Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Frá árinu 1996 hefur höfuðáhersla þín verið á fjölskylduna og heimilið. Nú þarftu hins vegar að gera það upp við þig hvaða starfi þú vilt sinna það sem eftir er ævinnar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það urðu miklar breytingar í lífi þínu fyrir u.þ.b. fimm árum og nú er aftur kominn tími á breytingar. Reyndu að gera einhvers konar framtíðaráætlanir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú náðir góðum árangri á árunum 1994 til 1995 og ert nú einnig farin/n að sjá árangur á heimilinu og innan fjölskyldunnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Frá árinu 2001 hefurðu þurft að sleppa tökunum á ýmsu sem skipti þig máli. Nú ertu hins vegar kom- in/n á gott ról í því sem þú ert að gera og það veitir þér ákveðna hug- arró. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Á þessum tíma í lífinu þurfa mörg ljón að sleppa tökunum á sam- böndum og hlutum sem hafa skipt þau máli. Þetta má rekja til þess að á næsta ári hefst algerlega nýr kafli í lífi þeirra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Merkúr er að hörfa og mun halda því áfram fram til 3. september. Merkúr hefur alltaf mikil áhrif á meyjuna og því kallar þetta fram minningar úr fortíð þinni. Þetta get- ur einnig valdið misskilningi og um- ferðartöfum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú byrjaðir á því að skilgreina þig gagnvart umheiminum. Síðan þurft- irðu að vinna að því að auka styrk þinn og nú sérðu greinilega hvað gengur upp í lífi þínu og hvað ekki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér hefur fundist þú vera fullgildur þátttakandi í lífinu frá árinu 1999. Sjálfstraust þitt hefur verið að aukast og á næsta ári muntu ná ein- hvers konar hátindi varðandi starfs- frama þinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Margir bogmenn hafa fundið til óör- yggis í nánustu samböndum sínum að undanförnu. Þetta hefur vakið þá til ákveðinnar sjálfsskoðunar, ekki síst varðandi sambönd þeirra við systkini sín. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú lagðir út á nýja braut árið 1989 og stóðst síðan aftur á tímamótum á árunum 2003 og 2004. Nú er hins vegar kominn tími til að þú haldir ferð þinni áfram af einurð og sjálfs- öryggi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur lagt mikið á þig að und- anförnu og nú er kominn tími til að þú uppskerir árangur erfiðis þíns. Það er mikilvægt að þú haldir í trúna á sjálfa/n þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Jafnvel þótt nánustu sambönd þín hafi batnað að undanförnu eru ákveðin vandamál úr fortíðinni að koma upp á yfirborðið. Sæktu styrk í vissuna um að þú ráðir við að- stæður. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbörn dagsins: Geta verið hrókar alls fagnaðar en vilja þó helst halda einkamálum sínum og til- finningum út af fyrir sig. Komandi ár get- ur orðið besta ár ævi þeirra. Draumar þeirra geta ræst. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund idag@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is   6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 kaupstaður, 8 líffæri, 9 rusl, 10 fita, 11 fleina, 13 hæðin, 15 fer- líkis, 18 lævísa, 21 litla tunnu, 22 éta, 23 púkinn, 24 kartaflan. Lóðrétt | 2 grasgeiri, 3 níska, 4 augabragð, 5 As- íubúi, 6 öðlast, 7 kven- mannsnafn, 12 eyktamark, 14 andi, 15 hindrun, 16 klöguðu, 17 brotsjór, 18 rændu, 19 lífstímann, 20 korns. