis, verð 20 þús. Ford Econoline, verð 20 þús. Upplýsingar í síma 896 1589. Dráttarbeisli, sundurtakanlegt, á Bora, verð 40 þús. Golf, verð 40 þús. Skoda Oktavia, verð 40 þús. Passat, verð 40 þús. Upplýsingar í síma 896 1589. Citroen C5 Luxury 04/02. Ekinn: 80.000 Km. 2000 cc. Beinskiptur. Ásett verð 1.720.000 Km. Hafið samband við Brimborg, Bíldshöfða 6, S: 515 7000. Daihatsu Gran Move 08/00. Ek- inn: 50.000 Km. 1600 cc. Bein- skiptur. Ásett verð 850.000 Kr. Hafið samband við Brimborg, Bíldshöfða 6, S: 515 7000. Ford Focus Trend 05/02. Ekinn: 60.000 Km. 1600 cc. Beinskiptur Ásett verð 1.430.000 Kr. Hafið samband við Brimborg, Bíldshöfða 6, S: 515 7000. Skoda Fabia 07/02. Ekinn 19.000 km. 1400 cc. Beinskiptur. Ásett verð 1.070.000 kr. Hafið samband við Brimborg, Bíldshöfða 6, S: 515 7000. Subaru Legacy 06/97 Ekinn: 125.000 Km. 2000 cc. 4x4. Bein- skiptur. Ásett verð 990.000 Kr. Til- boð 770.000 Kr. 100% LÁN Í 36 MÁN., MEÐALGR., 27.125 KR. Hafið samband við Brimborg, Bíldshöfða 6, S: 515 7000 Subaru Legacy 10/99 Ekinn: 73.000 Km. 2000 cc. 4x4. Bein- skiptur Ásett verð 1.390.000 Kr. Hafið samband við Brimborg, Bíldshöfða 6, S: 515 7000 Volvo V40 07/03. Ekinn: 18.000 Km. 2000 cc. Beinskiptur. Ásett verð 2.660.000 Kr. Tilboð 2.490.000 Kr. 100% LÁN Í 72 MÁN., MEÐ- ALGR., 47.025 KR. Hafið sam- band við Brimborg, Bíldshöfða 6, S: 515 7000 Ford Mondeo Ghia 09/03. Ekinn: 14.000 Km. 2000 cc. 146 Hö. Sjálf- skiptur. Ásett verð 2.480.000 Kr. Tilboð 2.290.000 Kr. 100% LÁN Í 72 MÁN., MEÐALGR., 43.325 KR Hafið samband við Brimborg, Bíldshöfða 6, S: 515 700 Opel Astra 16v STW. 11/02 Ek- inn: 28.000 Km. 1600 cc. Sjálf- skiptur. Ásett verð 1.860.000 Kr. 1.490.000 Kr. 100% LÁN Í 60 MÁN., MEÐALGR., 32.725 KR Hafið samband við Brimborg, Bíldshöfða 6, S: 515 7000. Citroen Picasso 04/03. Ekinn: 22.000 Km. 2000 cc. Sjálfskiptur. Ásett verð 1.950.000 Kr. Tilboð 1.850.000 Kr. Hafið samband við Brimborg, Bíldshöfða 6, S: 515 7000. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.