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 nepja, 4 skort, 7 totta, 8 ótrúr, 9 náð, 11 rönd, 13 grær, 14 ýsuna, 15 flær, 17 töng, 20 hal, 22 gutla, 23 ævina, 24 rámum, 25 trana. Lóðrétt | 1 nýtur, 2 pútan, 3 aðan, 4 slóð, 5 orrar, 6 tórir, 10 ámuna, 12 dýr, 13 gat, 15 fögur, 16 æstum, 18 örina, 19 glata, 20 harm, 21 læst. Stiklað á stóru. Norður ♠742 ♥G63 A/Allir ♦ÁD6 ♣D765 Vestur Austur ♠G10983 ♠ÁK5 ♥42 ♥D85 ♦10875 ♦KG9 ♣94 ♣10832 Suður ♠D6 ♥ÁK1097 ♦432 ♣ÁKG Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 lauf 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur spilar út spaðagosa gegn fjórum hjörtum og austur tekur tvo slagi á ÁK og spilar þriðja spaðanum, sem suður trompar smátt. Hver er áætlun lesandans? Þótt sagnhafi sjái ekki allar hendur veit hann fyrir víst að austur á tíg- ulkóng og sennilega trompdrottningu – ella ætti hann ekki opnunarstyrk. Hitt er ekki eins víst að austur sé með fjór- lit í laufi, en það er mjög sennilegt. Vandi sagnhafa felst í því að komast inn í borð til að svína í trompinu án þess að fórna fjórða laufslagnum. Með hliðsjón af því virðist koma til álita að leggja niður ÁK í trompi í þeirri von að drottningin skili sér önnur. En það er alger óþarfi, því sam- gangsvandinn leystist af sjálfu sér. Sagnhafi leggur niður hjartaás, fer inn í borð á tígulás og svínar í trompinu. Og tekur svo síðasta trompið. Í loka- stöðunni á blindur tíguldrottningu og D765 í laufi. Heima er sagnhafi með tvo hunda í tígli og ÁKG í laufi. Austur verður að hanga á fjórum laufum og tígulkóng. Þegar suður spilar ÁKG í laufi kemur legan í ljós (vestur fylgir aðeins tvisvar). Þá er spilið upplýst og austur er sendur inn á tígulkóng. Hann á lauftíuna eftir og verður að gefa síð- asta slaginn. Þetta er afbrigði af stiklusteins- þvingun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Lista- safni ASÍ kl. 16 í dag. Í Ásmundarsal sýnir Hildur Bjarnadóttir verk þar sem hún skoðar og umbreytir ráðandi hefðum í listheiminum. Hún vinnur á persónu- legan hátt með handverkshefðir, en í stað hefðbundinna nytjahluta verða til listaverk sem setja spurningu við eðli listarinnar í samtímamenningu. Hún heklar striga úr hör og strekkir á blind- ramma og býr til munstraðan striga. Í Gryfju sýnir Hafdís Helgadóttir nýtt myndbandsverk sem unnið er á þessu ári og ber heitið Mynstur – er eitthvert vit í þessu? Það er mótað af viðbragði við áreiti og hverfist bygging þess um visst hugarástand. Texti í sýningarskrá sem ber yfirskriftina „Sjálfhverfing hugsunarinnar um heimshryggð, munstruð í tímarúm“ fylgir verkinu. Í Arinstofu verður opnuð sýning á verkum úr eigu safnsins eftir Braga Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Gunnar Örn og Magn- ús Pálsson. Verkin eru frá tímabilinu 1966–72. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur er ókeyp- is. Sýningarnar standa til 12. september. Félagsstarf Ásgarður | Glæsibæ. Eldri borgarar njóta sérstakra kjara á óperuna Happy End sem sýnd er í Gamla bíói. Sýningarnar verða nk. fimmtudag og laugardag. Skráning fyrir kl. 12 fimmtudag á skrifstofu FEB. Bólstaðarhlíð 43 | Vetrardagskráin hefst 1. september. FEBK | Púttað á Listatúni kl. 10.30. Gigtarfélagið | Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Uppl. á skrifstofu GÍ. Hana-nú | Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka, krummakaffi kl. 9. Hraunsel | Flatahrauni 3. | Kl. 10–12 pútt á Ásvöllum. Sunnuhlíð | Kópavogi. Sungið með eigin nefi kl. 15.30. Fréttir Blómaval | við Sigtún. Sýning á bonsai- trjám hefst í dag. Sænsku skonnorturnar | Kl. 14–16 eru allir velkomnir að heimsækja sænsku skonnort- urnar Gladan og Falken við Ægisgarð. Fundir Ásatrúarfélagið | Grandagarði 8. Opið hús frá kl. 14. GA-Samtök | spilafíkla. Fundur kl. 10.30 í Kirkju Óháða safnaðarins, Reykjavík, Gler- árkirkju, Akureyri, og kl. 19.15 Seljavegi 2, Reykjavík. Oa samtökin | Átröskun, matarfíkn, ofát. Nánari upplýsingar www.oa.is. Leiklist Tjarnarbíó | Nýja leikhúsið frumsýnir barna- leikritið Líneik og Laufey kl. 14 og 15.30 í dag. Aðgangur er ókeypis. Mannamót Vísindahátíðin | Góður andi verður í Há- skóla Íslands kl. 16–19. Dagskrá verður á há- skólasvæðinu, bæði utan– og innan dyra. Nánari upplýsingar á www.hi.is. Kaffisala í Ölveri | Árlega kaffisala, verður haldin í stúlknasumarbúðum KFUM og K í Ölveri á morgun kl. 14–18, til styrktar búð- unum. Sumarbúðirnar eru um 10 km frá Borgarnesi, undir hlíðum Hafnarfjall. Menningarnótt Dagksrá Menningarnætur má sjá á Mbl.is/ áhugavert efni og á vefsvæðinu http:// www.reykjavik.is. Myndlist Listasafn ASÍ | Þrjár sýningar verða opn- aðar kl. 16. Í Ásmundarsal sýnir Hildur Bjarnadóttir í Gryfju sýnir Hafdís Helgadótt- ir og í Arinstofu verður opnuð sýning á verk- um úr eigu safnsins. Nýlistasafnið | Laugavegi 26. Sýning á safnaeign verður opnuð kl. 16. Nýlókórinn flytur tvö verk. Sólon | Myndlistarmaðurinn Víðir Ingólfur Þrastarson opnar sýningu sína „Missir. Sýn- ingin stendur til 18. september. Klink og Bank | Brautarholti 1. Samsýningin Draught/Trekku verður opnuð kl. 17. Um er að ræða samsýningu 12 listamanna. Salur Íslenskrar grafíkur | Hafnarhúsinu. Danskir grafíkerar Anne Marie Frank og Birgitte Thorlacius opna sýningu kl. 14 í dag. Opin kl. 14–18, frá fimmtudegi til sunnudags. Sýningin stendur til 29. ágúst. Listhús Ófeigs | Skólavörðustíg. Ljós- myndasýningin. Reykjavík með augum Gunnars Hannessonar, f. 1915, d. 1976, opn- uð kl. 16. Stendur til 8. sptember. Rammamiðstöðin | Síðumúla 38. Birna Smith opnar sína fjórðu sýningu í dag. Ný ol- íuverk. Birna sækir viðfangsefni sín til nátt- úrunnar. Sýningin stendur næstu tvær vikur. Gallerí Vesturveggur | í Skaftfelli, menning- armiðstöð á Seyðisfirði. Sigga Björg Sigurð- ardóttir opnar sýningu kl. 17. Hún sam- anstendur af teikningum og myndbandsverki. Í aðalsal stendur yfir ljós- myndasýning Christopher Taylor. Eiðar | „Opinn dagur“ á síðasta degi lista- mannaþings, sem Eiðastóll efndi til. Aust- firskir listamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta. Dagskráin hefst kl. 10 og lýkur kl. 15. Þar verða pallborðsumræður og kynn- ingar á verkum og listamönnum. M.a. kynnir Ólafur Elíasson höggmyndagarð á Eiðum og eigin verk sem sýnd verða á Eiðum á næsta ári. Einnig verður kynning á verkum Dieters Roth og verkinu Macýs eftir listamennina Paul McCarthy og Jason Rhoades. Hallgrímskirkja | Sýningu á listaverkum Steinunnar Þórarinsdóttur, í anddyri kirkj- unnar „Staðir“, lýkur á miðvikudag. Opið til kl. 23 á Menningarnótt. Skemmtanir Amsterdam | Buff. Ari í Ögri | Acoustics frá kl. 21. Bar 11 | Sashimi, Amos, Miri, Ég, Touch og Atómstöðin frá kl. 18. Búálfurinn | Hólagarði. Hermann Ingi jr. Bæjarbíó | Hafnafirði. Múm og Slowblow með tónleika kl. 20. Catalína | Hamraborg 11. Örvar Krist- jánsson. Dillon | Mínus, Atómstöðin, Dikta, Úlpa, 5th Herdeildin. De Palace | Hafnarstræti. Kl. 20 At- ómstöðin, Touch, Dark Harvest, Hölt Hóra, Victory or Death, The Foghorns, Her- oglymur, Palindrome, og Barbarossa. Felix | Doktorinn. Gaukur | á Stöng. Í svörtum fötum. Grandrokk | Hjálmar. Gullöldin | Sín. Hótel Búðir | Klakabandið frá Ólafsvík Hverfisbarinn | Dj. Benni. Hressó | Schpilkas með tónleika kl. 14. Búð- arbandið kl. 19–20, Atli skemmtanalögga, Eyjólfur Kristjáns. Iðnó | Geirfuglarnir. Illgresi | Laugavegi 17. Skátar, Miri, Ókind, Bacon: Live Support Unit, Glasamar Further Than Far Far, Isidor, Brúðarbandið, Kimono. Kaffi Kúltúre | Karaoke, kl. 16-18. Schpilkas með tónleika kl. 20–22. Akeem og co kl. 22– 22.30. Carlos Sanchez kl. 22.30–03. Klúbburinn |v/Gullinbrú. Sixties. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson. Kristján X | Hellu. Gilitrutt. Laugavegur 22 | Niðri: Einar Sonic. Uppi: Dj Benni. Nasa | Dixielandsveit Árna Leifssonar kl. 20-23.30, Straumar og Stefán kl. 24. Norræna Húsið | Spaðar, kl. 16–17. Players | Kópavogi. Sagaklass. Prikið | Búðabandið, Ensími, Botnleðja, Dr. Spock, Drep, Mike Pollock og Vinyl. Rauða ljónið | Rúnar Þór. Salka | Húsavík. Sent. Sjallinn | Akureyri. Kalli Bjarni og hljóm- sveit. Söfn Nonnahús og Minjasafnið á Akureyri | Gengið um slóðir Nonna. Lagt af stað frá Nonnahúsi kl. 14. Tekur klukkustund. Þátt- tökugjald er 400 kr., innifalið er aðgangur að báðum söfnunum. Tónlist Jómfrúin | Schpilkas og Ragnheiður Grön- dal kl. 16. Iðnó | Þýska djasssöngkonan Martina Frey- tag heldur tónleika kl. 20 ásamt Birni Thor- oddsen og Jóni Rafnssyni. Minjasafnið á Akureyri | Söngvaka haldin kl. 20.30. Flytjendur eru þau Hjörleifur Hjartarson og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir. 50 ÁRA afmæli. Ídag, 21. ágúst, er fimmtugur Gunnar Páll Jóakimsson, framhaldsskólakenn- ari og hlaupaþjálfari. Hann mun halda upp á daginn með því að hlaupa 1/2 maraþon (21 km) í Reykjavíkurmaraþoni. Vinir og kunningjar eru hvattir til að fjöl- menna að hlaupaleiðinni (sjá leiðarlýs- ingu á www.marathon.is) og klappa fyrir honum eða fagna honum í mark- inu í Lækjargötu. Hlaupið hefst kl. 11.10. Brúðkaup | Gefin voru saman í Reyk- holtskirkju hinn 5. júní 2004 af séra Pétri Þorsteinssyni þau Eva Lind Jó- hannesdóttir og Unnar Þorsteinn Bjartmarsson. Ljósmynd/Guðbjörg Harpa 80 ÁRA afmæli. Ídag, 21. ágúst, verður áttræð Mar- grét Hansen, Slétta- hrauni 27, Hafn- arfirði. Haldið verður upp á afmælið kl. 14- 17 í safnaðarheimili Kristskirkju, Landa- koti, Hávallagötu 14. Listakonurnar Hafdís Helgadóttir og Hild- ur Bjarnadóttir opna sýningu í ASÍ í dag. Þrjár sýningar í ASÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.